Sumir fái endurtekið að fara meðan aðrir bíði endalaust Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 15. nóvember 2023 14:47 Kristín Arnberg skildi mikilvæga hluti eftir heima á föstudag. Vísir Kristín Arnberg íbúi í Grindavík er hluti af fimmtán manna fjölskyldu sem dvelur í sumarbústað í Grímsnesi. Þeim hefur reynst erfitt að fá að komast að heimili sínu sem er á hættusvæði. Hún er með hnút í maganum varðandi framtíðina. Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Hefði aldrei séð þetta fyrir „Við vorum bara að koma núna. Við vorum loksins að fá að vita að við mættum fara,“ segir Kristín Arnberg í bílaröðinni við Grindavík í samtali við fréttastofu. „Við erum semsagt í rauða hverfinu. Biðum í þessu kaosi hérna á Suðurstrandarveginum í gær. Við erum austur í sveit í sumarbústað, fimmtán manna fjölskylda. Við reyndum að komast heim og þá var okkur bara snúið við.“ Í gær? „Já. Þannig að í morgun er ég búin að vera allan tímann í símanum að reyna að fá einhver svör. Af því að við fórum á föstudaginn og ætluðum bara að vera helgina. Tókum ekkert með okkur. Okkur vantar náttúrulega að komast heim að sækja föt og lyf. En þetta er náttúrulega svakalegt. Þetta er bara ástand sem maður hefði náttúrulega aldrei dottið í hug að maður ætti eftir að standa í.“ Verður að komast alla leið Nú er löng röð núna, áttu von á því að þú komist í dag? „Annars missi ég bara þetta litla sem ég á eftir af geðheilsunni held ég. Þannig að, mér finnst þetta bara...og að fólk skuli fá að fara tvisvar, þrisvar, að ná í heima hjá sér, en svo eru sumir, eins og við og ég þurfti að vera í símanum í allan morgun og loksins var mér tjáð að við kæmum hingað. Ég ætla bara að vona að ég komist alla leið og geti náð í það sem mig vantar.“ Hvernig líður þér með það að fá loksins að komast og sjá húsið? „Ég náttúrulega er með hnút í maganum. ég veit ekkert hverju ég á von. En maður vonar það besta. Ég held ég eigi heima í góðu húsi,“ segir Kristín hlæjandi. Hún segir son sinn hafa kíkt á gluggana hjá sér í gær og ekki séð betur en að húsið væru í góðu standi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa Grindvíkingar fengið að sækja nauðsynjar til síns heima í dag, þriðja daginn í röð. Einhverjir íbúar hafa kvartað undan skipulagsleysi og hafa margir þurft að bíða lengi. Hefði aldrei séð þetta fyrir „Við vorum bara að koma núna. Við vorum loksins að fá að vita að við mættum fara,“ segir Kristín Arnberg í bílaröðinni við Grindavík í samtali við fréttastofu. „Við erum semsagt í rauða hverfinu. Biðum í þessu kaosi hérna á Suðurstrandarveginum í gær. Við erum austur í sveit í sumarbústað, fimmtán manna fjölskylda. Við reyndum að komast heim og þá var okkur bara snúið við.“ Í gær? „Já. Þannig að í morgun er ég búin að vera allan tímann í símanum að reyna að fá einhver svör. Af því að við fórum á föstudaginn og ætluðum bara að vera helgina. Tókum ekkert með okkur. Okkur vantar náttúrulega að komast heim að sækja föt og lyf. En þetta er náttúrulega svakalegt. Þetta er bara ástand sem maður hefði náttúrulega aldrei dottið í hug að maður ætti eftir að standa í.“ Verður að komast alla leið Nú er löng röð núna, áttu von á því að þú komist í dag? „Annars missi ég bara þetta litla sem ég á eftir af geðheilsunni held ég. Þannig að, mér finnst þetta bara...og að fólk skuli fá að fara tvisvar, þrisvar, að ná í heima hjá sér, en svo eru sumir, eins og við og ég þurfti að vera í símanum í allan morgun og loksins var mér tjáð að við kæmum hingað. Ég ætla bara að vona að ég komist alla leið og geti náð í það sem mig vantar.“ Hvernig líður þér með það að fá loksins að komast og sjá húsið? „Ég náttúrulega er með hnút í maganum. ég veit ekkert hverju ég á von. En maður vonar það besta. Ég held ég eigi heima í góðu húsi,“ segir Kristín hlæjandi. Hún segir son sinn hafa kíkt á gluggana hjá sér í gær og ekki séð betur en að húsið væru í góðu standi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21 Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44 „Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Aldrei séð slíkar skemmdir með eigin augum Erlendir fréttamenn við Grindavík sem fréttastofa tók tali segjast aldrei hafa orðið vitni að slíkum atburðum áður. Mikill áhugi sé á atburðunum utan landsteinanna. Bæta mætti upplýsingagjöf. 15. nóvember 2023 14:21
Krefst tafarlausrar frystingar lána Grindvíkinga vaxtalaust Grindvíkingurinn Sigríður María Eyþórsdóttir, kirkjuvörður í Grindavíkurkirkju, skrifar viðhorfspistil þar sem hún krefur meðal annarra lánastofnanir og Alþingi til að nýta sér ekki neyð Grindvíkinga. 15. nóvember 2023 13:44
„Þetta tekur mjög á“ Anna Lára Guðnadóttir freistar þess að komast inn til Grindavíkur að sækja muni fyrir systur sína. Hún er kvíðin og stressuð að sjá hvert ástandið á húsinu er. Systir hennar fór út úr húsinu allslaus á föstudag. 15. nóvember 2023 12:59