Fer heim „um leið og þetta helvítis eldgos drullar sér upp“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 13:53 Steinunn Sesselja Sigurðardóttir ætlaði sér ekki að fara neitt á föstudagskvöld og mun snúa aftur til síns heima í Grindavík að öllu þessu loknu. Vísir/Arnar Steinunn Sesselja Sigurðardóttir segist ekki ætla að yfirgefa Grindavík. Heimili hennar virðist hafa sloppið vel í skjálftunum. Hún yfirgaf húsið sitt á miðnætti á föstudag og bíður þess að eldgosið láti sjá sig. Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa almannavarnir heimilað íbúum í Grindavík að sækja nauðsynjar í fylgd með björgunarsveitum í dag. Aðgerðirnar standa yfir til klukkan 16:00, á meðan enn er dagsbirta. Langar aftur heim Hverju ertu að reyna að bjarga? „Bara því sem mér er dýrmætt. Myndir af foreldrum mínum. Reyna bara að ná því sem ég get, ég veit ekki hvað,“ segir Steinunn og eðli málsins samkvæmt er um tilfinningaríka stund að ræða. Hún segir ekkert erfitt að koma aftur á heimilið sitt. Hana langar bara að komast aftur heim til Grindavíkur, þar sem hún ætlar að vera. Þig langar að komast aftur heim? „Já. Ég ætla mér að koma aftur heim. Ég ætla ekki að yfirgefa Grindavík.“ Heima að borða pizzur á föstudagskvöld Steinunn segir það koma sér á óvart hve lítið sjái á heimilinu eftir skjálftana. Myndirnar hennar séu til að mynda enn á sínum stað. Er þetta betra en þú áttir von á? „Miklu betra. Ég var hérna allan föstudaginn fram að miðnætti. Við sátum hérna bara og vorum að borða pizzu í öllum þessum skjálftum og öðru þangað til að við fengum tilkynningu um að koma okkur út. Þá náttúrulega rauk maður bara út.“ Þið ætluðuð ekkert að fara fyrr en ykkur var sagt að rýma? „Við ætluðum ekkert að fara. Við ætluðum bara að vera. Ég meina, maður er búinn að þola alla þessa jarðskjálfta hingað til. Og ég get alveg þolað jarðskjálftana. Það er ekkert mál. Mér finnst það ekki neitt. En mér finnst bara leiðinlegt að þurfa að yfirgefa þetta. Ég vil bara vera hérna.“ Þig langar bara aftur heim? „Mig langar bara aftur heim.“ Þetta helvítis eldgos má drulla sér upp Steinunn segist núna dvelja í Þorlákshöfn. Þar dvelur hún í hjólhýsi á lóð dóttur sinnar sem þar býr. Hvenær heldurðu að þú komir svo aftur hingað? „Ég vona bara sem fyrst. Um leið og þetta helvítis eldgos getur drullað sér upp og það verður hægt að koma hingað aftur, þá geri ég það um leið.“ Þú bíður eftir eldgosi? „Ég bíð eftir því. Ég vil bara koma heim.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira