Fótbolti

Kristian­stad búið að fylla skarð Elísa­betar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daniel Agergård og Johanna Almgren munu stýra Kristianstad á næstu leiktíð.
Daniel Agergård og Johanna Almgren munu stýra Kristianstad á næstu leiktíð. Kristianstad

Sænska knattspyrnufélagið Kristianstad hefur tilkynnt hvernig það mun fylla skarð Elísabetar Gunnarsdóttur sem hefur þjálfað liðið síðan 2009. Félagið hefur ráðið tvo þjálfara í stöðuna sem Elísabet var í.

Kristianstad tilkynnti á heimasíðunni að Daniel Agergård og Johanna Almgren væru nýir þjálfarar liðsins. Sænsku deildinni lauk um liðna helgi en þar endaði Kristanstad í 6. sæti.

Vitað var að Elísabet ætlaði að róa á önnur mið eftir nærri 15 ár hjá félaginu. Það dugði því ekkert minna en að fá tvo aðila í starfið.

Ekki er vitað hvað hin 47 ára gamla Elísabet tekur sér fyrir hendur en hún hafði starfað fyrir ÍBV, Breiðablik og Val á Íslandi áður en hún hélt til Svíþjóðar og tók við Kristianstad árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×