Lee Sharpe sendir Grindvíkingum kveðju: „Mjög sérstakur staður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 13:04 Lee Sharpe fagnar marki í leik með Manchester United. getty/David Davies Lee Sharpe, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur sent Grindvíkingum kveðju vegna ástandsins þar í bæ. Öllum íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn á föstudaginn vegna skjálftavirkni á svæðinu. Enn eru taldar miklar líkur á gosi sem yrði að öllum líkindum við kvikuganginn. Grindvíkingum hafa borist baráttukveðjur víða að undanfarna daga. Meðal þeirra sem hafa sýnt bæjarbúum stuðning í þeirri erfiðu stöðu sem þeir eru í er Sharpe. Hann sló í gegn með United í byrjun 10. áratugarins og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Sharpe lék átta landsleiki fyrir England. Eftir að hann yfirgaf United 1996 fjaraði undan ferlinum og hann samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði þó stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. Hann er þó ekki búinn að gleyma dvöl sinni í bænum fyrir tuttugu árum og sendi bæjarbúum kveðju á Twitter í dag. „Er að hugsa um magnaða fólkið í Grindavík. Þetta er mjög sérstakur staður,“ skrifaði Sharpe á Twitter. Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place — Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023 Í sjónvarpsþættinum Foringjarnir viðurkenndi Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur að Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Sharpe lagði skóna á hilluna 2004 eftir að hafa leikið með Garforth Town. Hann hefur síðan gert garðinn frægan í sjónvarpi og gerðist atvinnumaður í golfi. Sharpe er búsettur á Spáni í dag. UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Öllum íbúum Grindavíkur var gert að yfirgefa bæinn á föstudaginn vegna skjálftavirkni á svæðinu. Enn eru taldar miklar líkur á gosi sem yrði að öllum líkindum við kvikuganginn. Grindvíkingum hafa borist baráttukveðjur víða að undanfarna daga. Meðal þeirra sem hafa sýnt bæjarbúum stuðning í þeirri erfiðu stöðu sem þeir eru í er Sharpe. Hann sló í gegn með United í byrjun 10. áratugarins og varð þrisvar sinnum Englandsmeistari með liðinu. Sharpe lék átta landsleiki fyrir England. Eftir að hann yfirgaf United 1996 fjaraði undan ferlinum og hann samdi við Grindavík 2003. Sharpe stoppaði þó stutt við í Grindavík og lék aðeins fimm leiki í deild og bikar með liðinu. Hann er þó ekki búinn að gleyma dvöl sinni í bænum fyrir tuttugu árum og sendi bæjarbúum kveðju á Twitter í dag. „Er að hugsa um magnaða fólkið í Grindavík. Þetta er mjög sérstakur staður,“ skrifaði Sharpe á Twitter. Thinking of the wonderful people of Grindavik. A very special place — Lee Sharpe (@Sharpeyofficial) November 14, 2023 Í sjónvarpsþættinum Foringjarnir viðurkenndi Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur að Sharpe hafi verið of stór biti fyrir félagið. „Enn og aftur var ég efins um þetta. Auðvitað er frábært að fá svona nafn en ég sagði strax að við myndum ekki höndla það, hvorki leikmenn, stjórnarmenn né þjálfarar. Þetta væri bara það stórt nafn og svo kostaði þetta þvílíka fjármuni,“ sagði Jónas. „Það voru tveir bræður sem eru miklir stuðningsmenn og ævintýramenn, yndislegir drengir, sem stóðu að baki þessu. Þeir komu þrisvar og bönkuðu og sögðu að allt væri klárt, að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því að safna peningunum. Á endanum var þetta samþykkt og það fór eins og það fór. Hann stoppaði bara í tvo til þrjá mánuði.“ Sharpe lagði skóna á hilluna 2004 eftir að hafa leikið með Garforth Town. Hann hefur síðan gert garðinn frægan í sjónvarpi og gerðist atvinnumaður í golfi. Sharpe er búsettur á Spáni í dag.
UMF Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Í beinni: Bröndby - Víkingur | Tekst loksins að slá út Dani? Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Vaktin: Enn miklar líkur á gosi sem yrði líklegast við kvikuganginn Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fá að skjótast eftir eignum í dag. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus. 14. nóvember 2023 05:40