Opna þjónustumiðstöð fyrir Grindvíkinga í Tollhúsinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 22:50 Tollhúsið. Vísir/Vilhelm Á morgun verður opnuð þjónustumiðstöð í Tollhúsinu við Tryggvagötu, fyrir Grindvíkinga og aðra sem hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Boðið verður upp á samveru, stuðning, ráðgjöf og fræðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum, en ríkislögreglustjóri, Rauði krossinn og Grindavíkurbær standa að miðstöðinni, sem verður opnuð klukkan 12 á morgun. Alla jafna verður hún opin á virkum dögum frá kl 10 til 18. „Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar er boðið upp á samveru og kaffitár og leikhorn fyrir börn. Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning og félagsleg ráðgjöf verður í boði á vegum starfsfólks Grindavíkurbæjar. Boðið verður upp á upplýsingagjöf, fræðslu og ráðgjöf af ýmsu tagi og mun sá stuðningur verða útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Þá eru fjölmiðlar sérstaklega beðnir um að sýna nærgætni og heimsækja ekki þjónustumiðstöðina eða dvelja fyrir utan inngang hennar. Þeim verði boðið í heimsókn von bráðar og geti þá kynnt sér starfsemi stöðvarinnar. „Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla varðandi atburði undanfarna daga. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið í Reykjavík en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. 14. nóvember 2023 22:00 „Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14. nóvember 2023 21:06 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14. nóvember 2023 19:22 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum, en ríkislögreglustjóri, Rauði krossinn og Grindavíkurbær standa að miðstöðinni, sem verður opnuð klukkan 12 á morgun. Alla jafna verður hún opin á virkum dögum frá kl 10 til 18. „Verkefni þjónustumiðstöðvar felast í stuðningi við íbúa Grindavíkurbæjar og aðra sem á einhvern hátt hafa orðið fyrir áhrifum jarðhræringanna á Reykjanesi. Þar er boðið upp á samveru og kaffitár og leikhorn fyrir börn. Rauði krossinn býður upp á sálfélagslegan stuðning og félagsleg ráðgjöf verður í boði á vegum starfsfólks Grindavíkurbæjar. Boðið verður upp á upplýsingagjöf, fræðslu og ráðgjöf af ýmsu tagi og mun sá stuðningur verða útfærður í samræmi við þarfir og óskir íbúa Grindavíkurbæjar,“ segir í tilkynningu Almannavarna. Þá eru fjölmiðlar sérstaklega beðnir um að sýna nærgætni og heimsækja ekki þjónustumiðstöðina eða dvelja fyrir utan inngang hennar. Þeim verði boðið í heimsókn von bráðar og geti þá kynnt sér starfsemi stöðvarinnar. „Grindvíkingar og aðrir íbúar á Reykjanesi eru hvattir til að nýta sér þjónustumiðstöðina með öll þau erindi sem á þeim hvíla varðandi atburði undanfarna daga. Heitt er á könnunni fyrir þau sem hafa tök á að mæta í Tollhúsið í Reykjavík en einnig er hægt að hafa samband í síma 855 2787 og í netfangið fyrirspurnir@almannavarnir.is.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. 14. nóvember 2023 22:00 „Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14. nóvember 2023 21:06 Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30 „Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14. nóvember 2023 19:22 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Með fimm manna fjölskyldu inni á systur sinni og reiður stjórnvöldum Grindvíkingur sem gistir með fimm manna fjölskyldu sína hjá systur sinni í Keflavík segir að sér þyki viðbrögð stjórnvalda við jarðhræringum í Grindavík máttlaus. Ekki sé haldið nógu vel utan um Grindvíkinga, sem margir hverjir geti ekki hugsað sér að snúa aftur í bæinn en sitji uppi með verðlausar eignir í fanginu. 14. nóvember 2023 22:00
„Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14. nóvember 2023 21:06
Grindvíkingar ætla sér heim aftur Margar fjölskyldur úr Grindavík eru nú í sumarhúsum, fjölbýlishúsum eða í einbýlishúsum á Suðurlandi og reyna að láta fara vel um sig. Íbúarnir ætlar sér heim aftur og leggja áherslu á jákvæðni og hreyfingu við krefjandi aðstæður. 14. nóvember 2023 20:30
„Drjúgur tími þar til Grindavík getur tekið á móti fólki aftur“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir enn nokkuð langt í að Grindavík geti tekið á móti fólki. Hann segist telja líklegt að kvika sé nú á um hálfs kílómetra dýpi. 14. nóvember 2023 19:22