Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2023 12:44 Stór og vel búinn hópur björgunarsveitarfólks hélt inn í Grindavík snemma í morgun. Þorbjörn „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík þar sem segir frá því að stór og vel búinn hópur björgunarsveitarfólks hafi haldið inn í bæinn snemma í morgun til að meta tjón á vegum og öðrum innviðum. Var markmiðið að undirbúa verðmætabjörgun frá heimilum og reyna eftir fremsta megni tryggja öryggi íbúa við það, en lögregla gaf í dag grænt ljós á að íbúar og fulltrúar á skilgreindum svæðum í bænum geti haldið inn í bæinn í fylgd björgunarsveita til að bjarga verðmætum. „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það. Tjónin eru samt misjöfn og virðast staðbundin við fyrstu skoðun. Vegir eru víða í sundur og höfum við lagt kapp á það að loka þeim svo ekki sé hætta af,“ segir í fæslunni. Fólk virði lokanir Sveitin vill biðja alla sem komi í bæinn að fara varlega og virða þær lokanir sem hafa verið settar upp. „Til þess að flýta fyrir opnun höfum við notast við garðbekki, blómapotta og fleira slíkt sem fundum og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning. Við höfum einnig farið með vinnuvélar yfir allar sprungur og þær sprungur sem ekki er búið að loka fyrir teljum við óhætt að aka yfir. Að lokum viljum við biðja íbúa að virða þann tíma sem þeim er gefin til að sækja verðmæti svo fleiri geti komist til síns heima. Það væri gott ef þessi póstur myndi rata til allra Grindvíkinga,“ segir á færslu björgunarsveitarinnar. Grindavík Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vaktin: Gliðnun mælist mest við Sundhnúka Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík þar sem segir frá því að stór og vel búinn hópur björgunarsveitarfólks hafi haldið inn í bæinn snemma í morgun til að meta tjón á vegum og öðrum innviðum. Var markmiðið að undirbúa verðmætabjörgun frá heimilum og reyna eftir fremsta megni tryggja öryggi íbúa við það, en lögregla gaf í dag grænt ljós á að íbúar og fulltrúar á skilgreindum svæðum í bænum geti haldið inn í bæinn í fylgd björgunarsveita til að bjarga verðmætum. „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það. Tjónin eru samt misjöfn og virðast staðbundin við fyrstu skoðun. Vegir eru víða í sundur og höfum við lagt kapp á það að loka þeim svo ekki sé hætta af,“ segir í fæslunni. Fólk virði lokanir Sveitin vill biðja alla sem komi í bæinn að fara varlega og virða þær lokanir sem hafa verið settar upp. „Til þess að flýta fyrir opnun höfum við notast við garðbekki, blómapotta og fleira slíkt sem fundum og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning. Við höfum einnig farið með vinnuvélar yfir allar sprungur og þær sprungur sem ekki er búið að loka fyrir teljum við óhætt að aka yfir. Að lokum viljum við biðja íbúa að virða þann tíma sem þeim er gefin til að sækja verðmæti svo fleiri geti komist til síns heima. Það væri gott ef þessi póstur myndi rata til allra Grindvíkinga,“ segir á færslu björgunarsveitarinnar.
Grindavík Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vaktin: Gliðnun mælist mest við Sundhnúka Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Vaktin: Gliðnun mælist mest við Sundhnúka Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46
Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49