Friðrik Dór söng öll sín bestu lög fyrir áhorfendur og sagði sögurnar á bakvið þau. Þá spilaði Friðrik Dór líka áður óútgefin lög sem hann samdi þegar hann var unglingur.
Í spjalli við Völu Eiríks sagði hann frá því hvernig hann kynntist eiginkonu sinni, söguna á bakvið Iceguys og einnig hvernig karakter hann var sem barn.
Horfa má á tónleikana í spilaranum hér fyrir neðan:
Næstu fjögur fimmtudagskvöld verða tónleikar á dagskrá hér á Vísi, Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni. Alltaf á slaginu 20:00.
Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:
- 2. nóvember: Jóhanna Guðrún
- 9. nóvember: Klara Elías
- 16. nóvember: Friðrik Dór
- 23. nóvember: Una Torfa
- 30. nóvember: Ragga Gísla
- 7. desember: Jónas Sig
- 16. desember: Jólaþáttur með öllum söngvurunum
Myndir frá tónleikunum má sjá hér fyrir neðan:






