Sumir fái endurtekið að fara meðan aðrir bíði endalaust Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. nóvember 2023 14:47 Kristín Arnberg skildi mikilvæga hluti eftir heima á föstudag. Vísir Kristín Arnberg íbúi í Grindavík er hluti af fimmtán manna fjölskyldu sem dvelur í sumarbústað í Grímsnesi. Þeim hefur reynst erfitt að fá að komast að heimili sínu sem er á hættusvæði. Hún er með hnút í maganum varðandi framtíðina. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Hefði aldrei séð þetta fyrir „Við vorum bara að koma núna. Við vorum loksins að fá að vita að við mættum fara,“ segir Kristín Arnberg í bílaröðinni við Grindavík í samtali við fréttastofu. „Við erum semsagt í rauða hverfinu. Biðum í þessu kaosi hérna á Suðurstrandarveginum í gær. Við erum austur í sveit í sumarbústað, fimmtán manna fjölskylda. Við reyndum að komast heim og þá var okkur bara snúið við.“ Í gær? „Já. Þannig að í morgun er ég búin að vera allan tímann í símanum að reyna að fá einhver svör. Af því að við fórum á föstudaginn og ætluðum bara að vera helgina. Tókum ekkert með okkur. Okkur vantar náttúrulega að komast heim að sækja föt og lyf. En þetta er náttúrulega svakalegt. Þetta er bara ástand sem maður hefði náttúrulega aldrei dottið í hug að maður ætti eftir að standa í.“ Verður að komast alla leið Nú er löng röð núna, áttu von á því að þú komist í dag? „Annars missi ég bara þetta litla sem ég á eftir af geðheilsunni held ég. Þannig að, mér finnst þetta bara...og að fólk skuli fá að fara tvisvar, þrisvar, að ná í heima hjá sér, en svo eru sumir, eins og við og ég þurfti að vera í símanum í allan morgun og loksins var mér tjáð að við kæmum hingað. Ég ætla bara að vona að ég komist alla leið og geti náð í það sem mig vantar.“ Hvernig líður þér með það að fá loksins að komast og sjá húsið? „Ég náttúrulega er með hnút í maganum. ég veit ekkert hverju ég á von. En maður vonar það besta. Ég held ég eigi heima í góðu húsi,“ segir Kristín hlæjandi. Hún segir son sinn hafa kíkt á gluggana hjá sér í gær og ekki séð betur en að húsið væru í góðu standi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Hefði aldrei séð þetta fyrir „Við vorum bara að koma núna. Við vorum loksins að fá að vita að við mættum fara,“ segir Kristín Arnberg í bílaröðinni við Grindavík í samtali við fréttastofu. „Við erum semsagt í rauða hverfinu. Biðum í þessu kaosi hérna á Suðurstrandarveginum í gær. Við erum austur í sveit í sumarbústað, fimmtán manna fjölskylda. Við reyndum að komast heim og þá var okkur bara snúið við.“ Í gær? „Já. Þannig að í morgun er ég búin að vera allan tímann í símanum að reyna að fá einhver svör. Af því að við fórum á föstudaginn og ætluðum bara að vera helgina. Tókum ekkert með okkur. Okkur vantar náttúrulega að komast heim að sækja föt og lyf. En þetta er náttúrulega svakalegt. Þetta er bara ástand sem maður hefði náttúrulega aldrei dottið í hug að maður ætti eftir að standa í.“ Verður að komast alla leið Nú er löng röð núna, áttu von á því að þú komist í dag? „Annars missi ég bara þetta litla sem ég á eftir af geðheilsunni held ég. Þannig að, mér finnst þetta bara...og að fólk skuli fá að fara tvisvar, þrisvar, að ná í heima hjá sér, en svo eru sumir, eins og við og ég þurfti að vera í símanum í allan morgun og loksins var mér tjáð að við kæmum hingað. Ég ætla bara að vona að ég komist alla leið og geti náð í það sem mig vantar.“ Hvernig líður þér með það að fá loksins að komast og sjá húsið? „Ég náttúrulega er með hnút í maganum. ég veit ekkert hverju ég á von. En maður vonar það besta. Ég held ég eigi heima í góðu húsi,“ segir Kristín hlæjandi. Hún segir son sinn hafa kíkt á gluggana hjá sér í gær og ekki séð betur en að húsið væru í góðu standi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21
Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44
„Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59