„Það fóru allar sírenur í gang“ Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 15:36 Björgvin Hrafn segir að fólk hafi orðið mjög óttaslegið þegar sírenur fóru í gang í Grindavík. Vísir Björgvin Hrafn Ámundarson var að sækja dót með systur sinni í Grindavík þegar sírenur fóru í gang og bærinn var rýmdur. Hann segir fólk hafa verið óttaslegið og tíma hafi tekið fyrir fólk að rata úr bænum. Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá er verið að rýma Grindavík. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnummældist SO2 gas á gasmælum. Ekki er um neyðarrýmingu að ræða. 160 kílómetra meðalhraði í bænum „Ég var staddur með systur minni hér til að sækja dót. Við fengum að ná í nauðsynlegustu hlutina, lyf og fleira og ákváðum að taka mótorhjólin sem hún á inni í skúr. Á meðan við erum þar inni kom jarðsig eða eitthvað og allar sírenur í gang,“ segir Björgvin Hrafn í samtali við fréttastofu. „Við vorum rekin út af svæðinu í hvelli, það var örugglega svona 160 kílómetra meðalhraði inni í bænum, allir að reyna að komast í burtu og við fórum í lögreglufylgd eða björgunarsveitarfylgd.“ Greip ótti um sig meðal fólks? „Já, ég held það hafi verið ótti. Fólk var hrætt og bæði björgunarsveitir og lögreglumenn líka voru áttavillt að reyna að komast út úr bænum. Við fórum eiginlega í einhverja hringi í smá tíma og svo allt í einu áttuðu allir sig á því hvert þeir ættu að fara, það var einhver einn sem leiddi hópinn. Ég fann alveg fyrir svona skelfingartilfinningu.“ Allar sírenur í gang Þið fenguð upplýsingar um að það væri jarðsig? „Já, svo best sem ég veit. Það var allavega eitthvað yfirvofandi og eitthvað að fara að gerast. Við fórum aðeins í gær líka og þá vorum við vöruð við því að ef að það heyrist í sírenum þá eigum við að fara í burtu. Og það var það sem gerðist, það fóru allar sírenur í gang, lögreglubílar, björgunarsveitir, sérsveitin var með sírenurnar í gangi og við bara drifum okkur út úr bænum.“ Hvernig er ástandið á húsi systur þinnar? „Það er gott eins og er. Lítur ekkert illa út en það er sprunga hundrað metra frá sirka. Hún er mjög stór. Ég veit ekkert hvað hún er breið, ég sá hana ekki en heyrði það í gær að hún hefði verið hundrað metra frá okkur. Ég veit svo sem ekkert hvað ég get sagt meira en þetta lítur ekkert vel út.“ Þú ert sleginn? „Já. Þetta er hræring. Ég var að hugsa með mér í gær þegar ég var heima í stofu að horfa á sjónvarpið, allir þessir Grindvíkingar komnir suður fyrir, austur fyrir og norður fyrir. Ég reyndar er í þannig aðstöðu að ég get ekki boðið neina hjálp, nema kannski boðið fólki í mat.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira