„Alls konar blessanir í slæmu hlutunum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 07:00 Útvarpsmaðurinn, markaðsstjórinn og tónlistarmaðurinn Axel Birgisson ræddi við blaðamann um uppeldið á Ólafsfirði, ferilinn, krabbameinsgreininguna og nýja sýn á lífið. Vísir/Dóra Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson sér glasið hálf fullt í lífinu og er gjarnan lýst sem miklum stemningsmanni. Lífið tók skarpa U-beygju í sumar þegar Axel greindist með illkynja æxli en hann segir lífsreynsluna hafa kennt sér heilmikið. Blaðamaður settist niður með Axel og ræddi við hann um lífið, ferilinn, tónlistina, ástina, vináttuna og margt fleira. Sveitastrákur sem langaði að verða stórt nafn Axel Birgisson hefur verið fastur liður á útvarpsstöðinni FM957 á laugardögum þar sem hann heldur uppi útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Hann er alinn upp á Ólafsfirði en fluttist í bæinn á unglingsárunum. „Ég er pínu athyglissjúkur og mig langaði alltaf að verða eitthvað þekkt nafn. Ég er búinn að taka einhver skref í áttina að því í seinni tíð. En í grunninn er ég sveitastrákur.“ Axel lýsir sér sem sveitastráki í grunninn og heldur góðri tengingu við heimabæ sinn í Ólafsfirði.Aðsend Axel segist hafa verið rifinn upp með rótum um fjórtán ára aldur og fluttist suður með fjölskyldu sinni. Það hafi verið krefjandi en þó virkilega skemmtilegt og í dag sé hann mjög þakklátur fyrir það. „Það var svolítið áhugavert því maður kom til Reykjavíkur sem svona óskrifað blað. Eins og allir þekkja gerir maður gjarnan mikið af kjánalegum mistökum í blábyrjun unglingsáranna en þarna fékk ég tækifæri til að skilja það eftir. Nú gæti ég kannski frekar prófað að vera öðruvísi týpa. Það er gott að fá að demba sér í djúpu laugina á þessum aldri og fá þetta frelsi til að hugsa hver er ég og hver er sú manneskja sem ég vil verða? Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa búið á Ólafsfirði, fer enn reglulega norður og sé alveg fyrir mér að ala upp barn í smábæ. En ég er líka þakklátur fyrir að hafa þurft að upplifa eitthvað glænýtt. Annars myndi ég segja að það væru svona 90% líkur á að ég væri sjómaður í dag eins og langflestir þar.“ Hann segir að sjómennskan hafi þó aldrei verið stefnan hjá honum. Hann hafi alltaf hugsað um að heimurinn væri stærri en uppeldisbærinn. „Ég horfði á sjálfan mig sem einhverja stjörnu og mig langaði alltaf að verða eitthvað nafn. Frá blautu barnsbeini hef ég ætlað að verða eitthvað rosalegt.“ Axel segist alla tíð hafa hugsað stórt.Aðsend Elskar að láta fólk hlæja Axel tók þátt í leikritum á Ólafsfirði í æsku og fann fljótt að hann hefði gaman að því að koma fólki til þess að hlæja. „Að sjá að það er einhver sem horfir á mig og segir að ég hafi gert kannski eina mínútu af lífinu skemmtilegri en hún átti að vera. Ég elska það. Þess vegna er maður svona mikill karakter í útvarpinu og í tónlistinni, sem er nýlegt verkefni hjá mér.“ Á unglingsárunum var Axel fljótur að finna sig. „Ég var fótboltastrákur og var fljótur að eignast vini. Maður var með smá dulúð yfir sér og það var svolítið sérkenni að koma úr sveitinni. Sjálfstraustið mitt hefur alltaf verið í gegnum þakið og ég hef alltaf verið bara ég, það er enginn að fara að rugla í því. Þegar ég flutti suður ákvað ég til dæmis að prófa alls konar klippingar. Ég mætti alltaf bara í skólann með kassann út og sagði að þetta væri bara klippingin. Svo nokkrum vikum síðar voru kannski fleiri komnir með þessa klippingu. Ég hef ekki allavega enn hitt neinn sem tekst að brjóta niður sjálfstraustið hjá mér,“ segir Axel og hlær. Axel segist ekki missa svefn yfir áliti annarra og hefur sjálfstraustið alltaf verið öflugt hjá honum.Vísir/Dóra Einnar konu maður Hann segist vera alinn upp af gamla skólanum og var sjö ára gamall farinn að sópa gólf og negla dekk á bifvélaverkstæði föðurs síns. Hann segir foreldra sína styðja fast við bakið á sér og þau hafi kennt honum sín mikilvægustu gildi. „Ég er alinn upp við það að eiga að vera góður maður, að geta alltaf horft til baka og verið stoltur af mér. Foreldrar mínir eru búin að vera gift í rúm 30 ár og ég er einnar konu maður, er búinn að vera með Dagnýju minni sem er einnig frá Ólafsfirði í 15 ár og við erum trúlofuð núna. Þvílík forréttindi að fá að eyða lífinu með henni. Ég held í þessi gildi og þau skipta mig máli, þau eru hluti af því hver ég er. Ég fór ekki í gegnum tímabil þar sem ég þurfti að finna sjálfan mig og flakka á milli stelpna.“ Eins og áður segir er Axel hluti af útvarpsþættinum Brodies sem samanstendur af vinahópi sem Axel varð hluti af 2015. Á þeim tíma stunduðu strákarnir bæjarlífið og var Axel yfirbarþjónn á skemmtistaðnum B5. „Það er fyndið að hugsa til baka því þetta var frekar galið og maður var nánast upp á hverja einustu helgi á laugardögum í bænum á B5 í þrjú eða fjögur ár. Í Covid breyttist þetta svo og Covid er í raun það besta sem hefur komið fyrir þennan vinahóp. Annars værum við örugglega enn þarna helgi eftir helgi stöðugt á djamminu. Sem betur fer lokaði allt saman og maður tók skref til baka.“ Þróuðust í rétta átt sökum Covid Á þessum tíma var Axel að vinna í pípulagninum. „Ég hef aldrei almennilega vitað hvað ég ætla að gera vinnulega séð. Ég hef alltaf bara hugsað mig langar að verða eitthvað. Ég var yfirbarþjónn á B5 og sá um daglegan rekstur, fór svo að vinna í malbiki og þá er ég kominn í pípulagningar. Í dag er ég markaðsstjóri Pizzunnar. Þannig að þetta er búið að vera svolítið skrýtin vegferð.“ Freyr Friðfinnsson er með Axel í útvarpsþáttunum Brodies og einn af hans allra bestu vinum.Aðsend Í Covid voru Axel og Freyr, annar meðlimur í Brodies, duglegir að fara á kaffihús og ræða hvað þeir gætu gert sniðugt. „Þá kom upp þessi hugmynd. Hvernig getum við hist á laugardögum, haft gaman og mögulega fengið borgað fyrir það? Ég hef alltaf verið öruggur á því að ég geti búið til eitthvað sem fólki finnst fyndið og skemmtilegt. Þannig að mig langaði að fara í útvarpið. Við ákváðum að vaða bara í þetta og Kristófer Acox og Björn Kristjánsson voru til í að vera með. Bjössi þekkti til hjá 101 og þannig byrjaði þetta að rúlla.“ Vilja alls ekki vera með karlrembu Axel segir að lykilatriðið sé hvað strákarnir eru góðir vinir því þannig verður andrúmsloftið alltaf þægilegt, afslappað og skemmtilegt og flæðið gott. Þeir byrjuðu á að vera með nokkra þætti á Útvarp 101 fyrir rúmum þremur árum áður en þeir færðu sig yfir á FM957. Axel segir að Brodies leggi upp úr því að vera lausir við alla karlrembu í útvarpinu.Aðsend Að sögn Axels hafa þættirnir þróast heilmikið og hefur ferlið verið bæði lærdómsríkt og skemmtilegt. Hann finni sömuleiðis fyrir góðum hópi Brodies stuðningsmanna. „Það er gríðarlega mikið úthugsað hjá okkur að þetta sé ekki karlrembudót. Það eru margir sem misskilja Brodies og halda að við séum brjálaðar karlrembur. Sem er alls ekki málið. Við höfum aldrei nokkurn tíma farið inn á nein viðkvæm málefni og við erum alltaf stuðningsmeginn í réttindum. En við reynum alltaf bara að halda í létta stemningu í þáttunum og myndum aldrei tala niður til neins eða vera með einhverja durgastemningu. Skítkast er bara algjör óþarfi.“ Big Sexy verður til Í kjölfarið fæðist karakter sem Axel kallar Big Sexy. „Ég byrjaði að kalla mig þetta í einhverju gríni í þáttunum og nú er þetta bara alveg búið að festast við mig. Fæstir vita hver Axel er ég er bara þekktur sem Big Sexy. Ég fæ að vera algjörlega hinn venjulegi Axel með Dagnýju minni en svo get ég verið ýktari útgáfa af sjálfum mér sem Big Sexy í úvarpinu, tónlistinni og á klúbbunum.“ Axel hefur verið að vinna að tónlist með Jóni Bjarna, sem vann á fyrstu þremur plötum Arons Can. „Hann er snillingur, hefur verið að gera alls konar hljóðmyndir fyrir Brodies og núna unnið lög með bæði mér og Kristó Acox. Ég er einmitt að fara að gefa út lag næsta föstudag sem heitir Main Event. Svo erum við Ingi Bauer að fara að gefa út nýárslag sem heitir 2024 og er í raun um það hvað við ætlum að gera á nýju ári en markmiðin okkar eru frekar léleg. Við erum mjög góðir vinir og það er frábært að vinna með honum.“ Hér má heyra lagið Fokkt á klúbbnum með Big Sexy og Inga Bauer: Klippa: Big Sexy ft. Ingi Bauer - Fokkt á klúbbnum Ný stefna í kjölfar krabbameinsgreiningar Axel greindist með illkynja æxli í sumar og hefur hann endurmetið ýmsa hluti í lífi sínu síðan þá. „Það fer ekki fram hjá neinum að maður sé stemningsmaður. Maður er alveg búinn að sanna það síðustu átta árin. En ég finn að mig langar sem dæmi að minnka það að vera alltaf niðrí bæ. Þetta er alltaf sama dótið og kostar fullt af peningum. Maður er líka að horfa fram á nýja tíma, við Dagný erum að kaupa okkur íbúð og erum farin að huga að barneignum og það eru spennandi tímar framundan. Tónlistin sem maður er að gera kallar þó á að hún sé spiluð á klúbbum þannig að mig langar þá frekar að fara niðrí bæ eða á viðburði með þann tilgang að flytja hana. Heilsan kemur svo vissulega framar öðru og maður fékk heldur betur að upplifa það.“ Langt og flókið ferli Krabbameinsgreiningin var mjög skrýtið ferli að sögn Axels. „Ég fæ að heyra það í maí síðastliðnum að það sé ekki allt með felldu hjá mér. Ég er sumsé með astma og brýt í mér rifbein við það að hósta á meðan ég var að beygja mig niður. Ég endaði með að þurfa að fara í röntgen. Heimilislæknirinn minn fær röntgenmyndirnar sendar og hringir í mig til að segja mér að það sé eitthvað í gangi sem á ekki að vera samkvæmt myndunum, þetta væri ekki venjulegt beinbrot, og að það þyrfti strax að senda mig í einhverjar skoðanir.“ Heilsan er í fyrsta sæti hjá Axel en hann komst nýlega að því hversu mikils virði hún er.Vísir/Dóra Axel tók því með yfirvegun en þurfti að bíða í mánuð til þess að komast í frekari skoðun. „Maður var alltaf með það bak við eyrað að það væri eitthvað skrýtið í gangi og á meðan ég beið var ég bara að jafna mig á rifbeinsbrotinu. Ég fer svo í sýnatöku í lok júní og það var alltaf ljóst að það væru líkur á því að þetta væri slæmt. Svo kemur ekkert út úr sýnatökunni fyrr en í byrjun ágúst og þá var ég eiginlega búinn að afskrifa þetta því það var enginn að hafa samband við mig. Svo 2. ágúst fæ ég tölvupóst, þremur dögum áður en ég á að fara á Þjóðhátíð,“ segir Axel en framundan var stór helgi fyrir hann þar sem hann átti meðal annars að flytja lag á stóra sviðinu með Sprite Zero Klan. „Það var brjáluð Þjóðhátíð fram undan hjá mér og þetta högg kemur bara þremur dögum fyrir: „Þú ert með illkynja æxli sem er beinkrabbamein í rifbeininu.“ Það er sjaldgæft form af beinkrabba því það fer vanalega ekki í lítil bein.“ Ómetanlegur stuðningur frá Dagnýju sinni Hann fékk þá læknatíma 22. ágúst og þurfti því að bíða í þrjár vikur eftir frekari upplýsingum. „Maður er náttúrulega látinn bíða í góða tvo eða þrjá mánuði án þess að vita neitt. En þarna var þetta komið á hreint og ég hélt þessu frekar leyndu fyrst. Ég sagði fjölskyldunni minni frá þessu strax og Dagnýju minni og það var eiginlega erfiðast að segja henni frá þessu. Það var mjög dapurt. Að staðfesta að ég væri með þetta því það var enn líka svo mikil óvissa. Við vissum að þetta væri staðbundið en ég vissi ekki hvort það þýddi lyfjameðferð eða hvað.“ Ást Axels á Dagnýju sinni, eins og hann kallar hana í gegnum allt viðtalið, leynir sér sannarlega ekki. „Ég fann stuðning úr öllum áttum sem hjálpaði mér vissulega mjög mikið en helsti stuðningurinn var auðvitað frá Dagnýju minni. Styrkurinn frá henni gerði mikið fyrir mig í allt sumar og í gegnum þetta allt.“ Axel og unnusta hans Dagný. Dagný rekur hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ en hjúin eru einnig búsett í Mosó.Aðsend Hann býður svo Brodies strákunum í grill til að færa þeim fréttirnar. „Ég vildi segja þeim þetta áður en við færum allir saman á Þjóðhátíð því ég vissi ekkert hvernig þetta myndi brjótast út þegar maður blandar áfengi saman við svona tilfinningar. Það hefði verið ömurlegt að segja þeim þetta eitthvað í glasi í brekkunni. En það var líka svolítið erfitt.“ Ákvað að kýla á Þjóðhátíð Axel segir að þetta hafi þó verið falleg stund og hann hafi fundið frábæran stuðning. „Allir sögðust bara vera með mér alla leið en ég ákvað að fara með þeim á Þjóðhátíð og svo tæki þessi pakki bara við. Ég var ekki tilbúinn að draga mig út og koma með einhverja tilkynningu eða að það væru einhverjar getgátur. Mér leið ekkert verr heilsulega þá, rifbeinið var meira að segja gróið. Það gekk allt mjög vel á Þjóðhátíð, frábær stemning og það var algjör draumur að taka stóra sviðið. Algjörlega geðveikt, toppnum náð sem stemningsmaður.“ Axel segir að toppnum hafi verið náð sem stemningsmaður við það að stíga á stokk á stóra sviðinu á Þjóðhátíð.Aðsend Axel fær í kjölfarið frekari fréttir af krabbameininu sem lofuðu frekar góðu. „Þetta var sumsé staðbundið og það átti að skera mig, þ.e. taka beinið, vöðva, allt sem leiðir í kring og part af brjóstholshimnunni sem er pokinn utan um lungun. Þetta var þokkaleg skurðaðgerð sem ég þurfti að fara í en ég var ekki sendur lyfjameðferð. Aðgerðin gekk vel og eftir minni bestu vitund er ég laus við þetta. Svo er ég næstu fimm árin í reglulegum skoðunum núna þannig að það er fylgst vel með mér.“ Axel í góðra vina hópi á Þjóðhátíð.Aðsend Ekkert tabú að ræða um þetta Axel var frá starfi í einn og hálfan mánuð þar sem hann tók því rólega. „Ég ákveð svo að koma með tilkynningu því þetta var aðeins farið að spyrjast út. Ég sagði strákunum að þeir mættu auðvitað ræða þetta við maka eða fjölskyldu því ég skil alveg að þeir sem eru nálægt mér vilja geta talað við einhvern líka. Þetta hefur jafnmikil áhrif á mína nánustu. En ég var að vanda mig mjög mikið við tilkynninguna. Ég vildi ekki að þetta væri eitthvað clout-chase,“ segir Axel og útskýrir að hann hafi ekki viljað vera að safna like-um og sækjast eftir vorkunn. „Ég hugsaði þó að til dæmis þeir sem hlusta alltaf á Brodies færu að velta fyrir sér hvar ég væri þar sem ég gat ekki verið í þáttunum í einn og hálfan mánuð og ég vildi ekki að strákarnir þyrftu að vera að ljúga. Þetta er heldur ekki felumál. Það er ekkert tabú við þetta. Ég vildi bara koma því frá mér að þetta væri verkefnið sem ég væri að fara að tækla og allur stuðningur væri vel þeginn.“ View this post on Instagram A post shared by AxelBirgis | BigSexy (@axelbirgis) Áttaði sig á því hvað lífið er brothætt Axel er með stórt ör eftir aðgerðina en líður almennt mjög vel, nema þolið er slæmt. „Það er mikið inngrip í svona aðgerð. En svona lífsreynsla opnar augun manns. Maður er náttúrulega búinn að vera eiginlega blindur á brjáluðum stemningsvagni, það kemur alltaf allt í einu helgi eftir síðustu helgi, voða mikið stuð og tíminn flýgur. Þetta er rosa mikil klisja en þarna áttaði ég mig á því að ég væri ekki ósýnilegur. Maður heldur alltaf að það sé ekki séns að eitthvað gerist fyrir mig, ég er með allt á hreinu. Svo kemur þetta og maður áttar sig á því hvað maður er brothættur.“ Hann segist mjög þakklátur fyrir það að þetta hafi farið vel og að það hafi verið hægt að skera þetta burt. „Það var strax komið plan of action og það er fullt af fólki sem getur því miður ekki kallað sig svo heppið.“ Í raun algjör tilviljun að greinast ekki síðar Hann segist enn fremur átta sig á mikilvægu heilsunnar og þess að vera duglegur að fara til læknis. „Ég hafði til dæmis aldrei farið í nein svona tjékk. Ég er 31 árs og það var alltaf svona að læðast aftan að manni hvort maður ætti ekki að láta skoða sig. Það var mjög mikil svona vitundarvakning fyrir mig. Eins og með Dagnýju mína, ég er að hvetja hana til að fara í alls konar skoðanir núna bara til að vera örugg. Ég greinist náttúrulega bara fyrir þá slysni að ég braut í mér rifbein. Þetta krabbamein hefði alveg getað dreift sér ef þetta hefði ekki komið í ljós. Þeir kalla þetta hægvaxandi, kannski hef ég verið með þetta í einhver ár og hefði auðveldlega getað verið með þetta í nokkur ár í viðbót sem hefði þá getað haft mjög skaðleg áhrif. Þannig að það eru alls konar blessanir í slæmu hlutunum sko.“ Hann segir að óvissan hafi verið erfiðust og sömuleiðis að færa fólkinu sínu fréttirnar. „En um leið og ég fékk fréttirnar kom smá eldmóður í mig. Fyrir greininguna í sumar var allt svolítið í bið og ég hugsaði ég er kannski með krabbamein og hvað svo? Ég held að óvissan berji mann mest niður þar sem það er erfitt kannski að geta séð einhvers háttar niðurstöðu hinum megin við göngin.“ Axel segir að um leið og allt var komið á hreint hafi hann fyllst eldmóði við að takast á við þetta verkefni. Vísir/Dóra Krabbamein erfitt orð Axel hefur lært gríðarlega mikið um krabbamein og segist alltaf hafa átt svolítið erfitt með orðið. „Mér finnst krabbamein erfitt orð, ég notaði alltaf að ég væri með illkynja æxli sem yrði fjarlægt og mér fannst það hljóma betur. Það er gríðarlegur drungi yfir þessu orði og maður sér það á viðbrögðum fólks. En ég fékk að fræðast heilan helling um krabbamein í kjölfar þess sem ég greinist og það var mjög hjálpsamlegt. Ég vissi í raun ekkert um krabbamein nema bara það að ég hef verið að styrkja Krabbameinsfélagið lengi.“ Dagarnir fram að greiningunni voru mjög langir að sögn Axels. „Þú bíður bara við símann og getur fengið símtal hvenær sem er. Við fórum með fjölskyldunni til Mallorca í sumar í tveggja vikna frí. Ég fór varla ofan í vatn, ef ég stökk í sjóinn þá bað ég Dagnýju að fylgjast með símanum því það yrði að svara honum. Þannig að það var alveg pínu skrýtið. Því það var alltaf ljóst að þetta væri líklegast eitthvað slæmt. Fyrstu fréttir voru að þetta líti út fyrir að vera illkynja æxli en samt var ekki hægt að staðfesta það þannig að ég varð að bíða. En þetta er þá auðvitað komið í hausinn á þér og hangir þar í tvo og hálfan mánuð. Þetta var mikið stemnings sumar engu að síður. Og það ruglaði alveg smá í hausnum á manni að vera að fara á alls konar skemmtilega staði og viðburði, maður var pínu að ströggla við eigin djöfla á meðan og eiginlega enginn vissi. Það voru bara mamma, pabbi og Dagný sem vissu þetta í tvo mánuði.“ Mjög þroskandi ferli Hann segir að ýmis augnablik frá sumrinu séu honum þó enn kærari. „Ég ákvað að taka hverja upplifun alveg inn. Þetta er mjög þroskandi ferli, ég get ekki sagt annað. Maður er kominn á þann stað að draga aðeins úr þessari gríðarlegu stemningsviðveru, Dagný mín, fjölskyldan mín og heilsan skiptir mann mestu máli. Þannig að það þroskar mann örlítið að þurfa að díla við svona lífsreynslu. Þú áttar þig á að lífið er ekki endalaust. Svo finnur maður svo mikið hvað vinir manns eru verðmætir. Strákarnir í Brodies stóðust svo sannarlega prófið og maður finnur að maður valdi rétta vini í kringum sig. Vinaböndin okkar eru það sterk.“ Hann segist einnig hafa séð hvað það er mikilvægt að hægja á sér. „Daglegt amstur á ekki að vera eins stressandi og það er. Maður er alltaf á ofsa hraða, þarf að vera mættur hingað eða þangað og gera og græja, þetta skiptir svo miklu máli og það er búið að búa til þannig umhverfi að það er alltaf brjálað að gera hjá öllum. Það er svo mikið að gera að þú getur varla tekið upp símann og hringt í mömmu þína til að segja hæ. Um leið og maður fær svona fréttir þá áttar maður sig á því að allt sem var verið að bögga mann með skiptir ekki máli.“ Axel segir að síðastliðnir mánuðir hafi kennt sér margt, þá sérstaklega mikilvægi þess að staldra við í augnablikunum og hvað hann á gott fólk að. Aðsend Stóra klisjan svo skiljanleg Einnig hefur Axel lært máttinn í því að segja stundum nei. „Ef þú tekur aðeins skref til baka nærðu miklu meira að vera í mómentinu og vera þú. Hausinn þinn verður skýrari hvað þetta varðar og maður sér stóra samhengið. Það sem skiptir öllu máli er að þú ert hérna í þessu lífi, á þessari jörðu, umkringdur fólki sem þú elskar og sem elskar þig. Hitt er bara smá leikrit sem er búið að búa til, „allt verður að ganga upp annars er líf mitt búið“. Það er bara ekki þannig. Þannig að þessi reynsla var mjög þroskandi á þann hátt.“ Hann segir að þessi uppgötvun sé í raun stóra klisjan sem meikar svo mikið sens. „Allt sem þú vildir var beint fyrir framan þig, rosaleg klisja. En það er bara svoleiðis. Það eru örugglega mikið af stemningsmönnum sem lesa þetta og eru kannski í sjokki en við það að lenda í svona þá hugsarðu bara lífið öðruvísi. Maður er auðvitað ennþá stemningsmaður, í útvarpinu um helgar í stemningsgírnum og það breytist ekkert. Nú er maður bara farinn að hugsa enn stærra, ég vil gera meira úr þessu, ekki bara verða fullur. Brodies á að verða meira og stærra konsept og tónlistin sömuleiðis. Nú er ég að fara að gefa út fleiri lög því mér finnst það svo gaman og að gigga. Nú allt í einu fór mikið meiri kraftur í það, að setja fókusinn í það að þróast. Í staðinn fyrir að mæta niðrí bæ með strákunum alltaf og vera fullur. Við erum líka bara að fullorðnast. Ég er ekki lengur tvítugur, það er bara þannig,“ segir Axel brosandi að lokum. Krabbamein Tónlist Menning Helgarviðtal FM957 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Sveitastrákur sem langaði að verða stórt nafn Axel Birgisson hefur verið fastur liður á útvarpsstöðinni FM957 á laugardögum þar sem hann heldur uppi útvarpsþættinum Brodies ásamt góðum vinum sínum. Hann er alinn upp á Ólafsfirði en fluttist í bæinn á unglingsárunum. „Ég er pínu athyglissjúkur og mig langaði alltaf að verða eitthvað þekkt nafn. Ég er búinn að taka einhver skref í áttina að því í seinni tíð. En í grunninn er ég sveitastrákur.“ Axel lýsir sér sem sveitastráki í grunninn og heldur góðri tengingu við heimabæ sinn í Ólafsfirði.Aðsend Axel segist hafa verið rifinn upp með rótum um fjórtán ára aldur og fluttist suður með fjölskyldu sinni. Það hafi verið krefjandi en þó virkilega skemmtilegt og í dag sé hann mjög þakklátur fyrir það. „Það var svolítið áhugavert því maður kom til Reykjavíkur sem svona óskrifað blað. Eins og allir þekkja gerir maður gjarnan mikið af kjánalegum mistökum í blábyrjun unglingsáranna en þarna fékk ég tækifæri til að skilja það eftir. Nú gæti ég kannski frekar prófað að vera öðruvísi týpa. Það er gott að fá að demba sér í djúpu laugina á þessum aldri og fá þetta frelsi til að hugsa hver er ég og hver er sú manneskja sem ég vil verða? Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa búið á Ólafsfirði, fer enn reglulega norður og sé alveg fyrir mér að ala upp barn í smábæ. En ég er líka þakklátur fyrir að hafa þurft að upplifa eitthvað glænýtt. Annars myndi ég segja að það væru svona 90% líkur á að ég væri sjómaður í dag eins og langflestir þar.“ Hann segir að sjómennskan hafi þó aldrei verið stefnan hjá honum. Hann hafi alltaf hugsað um að heimurinn væri stærri en uppeldisbærinn. „Ég horfði á sjálfan mig sem einhverja stjörnu og mig langaði alltaf að verða eitthvað nafn. Frá blautu barnsbeini hef ég ætlað að verða eitthvað rosalegt.“ Axel segist alla tíð hafa hugsað stórt.Aðsend Elskar að láta fólk hlæja Axel tók þátt í leikritum á Ólafsfirði í æsku og fann fljótt að hann hefði gaman að því að koma fólki til þess að hlæja. „Að sjá að það er einhver sem horfir á mig og segir að ég hafi gert kannski eina mínútu af lífinu skemmtilegri en hún átti að vera. Ég elska það. Þess vegna er maður svona mikill karakter í útvarpinu og í tónlistinni, sem er nýlegt verkefni hjá mér.“ Á unglingsárunum var Axel fljótur að finna sig. „Ég var fótboltastrákur og var fljótur að eignast vini. Maður var með smá dulúð yfir sér og það var svolítið sérkenni að koma úr sveitinni. Sjálfstraustið mitt hefur alltaf verið í gegnum þakið og ég hef alltaf verið bara ég, það er enginn að fara að rugla í því. Þegar ég flutti suður ákvað ég til dæmis að prófa alls konar klippingar. Ég mætti alltaf bara í skólann með kassann út og sagði að þetta væri bara klippingin. Svo nokkrum vikum síðar voru kannski fleiri komnir með þessa klippingu. Ég hef ekki allavega enn hitt neinn sem tekst að brjóta niður sjálfstraustið hjá mér,“ segir Axel og hlær. Axel segist ekki missa svefn yfir áliti annarra og hefur sjálfstraustið alltaf verið öflugt hjá honum.Vísir/Dóra Einnar konu maður Hann segist vera alinn upp af gamla skólanum og var sjö ára gamall farinn að sópa gólf og negla dekk á bifvélaverkstæði föðurs síns. Hann segir foreldra sína styðja fast við bakið á sér og þau hafi kennt honum sín mikilvægustu gildi. „Ég er alinn upp við það að eiga að vera góður maður, að geta alltaf horft til baka og verið stoltur af mér. Foreldrar mínir eru búin að vera gift í rúm 30 ár og ég er einnar konu maður, er búinn að vera með Dagnýju minni sem er einnig frá Ólafsfirði í 15 ár og við erum trúlofuð núna. Þvílík forréttindi að fá að eyða lífinu með henni. Ég held í þessi gildi og þau skipta mig máli, þau eru hluti af því hver ég er. Ég fór ekki í gegnum tímabil þar sem ég þurfti að finna sjálfan mig og flakka á milli stelpna.“ Eins og áður segir er Axel hluti af útvarpsþættinum Brodies sem samanstendur af vinahópi sem Axel varð hluti af 2015. Á þeim tíma stunduðu strákarnir bæjarlífið og var Axel yfirbarþjónn á skemmtistaðnum B5. „Það er fyndið að hugsa til baka því þetta var frekar galið og maður var nánast upp á hverja einustu helgi á laugardögum í bænum á B5 í þrjú eða fjögur ár. Í Covid breyttist þetta svo og Covid er í raun það besta sem hefur komið fyrir þennan vinahóp. Annars værum við örugglega enn þarna helgi eftir helgi stöðugt á djamminu. Sem betur fer lokaði allt saman og maður tók skref til baka.“ Þróuðust í rétta átt sökum Covid Á þessum tíma var Axel að vinna í pípulagninum. „Ég hef aldrei almennilega vitað hvað ég ætla að gera vinnulega séð. Ég hef alltaf bara hugsað mig langar að verða eitthvað. Ég var yfirbarþjónn á B5 og sá um daglegan rekstur, fór svo að vinna í malbiki og þá er ég kominn í pípulagningar. Í dag er ég markaðsstjóri Pizzunnar. Þannig að þetta er búið að vera svolítið skrýtin vegferð.“ Freyr Friðfinnsson er með Axel í útvarpsþáttunum Brodies og einn af hans allra bestu vinum.Aðsend Í Covid voru Axel og Freyr, annar meðlimur í Brodies, duglegir að fara á kaffihús og ræða hvað þeir gætu gert sniðugt. „Þá kom upp þessi hugmynd. Hvernig getum við hist á laugardögum, haft gaman og mögulega fengið borgað fyrir það? Ég hef alltaf verið öruggur á því að ég geti búið til eitthvað sem fólki finnst fyndið og skemmtilegt. Þannig að mig langaði að fara í útvarpið. Við ákváðum að vaða bara í þetta og Kristófer Acox og Björn Kristjánsson voru til í að vera með. Bjössi þekkti til hjá 101 og þannig byrjaði þetta að rúlla.“ Vilja alls ekki vera með karlrembu Axel segir að lykilatriðið sé hvað strákarnir eru góðir vinir því þannig verður andrúmsloftið alltaf þægilegt, afslappað og skemmtilegt og flæðið gott. Þeir byrjuðu á að vera með nokkra þætti á Útvarp 101 fyrir rúmum þremur árum áður en þeir færðu sig yfir á FM957. Axel segir að Brodies leggi upp úr því að vera lausir við alla karlrembu í útvarpinu.Aðsend Að sögn Axels hafa þættirnir þróast heilmikið og hefur ferlið verið bæði lærdómsríkt og skemmtilegt. Hann finni sömuleiðis fyrir góðum hópi Brodies stuðningsmanna. „Það er gríðarlega mikið úthugsað hjá okkur að þetta sé ekki karlrembudót. Það eru margir sem misskilja Brodies og halda að við séum brjálaðar karlrembur. Sem er alls ekki málið. Við höfum aldrei nokkurn tíma farið inn á nein viðkvæm málefni og við erum alltaf stuðningsmeginn í réttindum. En við reynum alltaf bara að halda í létta stemningu í þáttunum og myndum aldrei tala niður til neins eða vera með einhverja durgastemningu. Skítkast er bara algjör óþarfi.“ Big Sexy verður til Í kjölfarið fæðist karakter sem Axel kallar Big Sexy. „Ég byrjaði að kalla mig þetta í einhverju gríni í þáttunum og nú er þetta bara alveg búið að festast við mig. Fæstir vita hver Axel er ég er bara þekktur sem Big Sexy. Ég fæ að vera algjörlega hinn venjulegi Axel með Dagnýju minni en svo get ég verið ýktari útgáfa af sjálfum mér sem Big Sexy í úvarpinu, tónlistinni og á klúbbunum.“ Axel hefur verið að vinna að tónlist með Jóni Bjarna, sem vann á fyrstu þremur plötum Arons Can. „Hann er snillingur, hefur verið að gera alls konar hljóðmyndir fyrir Brodies og núna unnið lög með bæði mér og Kristó Acox. Ég er einmitt að fara að gefa út lag næsta föstudag sem heitir Main Event. Svo erum við Ingi Bauer að fara að gefa út nýárslag sem heitir 2024 og er í raun um það hvað við ætlum að gera á nýju ári en markmiðin okkar eru frekar léleg. Við erum mjög góðir vinir og það er frábært að vinna með honum.“ Hér má heyra lagið Fokkt á klúbbnum með Big Sexy og Inga Bauer: Klippa: Big Sexy ft. Ingi Bauer - Fokkt á klúbbnum Ný stefna í kjölfar krabbameinsgreiningar Axel greindist með illkynja æxli í sumar og hefur hann endurmetið ýmsa hluti í lífi sínu síðan þá. „Það fer ekki fram hjá neinum að maður sé stemningsmaður. Maður er alveg búinn að sanna það síðustu átta árin. En ég finn að mig langar sem dæmi að minnka það að vera alltaf niðrí bæ. Þetta er alltaf sama dótið og kostar fullt af peningum. Maður er líka að horfa fram á nýja tíma, við Dagný erum að kaupa okkur íbúð og erum farin að huga að barneignum og það eru spennandi tímar framundan. Tónlistin sem maður er að gera kallar þó á að hún sé spiluð á klúbbum þannig að mig langar þá frekar að fara niðrí bæ eða á viðburði með þann tilgang að flytja hana. Heilsan kemur svo vissulega framar öðru og maður fékk heldur betur að upplifa það.“ Langt og flókið ferli Krabbameinsgreiningin var mjög skrýtið ferli að sögn Axels. „Ég fæ að heyra það í maí síðastliðnum að það sé ekki allt með felldu hjá mér. Ég er sumsé með astma og brýt í mér rifbein við það að hósta á meðan ég var að beygja mig niður. Ég endaði með að þurfa að fara í röntgen. Heimilislæknirinn minn fær röntgenmyndirnar sendar og hringir í mig til að segja mér að það sé eitthvað í gangi sem á ekki að vera samkvæmt myndunum, þetta væri ekki venjulegt beinbrot, og að það þyrfti strax að senda mig í einhverjar skoðanir.“ Heilsan er í fyrsta sæti hjá Axel en hann komst nýlega að því hversu mikils virði hún er.Vísir/Dóra Axel tók því með yfirvegun en þurfti að bíða í mánuð til þess að komast í frekari skoðun. „Maður var alltaf með það bak við eyrað að það væri eitthvað skrýtið í gangi og á meðan ég beið var ég bara að jafna mig á rifbeinsbrotinu. Ég fer svo í sýnatöku í lok júní og það var alltaf ljóst að það væru líkur á því að þetta væri slæmt. Svo kemur ekkert út úr sýnatökunni fyrr en í byrjun ágúst og þá var ég eiginlega búinn að afskrifa þetta því það var enginn að hafa samband við mig. Svo 2. ágúst fæ ég tölvupóst, þremur dögum áður en ég á að fara á Þjóðhátíð,“ segir Axel en framundan var stór helgi fyrir hann þar sem hann átti meðal annars að flytja lag á stóra sviðinu með Sprite Zero Klan. „Það var brjáluð Þjóðhátíð fram undan hjá mér og þetta högg kemur bara þremur dögum fyrir: „Þú ert með illkynja æxli sem er beinkrabbamein í rifbeininu.“ Það er sjaldgæft form af beinkrabba því það fer vanalega ekki í lítil bein.“ Ómetanlegur stuðningur frá Dagnýju sinni Hann fékk þá læknatíma 22. ágúst og þurfti því að bíða í þrjár vikur eftir frekari upplýsingum. „Maður er náttúrulega látinn bíða í góða tvo eða þrjá mánuði án þess að vita neitt. En þarna var þetta komið á hreint og ég hélt þessu frekar leyndu fyrst. Ég sagði fjölskyldunni minni frá þessu strax og Dagnýju minni og það var eiginlega erfiðast að segja henni frá þessu. Það var mjög dapurt. Að staðfesta að ég væri með þetta því það var enn líka svo mikil óvissa. Við vissum að þetta væri staðbundið en ég vissi ekki hvort það þýddi lyfjameðferð eða hvað.“ Ást Axels á Dagnýju sinni, eins og hann kallar hana í gegnum allt viðtalið, leynir sér sannarlega ekki. „Ég fann stuðning úr öllum áttum sem hjálpaði mér vissulega mjög mikið en helsti stuðningurinn var auðvitað frá Dagnýju minni. Styrkurinn frá henni gerði mikið fyrir mig í allt sumar og í gegnum þetta allt.“ Axel og unnusta hans Dagný. Dagný rekur hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ en hjúin eru einnig búsett í Mosó.Aðsend Hann býður svo Brodies strákunum í grill til að færa þeim fréttirnar. „Ég vildi segja þeim þetta áður en við færum allir saman á Þjóðhátíð því ég vissi ekkert hvernig þetta myndi brjótast út þegar maður blandar áfengi saman við svona tilfinningar. Það hefði verið ömurlegt að segja þeim þetta eitthvað í glasi í brekkunni. En það var líka svolítið erfitt.“ Ákvað að kýla á Þjóðhátíð Axel segir að þetta hafi þó verið falleg stund og hann hafi fundið frábæran stuðning. „Allir sögðust bara vera með mér alla leið en ég ákvað að fara með þeim á Þjóðhátíð og svo tæki þessi pakki bara við. Ég var ekki tilbúinn að draga mig út og koma með einhverja tilkynningu eða að það væru einhverjar getgátur. Mér leið ekkert verr heilsulega þá, rifbeinið var meira að segja gróið. Það gekk allt mjög vel á Þjóðhátíð, frábær stemning og það var algjör draumur að taka stóra sviðið. Algjörlega geðveikt, toppnum náð sem stemningsmaður.“ Axel segir að toppnum hafi verið náð sem stemningsmaður við það að stíga á stokk á stóra sviðinu á Þjóðhátíð.Aðsend Axel fær í kjölfarið frekari fréttir af krabbameininu sem lofuðu frekar góðu. „Þetta var sumsé staðbundið og það átti að skera mig, þ.e. taka beinið, vöðva, allt sem leiðir í kring og part af brjóstholshimnunni sem er pokinn utan um lungun. Þetta var þokkaleg skurðaðgerð sem ég þurfti að fara í en ég var ekki sendur lyfjameðferð. Aðgerðin gekk vel og eftir minni bestu vitund er ég laus við þetta. Svo er ég næstu fimm árin í reglulegum skoðunum núna þannig að það er fylgst vel með mér.“ Axel í góðra vina hópi á Þjóðhátíð.Aðsend Ekkert tabú að ræða um þetta Axel var frá starfi í einn og hálfan mánuð þar sem hann tók því rólega. „Ég ákveð svo að koma með tilkynningu því þetta var aðeins farið að spyrjast út. Ég sagði strákunum að þeir mættu auðvitað ræða þetta við maka eða fjölskyldu því ég skil alveg að þeir sem eru nálægt mér vilja geta talað við einhvern líka. Þetta hefur jafnmikil áhrif á mína nánustu. En ég var að vanda mig mjög mikið við tilkynninguna. Ég vildi ekki að þetta væri eitthvað clout-chase,“ segir Axel og útskýrir að hann hafi ekki viljað vera að safna like-um og sækjast eftir vorkunn. „Ég hugsaði þó að til dæmis þeir sem hlusta alltaf á Brodies færu að velta fyrir sér hvar ég væri þar sem ég gat ekki verið í þáttunum í einn og hálfan mánuð og ég vildi ekki að strákarnir þyrftu að vera að ljúga. Þetta er heldur ekki felumál. Það er ekkert tabú við þetta. Ég vildi bara koma því frá mér að þetta væri verkefnið sem ég væri að fara að tækla og allur stuðningur væri vel þeginn.“ View this post on Instagram A post shared by AxelBirgis | BigSexy (@axelbirgis) Áttaði sig á því hvað lífið er brothætt Axel er með stórt ör eftir aðgerðina en líður almennt mjög vel, nema þolið er slæmt. „Það er mikið inngrip í svona aðgerð. En svona lífsreynsla opnar augun manns. Maður er náttúrulega búinn að vera eiginlega blindur á brjáluðum stemningsvagni, það kemur alltaf allt í einu helgi eftir síðustu helgi, voða mikið stuð og tíminn flýgur. Þetta er rosa mikil klisja en þarna áttaði ég mig á því að ég væri ekki ósýnilegur. Maður heldur alltaf að það sé ekki séns að eitthvað gerist fyrir mig, ég er með allt á hreinu. Svo kemur þetta og maður áttar sig á því hvað maður er brothættur.“ Hann segist mjög þakklátur fyrir það að þetta hafi farið vel og að það hafi verið hægt að skera þetta burt. „Það var strax komið plan of action og það er fullt af fólki sem getur því miður ekki kallað sig svo heppið.“ Í raun algjör tilviljun að greinast ekki síðar Hann segist enn fremur átta sig á mikilvægu heilsunnar og þess að vera duglegur að fara til læknis. „Ég hafði til dæmis aldrei farið í nein svona tjékk. Ég er 31 árs og það var alltaf svona að læðast aftan að manni hvort maður ætti ekki að láta skoða sig. Það var mjög mikil svona vitundarvakning fyrir mig. Eins og með Dagnýju mína, ég er að hvetja hana til að fara í alls konar skoðanir núna bara til að vera örugg. Ég greinist náttúrulega bara fyrir þá slysni að ég braut í mér rifbein. Þetta krabbamein hefði alveg getað dreift sér ef þetta hefði ekki komið í ljós. Þeir kalla þetta hægvaxandi, kannski hef ég verið með þetta í einhver ár og hefði auðveldlega getað verið með þetta í nokkur ár í viðbót sem hefði þá getað haft mjög skaðleg áhrif. Þannig að það eru alls konar blessanir í slæmu hlutunum sko.“ Hann segir að óvissan hafi verið erfiðust og sömuleiðis að færa fólkinu sínu fréttirnar. „En um leið og ég fékk fréttirnar kom smá eldmóður í mig. Fyrir greininguna í sumar var allt svolítið í bið og ég hugsaði ég er kannski með krabbamein og hvað svo? Ég held að óvissan berji mann mest niður þar sem það er erfitt kannski að geta séð einhvers háttar niðurstöðu hinum megin við göngin.“ Axel segir að um leið og allt var komið á hreint hafi hann fyllst eldmóði við að takast á við þetta verkefni. Vísir/Dóra Krabbamein erfitt orð Axel hefur lært gríðarlega mikið um krabbamein og segist alltaf hafa átt svolítið erfitt með orðið. „Mér finnst krabbamein erfitt orð, ég notaði alltaf að ég væri með illkynja æxli sem yrði fjarlægt og mér fannst það hljóma betur. Það er gríðarlegur drungi yfir þessu orði og maður sér það á viðbrögðum fólks. En ég fékk að fræðast heilan helling um krabbamein í kjölfar þess sem ég greinist og það var mjög hjálpsamlegt. Ég vissi í raun ekkert um krabbamein nema bara það að ég hef verið að styrkja Krabbameinsfélagið lengi.“ Dagarnir fram að greiningunni voru mjög langir að sögn Axels. „Þú bíður bara við símann og getur fengið símtal hvenær sem er. Við fórum með fjölskyldunni til Mallorca í sumar í tveggja vikna frí. Ég fór varla ofan í vatn, ef ég stökk í sjóinn þá bað ég Dagnýju að fylgjast með símanum því það yrði að svara honum. Þannig að það var alveg pínu skrýtið. Því það var alltaf ljóst að þetta væri líklegast eitthvað slæmt. Fyrstu fréttir voru að þetta líti út fyrir að vera illkynja æxli en samt var ekki hægt að staðfesta það þannig að ég varð að bíða. En þetta er þá auðvitað komið í hausinn á þér og hangir þar í tvo og hálfan mánuð. Þetta var mikið stemnings sumar engu að síður. Og það ruglaði alveg smá í hausnum á manni að vera að fara á alls konar skemmtilega staði og viðburði, maður var pínu að ströggla við eigin djöfla á meðan og eiginlega enginn vissi. Það voru bara mamma, pabbi og Dagný sem vissu þetta í tvo mánuði.“ Mjög þroskandi ferli Hann segir að ýmis augnablik frá sumrinu séu honum þó enn kærari. „Ég ákvað að taka hverja upplifun alveg inn. Þetta er mjög þroskandi ferli, ég get ekki sagt annað. Maður er kominn á þann stað að draga aðeins úr þessari gríðarlegu stemningsviðveru, Dagný mín, fjölskyldan mín og heilsan skiptir mann mestu máli. Þannig að það þroskar mann örlítið að þurfa að díla við svona lífsreynslu. Þú áttar þig á að lífið er ekki endalaust. Svo finnur maður svo mikið hvað vinir manns eru verðmætir. Strákarnir í Brodies stóðust svo sannarlega prófið og maður finnur að maður valdi rétta vini í kringum sig. Vinaböndin okkar eru það sterk.“ Hann segist einnig hafa séð hvað það er mikilvægt að hægja á sér. „Daglegt amstur á ekki að vera eins stressandi og það er. Maður er alltaf á ofsa hraða, þarf að vera mættur hingað eða þangað og gera og græja, þetta skiptir svo miklu máli og það er búið að búa til þannig umhverfi að það er alltaf brjálað að gera hjá öllum. Það er svo mikið að gera að þú getur varla tekið upp símann og hringt í mömmu þína til að segja hæ. Um leið og maður fær svona fréttir þá áttar maður sig á því að allt sem var verið að bögga mann með skiptir ekki máli.“ Axel segir að síðastliðnir mánuðir hafi kennt sér margt, þá sérstaklega mikilvægi þess að staldra við í augnablikunum og hvað hann á gott fólk að. Aðsend Stóra klisjan svo skiljanleg Einnig hefur Axel lært máttinn í því að segja stundum nei. „Ef þú tekur aðeins skref til baka nærðu miklu meira að vera í mómentinu og vera þú. Hausinn þinn verður skýrari hvað þetta varðar og maður sér stóra samhengið. Það sem skiptir öllu máli er að þú ert hérna í þessu lífi, á þessari jörðu, umkringdur fólki sem þú elskar og sem elskar þig. Hitt er bara smá leikrit sem er búið að búa til, „allt verður að ganga upp annars er líf mitt búið“. Það er bara ekki þannig. Þannig að þessi reynsla var mjög þroskandi á þann hátt.“ Hann segir að þessi uppgötvun sé í raun stóra klisjan sem meikar svo mikið sens. „Allt sem þú vildir var beint fyrir framan þig, rosaleg klisja. En það er bara svoleiðis. Það eru örugglega mikið af stemningsmönnum sem lesa þetta og eru kannski í sjokki en við það að lenda í svona þá hugsarðu bara lífið öðruvísi. Maður er auðvitað ennþá stemningsmaður, í útvarpinu um helgar í stemningsgírnum og það breytist ekkert. Nú er maður bara farinn að hugsa enn stærra, ég vil gera meira úr þessu, ekki bara verða fullur. Brodies á að verða meira og stærra konsept og tónlistin sömuleiðis. Nú er ég að fara að gefa út fleiri lög því mér finnst það svo gaman og að gigga. Nú allt í einu fór mikið meiri kraftur í það, að setja fókusinn í það að þróast. Í staðinn fyrir að mæta niðrí bæ með strákunum alltaf og vera fullur. Við erum líka bara að fullorðnast. Ég er ekki lengur tvítugur, það er bara þannig,“ segir Axel brosandi að lokum.
Krabbamein Tónlist Menning Helgarviðtal FM957 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira