Öruggari með sjálfa sig en nokkru sinni fyrr Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 07:01 Saga Matthildur sigraði síðustu seríu af Idolinu. Hún ræddi við blaðamann um síðustu mánuði, aukna trú á sjálfri sér, móðurhlutverkið, andlega heilsu og margt fleira. Vísir/Vilhelm „Mér finnst ég sitja betur í sjálfri mér í dag,“ segir tónlistarkonan, Idol stjarnan og nýbakaða móðirin Saga Matthildur. Blaðamaður settist niður með henni og fékk að heyra frá viðburðaríku ári hennar. Súrrealískt og mjög gott rugl Saga Matthildur bar sigur úr býtum í Idol seríunni á Stöð 2 síðastliðinn vetur og segir tímann líða skuggalega hratt. Saga var komin langt á leið með son sinn í lokaþættinum í febrúar og eignaðist hann í maí en hann varð sex mánaða gamall á sunnudaginn. „Eftir að Idolið kláraðist þurfti ég smá að snúa aftur inn í raunveruleikann, halda áfram með skóla og vinnu en svo leið ekki á löngu þar til ég fór í fæðingarorlof.“ Hún segist gjarnan hafa verið spurð hvernig lífið hefði breyst í kjölfar þess að sigra Idolið. „Ég varð öruggari í mér og hafði aðeins meira gaman að öllu. Svo var ég náttúrulega aðallega að hugsa um að ég væri að fara að fæða barn og svona,“ segir Saga og hlær. Hún segir að árið sé sannarlega búið að vera súrrealískt. „Þetta ár er bara búið að vera eitthvað mesta rugl sem ég veit um, sko alveg mjög gott rugl. En mig hefði aldrei órað fyrir því að lífið myndi þróast svona. Ég hefði ekki getað séð þetta fyrir mér. Fyrir akkúrat ári var ég nýbúin að komast að því að ég væri ólétt og það var mikið sjokk. Þetta hljómar kannski kjánalega en ég hefði aldrei trúað því að þetta yrði árið mitt. Svo hefur mér bara aldrei liðið betur en núna.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Sögu Matthildi flytja lagið A Change Is Gonna Come á úrslitakvöldi Idolsins: Þurfti smá andrými eftir barnsburð Hún segist hafa lært ótal margt við móðurhlutverkið en upplifði ákveðinn kvíða á meðgöngunni. „Mér finnst þetta skemmtilegra en ég hélt að mér myndi finnast þetta. Ég var smá kvíðin yfir því að ég væri ekki að fara að standa mig. Ég held að það sé reyndar kannski alveg eðlilegt, að vera stressuð um að eiga erfitt með að tengjast barninu eða ná að standa undir eigin væntingum. Svo bara gekk þetta svona ljómandi vel og það gengur fáránlega vel. Ég er líka mjög heppin með barn, hann er svo góður. Hann er bara alltaf glaður og það er mjög erfitt að vera ekki glaður með honum.“ Saga Matthildur þurfti aðeins að fá rými til að draga sig í hlé eftir Idolið til að takast á við nýja verkefnið, móðurhlutverkið, og átta sig á því hvernig tónlistarkona hún ætlaði sér að verða. „Ég vildi fá smá tíma til að átta mig á því hvað ég vildi gera í framhaldinu. Ég vann auðvitað þennan plötusamning og ég var svolítið að leita að því hvað ég vildi gera með það, hvað ég vildi senda frá mér. Mér fannst það svolítið erfitt á þessum tíma því það var annað í gangi sem var aðeins ofar í huga mér. Mér fannst eins og það væri ótrúlega mikil tímapressa, að ég þyrfti að vera búin að gefa út áður en ég myndi eiga og fór alveg í það að hugsa: Æ ég geri bara eitthvað. En svo fattaði ég auðvitað að ég vildi alls ekki gera bara eitthvað. Ég vil gera það sem ég er ánægð með og ég er sátt með, það sem mig langar að leyfa öðru fólki að heyra. Að þetta sé efni sem segir: Þetta er ég, ég ætla að búa til mína tónlist fyrir ykkur og sjálfa mig. Ég var svolítið að leita að því.“ Saga Matthildur segir að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir sig að gefa sér tíma í að senda frá sér rétta tónlist.Vísir/Vilhelm Hafði áhyggjur af því að hún hefði misst af öldunni Saga Matthildur segist einnig hafa verið upptekin af því að hafa áhyggjur af því hvað það væri sem fólk vildi frá henni. „Ég átti náttúrulega alltaf að hugsa hvað vil ég gera og gera eitthvað sem kemur beint frá mér heldur en að pæla hvað aðrir vilji að ég geri.“ Hún segist hafa þurft að tala sjálfa sig til og gleyma sér ekki í áhyggjum eða efasemdum í eigin garð. „Ég var alltaf svo mikið að drífa mig því ég hélt að fólk myndi gleyma mér. Idolið var búið og ég var ekki að fara að spila hér og þar með nýfætt barn og var því lítið að koma mér á framfæri. Ég er ekkert geggjað góð á samfélagsmiðlum þannig að ég var heldur ekki að auglýsa mig þar á fullu. Þannig að ég datt svolítið í að hugsa æ nei nú er þetta búið, ég er búin að missa af öldunni. Ég var pínu hrædd um að ég væri búin að klúðra þessu af því ég var að fara í annað verkefni og hélt að ég gæti ekki gert bæði. En svo náttúrulega get ég alveg gert bæði, ég þurfti bara að koma mér inn í fyrsta verkefnið almennilega, sem var að eignast barn, og fá að finna aðeins út úr lífinu.“ Í kjölfarið segir Saga Matthildur að hlutirnir hafi þróast í rétta átt hjá sér. „Nú er alls konar efni í vinnslu hjá mér sem ég hef verið að vinna að síðustu mánuði, ég er búin að gefa mér svolítið tíma í að sitja og semja.“ Hún segir gott að geta valið úr góðu safni af lögum sem hún hefur unnið að til þess að platan verði sem best. „Ég er að vinna í ótrúlega skemmtilegum verkefnum sem ég er mjög spennt að leyfa fólki að heyra.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Leiðina heim sem Saga Matthildur sendi frá sér á lokakvöldi Idolsins: Aðeins jákvæðari Saga Matthildur hefur alltaf verið mikil talskona þess að tala opinberlega um andlega heilsu og sækir innblástur gjarnan þangað. Hún segir að það hafi aukist eftir að hafa eignast barn en finnur enn meira fyrir voninni í tónlistinni sinni. „Ég hef alltaf verið mikið að tala um tilfinningar, upplifanir og líðan. Andleg heilsa er langt verkefni hjá mér sem er mér stöðugt ofarlega í huga. Ég hef lengi verið að vinna í því og hef alltaf talað fyrir því hvað það er mikilvægt að hlúa að sjálfri sér. Það er í rauninni ennþá þannig hjá mér í listsköpuninni nema nú hugsa ég meira um það hvernig ég segi frá því. Ef ég er að eiga slæman dag og mér líður ekki rosalega vel þá er ég ekki lengur að hugsa þetta er glatað og lífið sökkar. Hugsunin breytist yfir í: Ég er að eiga ógeðslega erfiðan dag, ég get gert þetta til að hjálpa mér í gegnum hann og þá líður mér kannski betur á morgun. Ég er aðeins jákvæðari, það er kannski best að lýsa því þannig,“ segir Saga og hlær. „Það er aðeins léttara yfir mér og ég vil einmitt að ef sonur minn mun hlusta á þetta einhvern tíma sé þetta ekki of þungt, það má líka vera smá gleði og von í þessu.“ Saga Matthildur segist jákvæðari í dag.Vísir/Vilhelm Talsmaður þess að tjá sig Hún ítrekar þá hversu mikilvægt það er að geta rætt sína líðan. „Ég væri til í að vera talsmaður þess, sérstaklega fyrir unga drengi og karlmenn og bara fyrir alla náttúrulega. Það er bara ótrúlega mikilvægt að geta tjáð tilfinningar sínar og að þekkja þær. Skilja hvernig manni líður, geta sagt frá því og leitað aðstoðar ef það er það sem þarf. Ég mun klárlega leggja mikið upp úr því að kenna honum að það er í lagi að líða alls konar. Stundum líður manni illa og það er allt í lagi, stundum er maður rosalega glaður og það er æði. Allar tilfinningar eiga rétt á sér.“ Saga Matthildur hefur frá því hún man eftir sér notað tónlistina til að skilja sjálfa sig betur. „Ég vil meina að ég hlusta á rosalega fjölbreytta tónlist en ég hef rosa oft fengið spurninguna hvernig tónlist hlustarðu á? Ég get ekki svarað því á afmarkaðan hátt því það fer svo mikið eftir hvernig mér líður, ég hlusta á tónlist eftir líðan og tilfinningum. Tónlistin sem ég hlusta á er algjörlega spegill af því hvernig mér líður hverju sinni. Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvernig ég geti fangað þessar tilfinningar í tónlistinni og hvernig hlustendur geta fundið fyrir því að einhver skilur þá. Það er það sem mig hefur langað til frá því ég var lítil. Að fólk geti hugsað: Það er einhver annar sem tengir við mína líðan. Mig langar að vonin sé til staðar í gegnum tónlistina.“ Saga Matthildur hefur alla tíð notað tónlistina til að skilja sjálfa sig betur. Hún vonast til að eigin tónlist geti nýst öðrum til slíkt hins sama.Vísir/Vilhelm Segir frábært að öskursyngja Hún segir enn fremur að tónlistin sé ómetanleg tilfinningalosun hjá sér. „Mér finnst rosalega gott að öskursyngja, hvort sem það er í bílnum, í sturtu eða bara í göngutúr. Að ná aðeins að losa orku með því að öskursyngja, það er svo frábært.“ Saga segist stolt af því að fylgjast með þróun sinni á síðustu misserum. „Mér finnst ég sitja betur í sjálfri mér. Idolið hjálpaði mér klárlega með það líka, að fá að vera svolítið bara ég. Í Idolinu var svolítið verið að biðja um að ég myndi opna mig og gefa meira af mér en ég get samtímis líka verið ég. Ég er svolítið til baka og svolítið lokuð. Ég er ekki svona sjáiði hér er ég, halló týpan. Og það er allt í lagi. Ég þurfti líka svolítið að standa með mér og átta mig á að ég er líka svona. Þó að ég tjái mig ekki endilega mikið með orðum þá gef ég mig algjörlega alltaf í það þegar ég syng. Hiklaust.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Matthildur (@sagamatthildur) Segir Idolið ómetanlega reynslu Aðspurð hvað henni finnist standa upp úr í Idol reynslunni segist Saga fyrst og fremst ótrúlega glöð að hafa kýlt á það að taka þátt. „Vá, þetta var svo skemmtilegt. Burtséð frá öllu sem ég lærði og gerði þá var þetta bara svo ótrúlega gaman. Að fá að prófa að gera þetta allt. Ég er bara ótrúlega stolt af þessu ferli fyrir sjálfa mig. Ég skráði mig í þetta í smá flippi og var með pressu frá vinum og vandamönnum að gera þetta. Þannig að ég ákvað að kýla á það og hugsaði kannski kemst ég áfram, svo dett ég bara út og það er allt í góðu. Svo var ég einmitt líka ólétt í þessu ferli sem var ekki áætlunin, en þetta spilaði einhvern veginn allt saman yfir í það að núna sit ég bara miklu betur í mér. Ég fann mig svolítið, eins mikil klisja og það er,“ segir Saga hlæjandi og bætir við: „Ég er ekki mikil væmnis-klisju kona en það bara gerðist eitthvað. Ég er núna farin að þora að tala í tíma og heilsa fólki úti á götu, sem ég hefði aldrei þorað eða viljað gera. Ég er slök núna og bara mjög þægileg í mér. Ég aldrei trúað að allt sem hefur gerst á þessu ári myndi gerast. En ég leyfði hlutunum svolítið að gerast, sleppti aðeins takinu. Ég er svolítið stjórnsöm og ákveðin, vil gera hlutina nákvæmlega eins og ég vil gera þá en það er stundum bara í góðu að tileinka sér smá æðruleysi. Þú þarft ekki að stjórna öllu.“ Saga Matthildur segir gott að hafa tileinkað sér örlítið æðruleysi.Vísir/Vilhelm Vill tjá sig í gegnum tónlistina og halda einkalífinu fyrir sig Hún segir þó kærkomið að geta haldið einkalífinu sínu svolítið frá sviðsljósinu og þannig vilji hún hafa þetta. „Mér finnst alveg nógu erfitt að tjá einhverjar tilfinningar þó það sé í tónlist. Af því það er svo sjúklega persónulegt. Mér finnst mjög erfitt að segja mér líður nákvæmlega svona eða ég upplifi þetta. Ég er svolítið stressuð yfir því en það er spennandi líka, að fá að prófa að tjá mig á þennan hátt. Þó ég sé ekki alltaf að gefa af mér á öllum sviðum þá vil ég gefa af mér í gegnum tónlist. Það hentar mér betur. Þegar ég er uppi á sviði finnst mér bara langbest að syngja en svo þegar ég er búin að syngja þá er ég bara búin,“ segir Saga hlæjandi. Vill bíða með að birta myndir af syninum Saga á sem áður segir sex mánaða son og hefur ekki birt neinar myndir af honum á samfélagsmiðlum. „Það er mjög meðvituð ákvörðun hjá mér að sýna ekki myndir af barninu mínu. Mér fannst það best fyrir okkur. Ég vil svolítið stjórna hvað fer út í heiminn af honum. Allavega í smá stund. Bæði fyrir hans hönd og fyrir sjálfa mig. Ég var mjög stressuð og upplifði smá efasemdir í eigin garð um hvernig ég myndi standa mig í þessu hlutverki. Þannig að ég vildi fá að vera smá í friði á meðan ég var að setjast í þetta hlutverk og finna mig. Aðeins að fá að móta sjálfa mig í þetta áður en ég myndi bjóða heiminum inn í það allt. Þannig að ég er búin að fá að vera svolítið að njóta þess með mínum nánustu og þetta er svo ótrúlega skemmtilegt.“ Hún segir að slík ákvörðun sé algjörlega háð hverjum og einum og hún hafi einfaldlega valið það sem henni fannst best fyrir þau. „Eins og við erum búnar að ræða þá er ég smá þannig að ég fíla að hafa mitt persónulega líf út af fyrir mig utan tónlistarinnar. Mér finnst rosa næs að geta fengið að vera heima hjá mér í friði, það er minn heilagi staður. En ég tala auðvitað bara út frá sjálfri mér, allir verða að fá að taka svona ákvörðun út frá sér. Ég fór þessa leið sem hentaði mér.“ Saga Matthildur vildi fá að stíga sín fyrstu skref í móðurhlutverkinu án þess að bjóða heiminum inn í það. Hún hefur notið þess í botn að móta sig í þessu hlutverki með sínum nánustu.Vísir/Vilhelm Spennt fyrir nýrri Idol seríu og smá abbó Samhliða tónlistinni stundar Saga nám við tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og hefur starfað lengi í félagsmiðstöð sem hún segist elska. Þá hafi viðbrögð krakkanna við Idolinu verið mjög krúttleg. „Það var smá fyndið að koma aftur í vinnuna eftir Idolið en ég tók smá leyfi yfir hápunkt Idolsins. Úrslitakvöldið var sýnt á stórum skjá í félagsmiðstöðinni. Ég fékk myndband sent af krökkunum þegar úrslitin voru tilkynnt og þetta er það sætasta sem veit, þetta var svo krúttlegt og verðmætt. Manni þykir svo ofboðslega vænt um þessa krakka. Ég fékk rosa fjölbreytt viðbrögð frá þeim en þau voru almennt mjög forvitin og fannst þetta alveg merkilegt, að ég hafi verið í sjónvarpinu.“ Hún segir ótrúlegt að hugsa til þess að það sé ár liðið frá því að Idolið fór af stað og Saga Matthildur var fyrst kynnt á skjáum landsmanna. Ný sería af Idolinu fer af stað á föstudagskvöldið 24. nóvember. „Ég er svo spennt að horfa á þetta en ég er líka smá abbó. Því þetta var svo skemmtilegt að ég væri til í að gera þetta aftur. En ég get það ekki alveg,“ segir Saga og hlær. Hér má sjá myndband af fyrstu dómaraprufu Sögu í Idolinu: Mikilvægast að hafa gaman að þessu Aðspurð að lokum hvort hún lumi að góðum ráðum fyrir nýjum keppendum svarar Saga: „Að hafa gaman að þessu. Alveg sama hvernig fer, bara hafa gaman og njóta á meðan þetta er. Því þetta er rosa stutt og tíminn flýgur. Það eru ekki allir sem fá að byrja ferilinn í svona spennandi batteríi. Þetta er ótrúlega professional og það er geggjuð reynsla. Ef ég fæ einhvern tíma aftur tækifæri til að flytja tónlist í sjónvarpinu eða á svona stóru sviði þá er ég ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Ég er komin með reynsluna sem er svo verðmætt. Þannig að það er mikilvægt að grípa allt sem er hægt að læra og upplifa og nýta það sem maður fær að gera þarna. Og kynnast öllu þessu fólki sem er að taka þátt, öllu þessu frábæru tónlistarfólki. Vá, þetta var svo skemmtilegt,“ segir Saga enn og aftur skælbrosandi. Saga stefnir á að gefa út tónlist á nýju ári og iðar í skinninu að fá að deila henni með hlustendum. Hún vonast til þess að geta unnið við tónlist um ókomna tíð og haldið áfram að tjá sig með söngnum. „Svo hvet ég bara alla til að syngja sem mest, ég vil meina það að það sé gott fyrir okkur öll að syngja. Það er svo holl tilfinningalosun að syngja, alveg sama hvort þú sért að syngja eitthvað glatt, leitt eða reitt. Tónlistin er svo mögnuð.“ Idol Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“ Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun. 19. febrúar 2023 10:02 Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Saga Matthildur mætt á Íslenska listann Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans. 25. febrúar 2023 17:00 Prufur í Idol eru hafnar Prufur vegna Idol eru hafnar og fara þær næstu fram í Reykjavík um helgina, sunnudaginn 7. maí. Enn er tími til að skrá sig og verða prufur haldnar um land allt í maí. 5. maí 2023 16:12 Idol-stjörnubarnið komið í heiminn Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust frumburð sinn fyrr í mánuðinum. 30. maí 2023 10:03 Idol dómararnir snúa aftur í nýrri þáttaröð Ný þáttaröð af Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og munu dómararnir fjórir frá því síðast snúa aftur á skjáinn. 20. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Súrrealískt og mjög gott rugl Saga Matthildur bar sigur úr býtum í Idol seríunni á Stöð 2 síðastliðinn vetur og segir tímann líða skuggalega hratt. Saga var komin langt á leið með son sinn í lokaþættinum í febrúar og eignaðist hann í maí en hann varð sex mánaða gamall á sunnudaginn. „Eftir að Idolið kláraðist þurfti ég smá að snúa aftur inn í raunveruleikann, halda áfram með skóla og vinnu en svo leið ekki á löngu þar til ég fór í fæðingarorlof.“ Hún segist gjarnan hafa verið spurð hvernig lífið hefði breyst í kjölfar þess að sigra Idolið. „Ég varð öruggari í mér og hafði aðeins meira gaman að öllu. Svo var ég náttúrulega aðallega að hugsa um að ég væri að fara að fæða barn og svona,“ segir Saga og hlær. Hún segir að árið sé sannarlega búið að vera súrrealískt. „Þetta ár er bara búið að vera eitthvað mesta rugl sem ég veit um, sko alveg mjög gott rugl. En mig hefði aldrei órað fyrir því að lífið myndi þróast svona. Ég hefði ekki getað séð þetta fyrir mér. Fyrir akkúrat ári var ég nýbúin að komast að því að ég væri ólétt og það var mikið sjokk. Þetta hljómar kannski kjánalega en ég hefði aldrei trúað því að þetta yrði árið mitt. Svo hefur mér bara aldrei liðið betur en núna.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá Sögu Matthildi flytja lagið A Change Is Gonna Come á úrslitakvöldi Idolsins: Þurfti smá andrými eftir barnsburð Hún segist hafa lært ótal margt við móðurhlutverkið en upplifði ákveðinn kvíða á meðgöngunni. „Mér finnst þetta skemmtilegra en ég hélt að mér myndi finnast þetta. Ég var smá kvíðin yfir því að ég væri ekki að fara að standa mig. Ég held að það sé reyndar kannski alveg eðlilegt, að vera stressuð um að eiga erfitt með að tengjast barninu eða ná að standa undir eigin væntingum. Svo bara gekk þetta svona ljómandi vel og það gengur fáránlega vel. Ég er líka mjög heppin með barn, hann er svo góður. Hann er bara alltaf glaður og það er mjög erfitt að vera ekki glaður með honum.“ Saga Matthildur þurfti aðeins að fá rými til að draga sig í hlé eftir Idolið til að takast á við nýja verkefnið, móðurhlutverkið, og átta sig á því hvernig tónlistarkona hún ætlaði sér að verða. „Ég vildi fá smá tíma til að átta mig á því hvað ég vildi gera í framhaldinu. Ég vann auðvitað þennan plötusamning og ég var svolítið að leita að því hvað ég vildi gera með það, hvað ég vildi senda frá mér. Mér fannst það svolítið erfitt á þessum tíma því það var annað í gangi sem var aðeins ofar í huga mér. Mér fannst eins og það væri ótrúlega mikil tímapressa, að ég þyrfti að vera búin að gefa út áður en ég myndi eiga og fór alveg í það að hugsa: Æ ég geri bara eitthvað. En svo fattaði ég auðvitað að ég vildi alls ekki gera bara eitthvað. Ég vil gera það sem ég er ánægð með og ég er sátt með, það sem mig langar að leyfa öðru fólki að heyra. Að þetta sé efni sem segir: Þetta er ég, ég ætla að búa til mína tónlist fyrir ykkur og sjálfa mig. Ég var svolítið að leita að því.“ Saga Matthildur segir að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir sig að gefa sér tíma í að senda frá sér rétta tónlist.Vísir/Vilhelm Hafði áhyggjur af því að hún hefði misst af öldunni Saga Matthildur segist einnig hafa verið upptekin af því að hafa áhyggjur af því hvað það væri sem fólk vildi frá henni. „Ég átti náttúrulega alltaf að hugsa hvað vil ég gera og gera eitthvað sem kemur beint frá mér heldur en að pæla hvað aðrir vilji að ég geri.“ Hún segist hafa þurft að tala sjálfa sig til og gleyma sér ekki í áhyggjum eða efasemdum í eigin garð. „Ég var alltaf svo mikið að drífa mig því ég hélt að fólk myndi gleyma mér. Idolið var búið og ég var ekki að fara að spila hér og þar með nýfætt barn og var því lítið að koma mér á framfæri. Ég er ekkert geggjað góð á samfélagsmiðlum þannig að ég var heldur ekki að auglýsa mig þar á fullu. Þannig að ég datt svolítið í að hugsa æ nei nú er þetta búið, ég er búin að missa af öldunni. Ég var pínu hrædd um að ég væri búin að klúðra þessu af því ég var að fara í annað verkefni og hélt að ég gæti ekki gert bæði. En svo náttúrulega get ég alveg gert bæði, ég þurfti bara að koma mér inn í fyrsta verkefnið almennilega, sem var að eignast barn, og fá að finna aðeins út úr lífinu.“ Í kjölfarið segir Saga Matthildur að hlutirnir hafi þróast í rétta átt hjá sér. „Nú er alls konar efni í vinnslu hjá mér sem ég hef verið að vinna að síðustu mánuði, ég er búin að gefa mér svolítið tíma í að sitja og semja.“ Hún segir gott að geta valið úr góðu safni af lögum sem hún hefur unnið að til þess að platan verði sem best. „Ég er að vinna í ótrúlega skemmtilegum verkefnum sem ég er mjög spennt að leyfa fólki að heyra.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Leiðina heim sem Saga Matthildur sendi frá sér á lokakvöldi Idolsins: Aðeins jákvæðari Saga Matthildur hefur alltaf verið mikil talskona þess að tala opinberlega um andlega heilsu og sækir innblástur gjarnan þangað. Hún segir að það hafi aukist eftir að hafa eignast barn en finnur enn meira fyrir voninni í tónlistinni sinni. „Ég hef alltaf verið mikið að tala um tilfinningar, upplifanir og líðan. Andleg heilsa er langt verkefni hjá mér sem er mér stöðugt ofarlega í huga. Ég hef lengi verið að vinna í því og hef alltaf talað fyrir því hvað það er mikilvægt að hlúa að sjálfri sér. Það er í rauninni ennþá þannig hjá mér í listsköpuninni nema nú hugsa ég meira um það hvernig ég segi frá því. Ef ég er að eiga slæman dag og mér líður ekki rosalega vel þá er ég ekki lengur að hugsa þetta er glatað og lífið sökkar. Hugsunin breytist yfir í: Ég er að eiga ógeðslega erfiðan dag, ég get gert þetta til að hjálpa mér í gegnum hann og þá líður mér kannski betur á morgun. Ég er aðeins jákvæðari, það er kannski best að lýsa því þannig,“ segir Saga og hlær. „Það er aðeins léttara yfir mér og ég vil einmitt að ef sonur minn mun hlusta á þetta einhvern tíma sé þetta ekki of þungt, það má líka vera smá gleði og von í þessu.“ Saga Matthildur segist jákvæðari í dag.Vísir/Vilhelm Talsmaður þess að tjá sig Hún ítrekar þá hversu mikilvægt það er að geta rætt sína líðan. „Ég væri til í að vera talsmaður þess, sérstaklega fyrir unga drengi og karlmenn og bara fyrir alla náttúrulega. Það er bara ótrúlega mikilvægt að geta tjáð tilfinningar sínar og að þekkja þær. Skilja hvernig manni líður, geta sagt frá því og leitað aðstoðar ef það er það sem þarf. Ég mun klárlega leggja mikið upp úr því að kenna honum að það er í lagi að líða alls konar. Stundum líður manni illa og það er allt í lagi, stundum er maður rosalega glaður og það er æði. Allar tilfinningar eiga rétt á sér.“ Saga Matthildur hefur frá því hún man eftir sér notað tónlistina til að skilja sjálfa sig betur. „Ég vil meina að ég hlusta á rosalega fjölbreytta tónlist en ég hef rosa oft fengið spurninguna hvernig tónlist hlustarðu á? Ég get ekki svarað því á afmarkaðan hátt því það fer svo mikið eftir hvernig mér líður, ég hlusta á tónlist eftir líðan og tilfinningum. Tónlistin sem ég hlusta á er algjörlega spegill af því hvernig mér líður hverju sinni. Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvernig ég geti fangað þessar tilfinningar í tónlistinni og hvernig hlustendur geta fundið fyrir því að einhver skilur þá. Það er það sem mig hefur langað til frá því ég var lítil. Að fólk geti hugsað: Það er einhver annar sem tengir við mína líðan. Mig langar að vonin sé til staðar í gegnum tónlistina.“ Saga Matthildur hefur alla tíð notað tónlistina til að skilja sjálfa sig betur. Hún vonast til að eigin tónlist geti nýst öðrum til slíkt hins sama.Vísir/Vilhelm Segir frábært að öskursyngja Hún segir enn fremur að tónlistin sé ómetanleg tilfinningalosun hjá sér. „Mér finnst rosalega gott að öskursyngja, hvort sem það er í bílnum, í sturtu eða bara í göngutúr. Að ná aðeins að losa orku með því að öskursyngja, það er svo frábært.“ Saga segist stolt af því að fylgjast með þróun sinni á síðustu misserum. „Mér finnst ég sitja betur í sjálfri mér. Idolið hjálpaði mér klárlega með það líka, að fá að vera svolítið bara ég. Í Idolinu var svolítið verið að biðja um að ég myndi opna mig og gefa meira af mér en ég get samtímis líka verið ég. Ég er svolítið til baka og svolítið lokuð. Ég er ekki svona sjáiði hér er ég, halló týpan. Og það er allt í lagi. Ég þurfti líka svolítið að standa með mér og átta mig á að ég er líka svona. Þó að ég tjái mig ekki endilega mikið með orðum þá gef ég mig algjörlega alltaf í það þegar ég syng. Hiklaust.“ View this post on Instagram A post shared by Saga Matthildur (@sagamatthildur) Segir Idolið ómetanlega reynslu Aðspurð hvað henni finnist standa upp úr í Idol reynslunni segist Saga fyrst og fremst ótrúlega glöð að hafa kýlt á það að taka þátt. „Vá, þetta var svo skemmtilegt. Burtséð frá öllu sem ég lærði og gerði þá var þetta bara svo ótrúlega gaman. Að fá að prófa að gera þetta allt. Ég er bara ótrúlega stolt af þessu ferli fyrir sjálfa mig. Ég skráði mig í þetta í smá flippi og var með pressu frá vinum og vandamönnum að gera þetta. Þannig að ég ákvað að kýla á það og hugsaði kannski kemst ég áfram, svo dett ég bara út og það er allt í góðu. Svo var ég einmitt líka ólétt í þessu ferli sem var ekki áætlunin, en þetta spilaði einhvern veginn allt saman yfir í það að núna sit ég bara miklu betur í mér. Ég fann mig svolítið, eins mikil klisja og það er,“ segir Saga hlæjandi og bætir við: „Ég er ekki mikil væmnis-klisju kona en það bara gerðist eitthvað. Ég er núna farin að þora að tala í tíma og heilsa fólki úti á götu, sem ég hefði aldrei þorað eða viljað gera. Ég er slök núna og bara mjög þægileg í mér. Ég aldrei trúað að allt sem hefur gerst á þessu ári myndi gerast. En ég leyfði hlutunum svolítið að gerast, sleppti aðeins takinu. Ég er svolítið stjórnsöm og ákveðin, vil gera hlutina nákvæmlega eins og ég vil gera þá en það er stundum bara í góðu að tileinka sér smá æðruleysi. Þú þarft ekki að stjórna öllu.“ Saga Matthildur segir gott að hafa tileinkað sér örlítið æðruleysi.Vísir/Vilhelm Vill tjá sig í gegnum tónlistina og halda einkalífinu fyrir sig Hún segir þó kærkomið að geta haldið einkalífinu sínu svolítið frá sviðsljósinu og þannig vilji hún hafa þetta. „Mér finnst alveg nógu erfitt að tjá einhverjar tilfinningar þó það sé í tónlist. Af því það er svo sjúklega persónulegt. Mér finnst mjög erfitt að segja mér líður nákvæmlega svona eða ég upplifi þetta. Ég er svolítið stressuð yfir því en það er spennandi líka, að fá að prófa að tjá mig á þennan hátt. Þó ég sé ekki alltaf að gefa af mér á öllum sviðum þá vil ég gefa af mér í gegnum tónlist. Það hentar mér betur. Þegar ég er uppi á sviði finnst mér bara langbest að syngja en svo þegar ég er búin að syngja þá er ég bara búin,“ segir Saga hlæjandi. Vill bíða með að birta myndir af syninum Saga á sem áður segir sex mánaða son og hefur ekki birt neinar myndir af honum á samfélagsmiðlum. „Það er mjög meðvituð ákvörðun hjá mér að sýna ekki myndir af barninu mínu. Mér fannst það best fyrir okkur. Ég vil svolítið stjórna hvað fer út í heiminn af honum. Allavega í smá stund. Bæði fyrir hans hönd og fyrir sjálfa mig. Ég var mjög stressuð og upplifði smá efasemdir í eigin garð um hvernig ég myndi standa mig í þessu hlutverki. Þannig að ég vildi fá að vera smá í friði á meðan ég var að setjast í þetta hlutverk og finna mig. Aðeins að fá að móta sjálfa mig í þetta áður en ég myndi bjóða heiminum inn í það allt. Þannig að ég er búin að fá að vera svolítið að njóta þess með mínum nánustu og þetta er svo ótrúlega skemmtilegt.“ Hún segir að slík ákvörðun sé algjörlega háð hverjum og einum og hún hafi einfaldlega valið það sem henni fannst best fyrir þau. „Eins og við erum búnar að ræða þá er ég smá þannig að ég fíla að hafa mitt persónulega líf út af fyrir mig utan tónlistarinnar. Mér finnst rosa næs að geta fengið að vera heima hjá mér í friði, það er minn heilagi staður. En ég tala auðvitað bara út frá sjálfri mér, allir verða að fá að taka svona ákvörðun út frá sér. Ég fór þessa leið sem hentaði mér.“ Saga Matthildur vildi fá að stíga sín fyrstu skref í móðurhlutverkinu án þess að bjóða heiminum inn í það. Hún hefur notið þess í botn að móta sig í þessu hlutverki með sínum nánustu.Vísir/Vilhelm Spennt fyrir nýrri Idol seríu og smá abbó Samhliða tónlistinni stundar Saga nám við tómstunda-og félagsmálafræði við Háskóla Íslands og hefur starfað lengi í félagsmiðstöð sem hún segist elska. Þá hafi viðbrögð krakkanna við Idolinu verið mjög krúttleg. „Það var smá fyndið að koma aftur í vinnuna eftir Idolið en ég tók smá leyfi yfir hápunkt Idolsins. Úrslitakvöldið var sýnt á stórum skjá í félagsmiðstöðinni. Ég fékk myndband sent af krökkunum þegar úrslitin voru tilkynnt og þetta er það sætasta sem veit, þetta var svo krúttlegt og verðmætt. Manni þykir svo ofboðslega vænt um þessa krakka. Ég fékk rosa fjölbreytt viðbrögð frá þeim en þau voru almennt mjög forvitin og fannst þetta alveg merkilegt, að ég hafi verið í sjónvarpinu.“ Hún segir ótrúlegt að hugsa til þess að það sé ár liðið frá því að Idolið fór af stað og Saga Matthildur var fyrst kynnt á skjáum landsmanna. Ný sería af Idolinu fer af stað á föstudagskvöldið 24. nóvember. „Ég er svo spennt að horfa á þetta en ég er líka smá abbó. Því þetta var svo skemmtilegt að ég væri til í að gera þetta aftur. En ég get það ekki alveg,“ segir Saga og hlær. Hér má sjá myndband af fyrstu dómaraprufu Sögu í Idolinu: Mikilvægast að hafa gaman að þessu Aðspurð að lokum hvort hún lumi að góðum ráðum fyrir nýjum keppendum svarar Saga: „Að hafa gaman að þessu. Alveg sama hvernig fer, bara hafa gaman og njóta á meðan þetta er. Því þetta er rosa stutt og tíminn flýgur. Það eru ekki allir sem fá að byrja ferilinn í svona spennandi batteríi. Þetta er ótrúlega professional og það er geggjuð reynsla. Ef ég fæ einhvern tíma aftur tækifæri til að flytja tónlist í sjónvarpinu eða á svona stóru sviði þá er ég ekki að gera þetta í fyrsta skipti. Ég er komin með reynsluna sem er svo verðmætt. Þannig að það er mikilvægt að grípa allt sem er hægt að læra og upplifa og nýta það sem maður fær að gera þarna. Og kynnast öllu þessu fólki sem er að taka þátt, öllu þessu frábæru tónlistarfólki. Vá, þetta var svo skemmtilegt,“ segir Saga enn og aftur skælbrosandi. Saga stefnir á að gefa út tónlist á nýju ári og iðar í skinninu að fá að deila henni með hlustendum. Hún vonast til þess að geta unnið við tónlist um ókomna tíð og haldið áfram að tjá sig með söngnum. „Svo hvet ég bara alla til að syngja sem mest, ég vil meina það að það sé gott fyrir okkur öll að syngja. Það er svo holl tilfinningalosun að syngja, alveg sama hvort þú sért að syngja eitthvað glatt, leitt eða reitt. Tónlistin er svo mögnuð.“
Idol Tónlist Ástin og lífið Tengdar fréttir „Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“ Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun. 19. febrúar 2023 10:02 Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 Saga Matthildur mætt á Íslenska listann Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans. 25. febrúar 2023 17:00 Prufur í Idol eru hafnar Prufur vegna Idol eru hafnar og fara þær næstu fram í Reykjavík um helgina, sunnudaginn 7. maí. Enn er tími til að skrá sig og verða prufur haldnar um land allt í maí. 5. maí 2023 16:12 Idol-stjörnubarnið komið í heiminn Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust frumburð sinn fyrr í mánuðinum. 30. maí 2023 10:03 Idol dómararnir snúa aftur í nýrri þáttaröð Ný þáttaröð af Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og munu dómararnir fjórir frá því síðast snúa aftur á skjáinn. 20. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Erfitt að vera berskjölduð en ég hef gott af því“ Hin 24 ára gamla Saga Matthildur kom, sá og sigraði Idolið í ár með einstakri rödd sinni og einkennandi dulúð. Frá barnæsku dreymdi hana um að vinna við tónlist en lífið þvældist þó fyrir, sem fékk hana til að missa trúna á sjálfri sér um tíma. Hún hefur nú sigrast á ýmsum hindrunum og er að eigin sögn rétt að byrja. Blaðamaður settist niður með Sögu Matthildi og fékk nánari innsýn í líf hennar og listsköpun. 19. febrúar 2023 10:02
Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45
Saga Matthildur mætt á Íslenska listann Idol stjarnan Saga Matthildur er mætt inn á Íslenska listann á FM957 með Idol lagið Leiðina heim. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 18. sæti listans. 25. febrúar 2023 17:00
Prufur í Idol eru hafnar Prufur vegna Idol eru hafnar og fara þær næstu fram í Reykjavík um helgina, sunnudaginn 7. maí. Enn er tími til að skrá sig og verða prufur haldnar um land allt í maí. 5. maí 2023 16:12
Idol-stjörnubarnið komið í heiminn Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust frumburð sinn fyrr í mánuðinum. 30. maí 2023 10:03
Idol dómararnir snúa aftur í nýrri þáttaröð Ný þáttaröð af Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og munu dómararnir fjórir frá því síðast snúa aftur á skjáinn. 20. ágúst 2023 10:00