Verðlaunaljósmyndari gáttaður á takmörkunum við Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 16:32 Carsten er mögulega einn reyndasti fréttaljósmyndari í heimi. Carsten Peter Verðlaunaljósmyndarinn Carsten Peter, sem myndað hefur náttúruhamfarir um heim allan, er staddur á Íslandi til að mynda atburðina á Reykjanesskaga. Hann kveðst gáttaður á skorti á upplýsingum frá íslenskum stjórnvöldum og takmörkunum gegn fjölmiðlum en honum hefur ekki verið hleypt inn til Grindavíkur og fær engin svör frá lögreglu. Þýski ljósmyndarinn starfar fyrir National Geographic og hefur verið ótal sinnum á vettvangi náttúruhamfara. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir myndir á þeim vettvangi. Ein þeirra er mynd sem hann tók á vettvangi í Manchester í Suður-Dakota árið 2003 þar sem hvirfilbylur lagði bæinn í rúst. Engir fjölmiðlar hafa fengið leyfi til að fara inn á svæðið í Grindavík síðustu daga. Nú er unnið að skipulagi þar sem einn ljósmyndari og einn tökumaður fyrir hönd allra fjölmiðla fá að fara inn á svæðið í stuttan tíma og verður þeim gert að deila efninu með öðrum miðlum. View this post on Instagram A post shared by Carsten Peter (@carstenpeter) Situr aðgerðarlaus „Ég er hér á Íslandi en þetta hefur verið mikið vandamál, ég er að sóa tímanum mínum af því að ég fæ engan aðgang að svæðinu,“ segir Carsten í samtali við Vísi. Hann segir það erfitt þar sem hann sé kominn langt að til að fylgjast með þeim heimsviðburði sem sé að eiga sér stað í Grindavík. „Þau virðast ekki veita erlendum miðlum nein leyfi eða aðgang að svæðinu, sem er afar leitt því ég hef ekki náð að skrásetja það sem á sér stað á svæðinu,“ segir Carsten. Hann rifjar upp að þegar hann hafi verið viðstaddur slíka atburði, til að mynda á Havaí árið 2008 þegar þar gaus í Kīlauea eldfjalli, hafi hann fengið leyfi til að skrásetja söguna innan hættusvæðisins gegn því að aðstoða viðbragðsaðila. „Sem var bara ótrúlega gefandi. Við aðstoðuðum mjög marga, meðal annars konu sem vildi bjarga píanóinu sínu úr húsinu sínu áður en að það yrði hrauni að bráð. Meira að segja lögreglan og herinn vildu ekki aðstoða hana en við gátum aðstoðað hana. Henni var alveg sama um húsið sitt en vildi bjarga píanóinu. Hún settist niður eftir að við höfðum bjargað því og fór að spila á píanóið. Þetta var mögnuð stund. Þremur dögum síðar var húsið hennar horfið í hraun.“ Carsten segist hafa séð margt á löngum ferli. Hann rifjar upp að íbúi á Havaí hafi í sama gosi verið sagt að hann gæti yfirgefið húsið og þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af eigum sínum. Það hafi ekki reynst rétt og íbúinn horfði á eftir öllum eigum sínum fara undir hraun. View this post on Instagram A post shared by Carsten Peter (@carstenpeter) Fékk aldrei nein svör frá lögreglunni Carsten segir viðmótið öðruvísi á Íslandi en annars staðar þar sem hann hafi farið á vettvang hamfara. Annars staðar þyki það skipta miklu máli að skilmerkilega sé greint frá atburðunum, bæði til þess að heimsbyggðin átti sig á því hvað sé um að vera en ekki síður fyrir framtíðina. „Ég mætti á miðvikudag og ætlaði mér að fara strax til Grindavíkur. Ég var með blaðamannaskírteinið mitt en var sagt á lokunarpóstinum að ég yrði að tala við lögregluna. Þeir gáfu mér netfang og ég sendi tölvupóst sem ég fékk svo aldrei svar við. Ég fékk ritstjórann líka með mér í lið sem sendi líka tölvupóst en hann fékk heldur engin svör.“ Hefurðu fengið einhverjar upplýsingar um hvort þú fáir að fara inn á svæðið? „Nei. Hingað til hafa viðbragðsaðilar á lokunarpóstunum meinað mér að fara inn án sérstaks leyfis. Sem ég hef ekki fengið af því að tölvupóstunum hefur ekki verið svarað og aðrar leiðir hafa ekki gengið hingað til.“ Heimssögulegur viðburður Carsten er nú staddur í Keflavík og segist vonast til þess að fá að mynda svæðið áður en hann fer af landi brott. Ef ekkert breytist fer Carsten aftur heim næstkomandi miðvikudag. „Þetta er afar leitt, af því að þetta er heimssögulegur viðburður. Það er nauðsynlegt að greina frá honum og ég er auðvitað fyrst og fremst ánægður með að íbúar fái að fara inn og ná í nauðsynjar sínar. En það er mikilvægt að skrásetja þetta, hvað er að gerast þarna og ég held að það sé ekki þörf á því að vera svo ströng,“ segir Carsten. „En ef það fer að gjósa þá er það öðruvísi. Þá eru líkurnar á hættu mun meiri, þó að þeir viti núna auðvitað ekki hvað gerist eða hvenær það mun gerast en fyrst þeir hleypa inn íbúum þá hlýtur að vera hægt að hleypa fjölmiðlafólki þangað. Ég hef mikla reynslu af slíku og af eldgosum almennt og finnst afar svekkjandi að fá ekki að sinna mínu starfi.“ Carsten hefur marga fjöruna sopið. Hér lýsir hann gangi mála við Nyiragongo eldfjallið í Kongó þegar það gaus árið 2002. Carsten segist fyrst og fremst hugsa um Grindavík. Það sé mikil óvissa um það hvað gerist næst og því sé enn nauðsynlegra að segja frá því. „Við vitum ekki hvað verður um Grindavík. Ég hugsa mikið til íbúanna og vona að þetta fari allt saman vel, ef það kemur til gos. En það verður að segja frá þessu og skrásetja það sem er að eiga sér stað þarna.“ Saga Grindvíkinga skipti máli Telurðu að þessar takmarkanir hafi áhrif á þekkingu almennings ytra um það sem er að eiga sér stað þarna? „Ég held það klárlega. Það er fullt af fólki sem hefur litla eða enga reynslu af eldgosum. Eins og heima í Þýskalandi, þar eru örfá eldfjöll, sem eru ekki virk og það að vera á vettvangi slíkra atburða skiptir máli,“ segir Carsten. Hann segir að þannig átti aðrir en bara Íslendingar sig á því hve alvarlegir atburðir séu hér um að vera. „Að fólk geri sér grein fyrir því að þetta snýst um það hvort hægt verður að byggja bæinn upp aftur, og að þetta snýst Grindvíkinga og sögu þeirra, að þeir eru að lenda í því að öllu lífi þeirra er umturnað.“ Carsten tekur fram að hann skilji vel aðstæður almannavarna. Gæta þurfi öryggis þeirra sem séu á svæðinu og að íbúar eigi að njóta forgangs til að ná í nauðsynjar. „En ég er ekki viss um að aðgangstakmarkanirnar þurfi að vera svo strangar. Það ætti að hleypa fjölmiðlafólki inn,“ segir Carsten. Hann bætir við að það mætti í hið minnsta bæta upplýsingagjöf til erlendra fjölmiðla. „Svo veit maður aldrei hvernig aðstæður breytast, ef það byrjar að gjósa. Þetta verður líklega ekki auðveldara, sumir segja að það gæti orðið auðveldara að fá aðgengi ef það byrjar að gjósa en ég er ekki svo viss. Ég vona að ég fari ekki heim tómhentur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ljósmyndun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þýski ljósmyndarinn starfar fyrir National Geographic og hefur verið ótal sinnum á vettvangi náttúruhamfara. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir myndir á þeim vettvangi. Ein þeirra er mynd sem hann tók á vettvangi í Manchester í Suður-Dakota árið 2003 þar sem hvirfilbylur lagði bæinn í rúst. Engir fjölmiðlar hafa fengið leyfi til að fara inn á svæðið í Grindavík síðustu daga. Nú er unnið að skipulagi þar sem einn ljósmyndari og einn tökumaður fyrir hönd allra fjölmiðla fá að fara inn á svæðið í stuttan tíma og verður þeim gert að deila efninu með öðrum miðlum. View this post on Instagram A post shared by Carsten Peter (@carstenpeter) Situr aðgerðarlaus „Ég er hér á Íslandi en þetta hefur verið mikið vandamál, ég er að sóa tímanum mínum af því að ég fæ engan aðgang að svæðinu,“ segir Carsten í samtali við Vísi. Hann segir það erfitt þar sem hann sé kominn langt að til að fylgjast með þeim heimsviðburði sem sé að eiga sér stað í Grindavík. „Þau virðast ekki veita erlendum miðlum nein leyfi eða aðgang að svæðinu, sem er afar leitt því ég hef ekki náð að skrásetja það sem á sér stað á svæðinu,“ segir Carsten. Hann rifjar upp að þegar hann hafi verið viðstaddur slíka atburði, til að mynda á Havaí árið 2008 þegar þar gaus í Kīlauea eldfjalli, hafi hann fengið leyfi til að skrásetja söguna innan hættusvæðisins gegn því að aðstoða viðbragðsaðila. „Sem var bara ótrúlega gefandi. Við aðstoðuðum mjög marga, meðal annars konu sem vildi bjarga píanóinu sínu úr húsinu sínu áður en að það yrði hrauni að bráð. Meira að segja lögreglan og herinn vildu ekki aðstoða hana en við gátum aðstoðað hana. Henni var alveg sama um húsið sitt en vildi bjarga píanóinu. Hún settist niður eftir að við höfðum bjargað því og fór að spila á píanóið. Þetta var mögnuð stund. Þremur dögum síðar var húsið hennar horfið í hraun.“ Carsten segist hafa séð margt á löngum ferli. Hann rifjar upp að íbúi á Havaí hafi í sama gosi verið sagt að hann gæti yfirgefið húsið og þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af eigum sínum. Það hafi ekki reynst rétt og íbúinn horfði á eftir öllum eigum sínum fara undir hraun. View this post on Instagram A post shared by Carsten Peter (@carstenpeter) Fékk aldrei nein svör frá lögreglunni Carsten segir viðmótið öðruvísi á Íslandi en annars staðar þar sem hann hafi farið á vettvang hamfara. Annars staðar þyki það skipta miklu máli að skilmerkilega sé greint frá atburðunum, bæði til þess að heimsbyggðin átti sig á því hvað sé um að vera en ekki síður fyrir framtíðina. „Ég mætti á miðvikudag og ætlaði mér að fara strax til Grindavíkur. Ég var með blaðamannaskírteinið mitt en var sagt á lokunarpóstinum að ég yrði að tala við lögregluna. Þeir gáfu mér netfang og ég sendi tölvupóst sem ég fékk svo aldrei svar við. Ég fékk ritstjórann líka með mér í lið sem sendi líka tölvupóst en hann fékk heldur engin svör.“ Hefurðu fengið einhverjar upplýsingar um hvort þú fáir að fara inn á svæðið? „Nei. Hingað til hafa viðbragðsaðilar á lokunarpóstunum meinað mér að fara inn án sérstaks leyfis. Sem ég hef ekki fengið af því að tölvupóstunum hefur ekki verið svarað og aðrar leiðir hafa ekki gengið hingað til.“ Heimssögulegur viðburður Carsten er nú staddur í Keflavík og segist vonast til þess að fá að mynda svæðið áður en hann fer af landi brott. Ef ekkert breytist fer Carsten aftur heim næstkomandi miðvikudag. „Þetta er afar leitt, af því að þetta er heimssögulegur viðburður. Það er nauðsynlegt að greina frá honum og ég er auðvitað fyrst og fremst ánægður með að íbúar fái að fara inn og ná í nauðsynjar sínar. En það er mikilvægt að skrásetja þetta, hvað er að gerast þarna og ég held að það sé ekki þörf á því að vera svo ströng,“ segir Carsten. „En ef það fer að gjósa þá er það öðruvísi. Þá eru líkurnar á hættu mun meiri, þó að þeir viti núna auðvitað ekki hvað gerist eða hvenær það mun gerast en fyrst þeir hleypa inn íbúum þá hlýtur að vera hægt að hleypa fjölmiðlafólki þangað. Ég hef mikla reynslu af slíku og af eldgosum almennt og finnst afar svekkjandi að fá ekki að sinna mínu starfi.“ Carsten hefur marga fjöruna sopið. Hér lýsir hann gangi mála við Nyiragongo eldfjallið í Kongó þegar það gaus árið 2002. Carsten segist fyrst og fremst hugsa um Grindavík. Það sé mikil óvissa um það hvað gerist næst og því sé enn nauðsynlegra að segja frá því. „Við vitum ekki hvað verður um Grindavík. Ég hugsa mikið til íbúanna og vona að þetta fari allt saman vel, ef það kemur til gos. En það verður að segja frá þessu og skrásetja það sem er að eiga sér stað þarna.“ Saga Grindvíkinga skipti máli Telurðu að þessar takmarkanir hafi áhrif á þekkingu almennings ytra um það sem er að eiga sér stað þarna? „Ég held það klárlega. Það er fullt af fólki sem hefur litla eða enga reynslu af eldgosum. Eins og heima í Þýskalandi, þar eru örfá eldfjöll, sem eru ekki virk og það að vera á vettvangi slíkra atburða skiptir máli,“ segir Carsten. Hann segir að þannig átti aðrir en bara Íslendingar sig á því hve alvarlegir atburðir séu hér um að vera. „Að fólk geri sér grein fyrir því að þetta snýst um það hvort hægt verður að byggja bæinn upp aftur, og að þetta snýst Grindvíkinga og sögu þeirra, að þeir eru að lenda í því að öllu lífi þeirra er umturnað.“ Carsten tekur fram að hann skilji vel aðstæður almannavarna. Gæta þurfi öryggis þeirra sem séu á svæðinu og að íbúar eigi að njóta forgangs til að ná í nauðsynjar. „En ég er ekki viss um að aðgangstakmarkanirnar þurfi að vera svo strangar. Það ætti að hleypa fjölmiðlafólki inn,“ segir Carsten. Hann bætir við að það mætti í hið minnsta bæta upplýsingagjöf til erlendra fjölmiðla. „Svo veit maður aldrei hvernig aðstæður breytast, ef það byrjar að gjósa. Þetta verður líklega ekki auðveldara, sumir segja að það gæti orðið auðveldara að fá aðgengi ef það byrjar að gjósa en ég er ekki svo viss. Ég vona að ég fari ekki heim tómhentur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ljósmyndun Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira