Ósáttur við skipulagið: Súrt að vera snúið við í heimreiðinni Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 16:38 Feðginin voru svo gott sem komin heim að dyrum þegar þeim var snúið við vegna rýmingar. Vísir/Arnar Sigurður Kristinsson og Kristjana Bjarklind Sigurðardóttir voru mætt til Grindavíkur til að sækja verðmæti þegar rýming hófst. Þau voru mætt um eitt leytið í dag. Eins og fram hefur komið var bærinn rýmdur á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. Boðið var svo afturkallað en lögregla hafði þá þegar hafið rýmingu og var talið of seint að hætta við. Ekki sáttur við skipulagið Sigurður og Kristjana lögðu af stað frá Keflavík klukkan 9:30 í morgun. Þau biðu frá klukkan eitt við lokunarpóst og voru í fylgd með björgunarsveitum og og komið að þeim að sækja verðmæti sín þegar boð um rýmingu bárust. „Ég missti af þessu í gær og ég var að vonast í dag að ég kæmist en það fór eins og það fór. Skipulagið var alveg hræðilegt fannst mér, á því hvernig þetta var gert. Það var byrjað efst í bænum og rennt niður allar götur í stað in fyrir að byrja og taka hættulegustu svæðin og á sama stað, vera búin að skipuleggja. Nei nei, það gekk ekki.“ Snúið við fyrir framan húsið Sigurður býr á Vesturbraut í Grindavík. Það er neðst í bænum. Þau voru í fylgd með björgunarsveitum þegar boð um rýmingu bárust. Það stóð til að þú færir í húsið í dag en hvað gerðist? „Ja, það var bara rekið úr bænum rétt áður en við gátum farið inn. Það var meira að segja verið að keyra framhjá húsinu okkar og það var snúið við fyrir framan húsið. Þá fór sírenan í gang.“ Þið voruð komin að húsinu? „Já. Voða gaman.“ Hvernig líður þér með þetta? „Það er víst að sætta sig bara við þetta,“ segir Sigurður og Kristjana skýtur því inn að hann sé voða stóískur. „Ég er svo gamall greyið. Ég er að verða 84 ára.“ Langaði að ná í gítarinn og dót eiginkonu sinnar Sigurður segir að þegar hann hafi yfirgefið húsið sitt hafi allt verið hrunið í stofunni. Hann hafi þurft að týna upp glerbrot úr forstofunni til að finna skóna sína og komast út. Kristjana segir að pabbi sinn hafi gleymt úlpu á leið út. Var eitthvað virkilega nauðsynlegt sem þú þurftir að sækja heim? „Ah, mig langaði að taka meðöl sem ég átti eftir og föt á mig og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Kristjana segir pabba sinn líka hafa viljað ná í gítarinn sinn. „Og svo dót frá mömmu, sem er farin,“ segir Kristjana. Sigurður segir hana hafa dáið fyrir átta árum. „Og átti akkúrat afmæli í gær,“ segir Kristjana. „Það er svona.“ Lóðsuðu viðbragðsaðila í gegnum bæinn Það hefur verið súrt að þurfa að snúa frá í dag og komast ekki inn? „Það er það. Það er ekkert hægt að segja annað.“ Kristjana segir þau feðgin hafa lóðsað viðbragðsaðila í gegnum bæinn í dag. Bílstjórinn hafi ekki þekkt hverfið. „Við erum að fá björgunarsveitir alls staðar að og það er ótrúlega gott að þau geti hjálpað okkur og allt þetta, en eins og hann sagði, það hefði mátt vera örlítið meira skipulagt.“ „Ja, pínulítið meira en örlítið,“ skýtur pabbi hennar inn í. Ertu vongóður um að þú getir kannski komið á morgun? „Ég hef bara ekki grænan grun. Það kemur bara í ljós hvað þeim dettur í hug,“ segir Sigurður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið var bærinn rýmdur á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. Boðið var svo afturkallað en lögregla hafði þá þegar hafið rýmingu og var talið of seint að hætta við. Ekki sáttur við skipulagið Sigurður og Kristjana lögðu af stað frá Keflavík klukkan 9:30 í morgun. Þau biðu frá klukkan eitt við lokunarpóst og voru í fylgd með björgunarsveitum og og komið að þeim að sækja verðmæti sín þegar boð um rýmingu bárust. „Ég missti af þessu í gær og ég var að vonast í dag að ég kæmist en það fór eins og það fór. Skipulagið var alveg hræðilegt fannst mér, á því hvernig þetta var gert. Það var byrjað efst í bænum og rennt niður allar götur í stað in fyrir að byrja og taka hættulegustu svæðin og á sama stað, vera búin að skipuleggja. Nei nei, það gekk ekki.“ Snúið við fyrir framan húsið Sigurður býr á Vesturbraut í Grindavík. Það er neðst í bænum. Þau voru í fylgd með björgunarsveitum þegar boð um rýmingu bárust. Það stóð til að þú færir í húsið í dag en hvað gerðist? „Ja, það var bara rekið úr bænum rétt áður en við gátum farið inn. Það var meira að segja verið að keyra framhjá húsinu okkar og það var snúið við fyrir framan húsið. Þá fór sírenan í gang.“ Þið voruð komin að húsinu? „Já. Voða gaman.“ Hvernig líður þér með þetta? „Það er víst að sætta sig bara við þetta,“ segir Sigurður og Kristjana skýtur því inn að hann sé voða stóískur. „Ég er svo gamall greyið. Ég er að verða 84 ára.“ Langaði að ná í gítarinn og dót eiginkonu sinnar Sigurður segir að þegar hann hafi yfirgefið húsið sitt hafi allt verið hrunið í stofunni. Hann hafi þurft að týna upp glerbrot úr forstofunni til að finna skóna sína og komast út. Kristjana segir að pabbi sinn hafi gleymt úlpu á leið út. Var eitthvað virkilega nauðsynlegt sem þú þurftir að sækja heim? „Ah, mig langaði að taka meðöl sem ég átti eftir og föt á mig og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Kristjana segir pabba sinn líka hafa viljað ná í gítarinn sinn. „Og svo dót frá mömmu, sem er farin,“ segir Kristjana. Sigurður segir hana hafa dáið fyrir átta árum. „Og átti akkúrat afmæli í gær,“ segir Kristjana. „Það er svona.“ Lóðsuðu viðbragðsaðila í gegnum bæinn Það hefur verið súrt að þurfa að snúa frá í dag og komast ekki inn? „Það er það. Það er ekkert hægt að segja annað.“ Kristjana segir þau feðgin hafa lóðsað viðbragðsaðila í gegnum bæinn í dag. Bílstjórinn hafi ekki þekkt hverfið. „Við erum að fá björgunarsveitir alls staðar að og það er ótrúlega gott að þau geti hjálpað okkur og allt þetta, en eins og hann sagði, það hefði mátt vera örlítið meira skipulagt.“ „Ja, pínulítið meira en örlítið,“ skýtur pabbi hennar inn í. Ertu vongóður um að þú getir kannski komið á morgun? „Ég hef bara ekki grænan grun. Það kemur bara í ljós hvað þeim dettur í hug,“ segir Sigurður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira