Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2023 17:07 Eldgosið í Geldingadölum árið 2021 séð frá Reykjavíkursvæðinu. Gossprungan sem opnaðist við Litla-Hrút síðastliðið sumar var í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá næstu byggð í Hafnarfirði. Vilhelm Gunnarsson Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum. „Ég held að þetta sé byrjunin á margra ára ferli af jarðskorpuhreyfingum. Allavega áratuga, myndi ég giska á,“ segir Haraldur í viðtali við fréttastofuna um umbrotin á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Hann spáir því að fleiri svæði á Reykjanesfjallgarðinum verði virk, allt til Hengils. Hann nefnir sérstaklega Krýsuvík, sem hann segir töluverða eldstöð. „Það má ekki gleyma því að sprungukerfið frá Krýsuvík, það liggur upp í Heiðmörk. Og svo heldurðu áfram til austurs, þá ertu kominn undir Morgunblaðshúsið. Þar eru sprungur alveg í hring, rétt þar hjá. Þetta getur verið virkt svæði, alveg upp í Heiðmörk. Það þarf virkilega að fylgjast vel með því. Svo að höfuðborgarsvæðið, það er viss hætta þar,“ segir eldfjallafræðingurinn og minnir á að þar hafa hraun runnið. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson -Þannig að það er alveg hugsanlegur möguleiki að það komi kvika í sprungu sem liggur undir Hádegismóa? „Já, já. Ég tel það. Það þarf virkilega að kanna það og gera áhættumat á því svæði, öllu svæðinu sem snertir Heiðmörkina.“ -En hvað með Hafnarfjörð og hugmyndir um að byggja flugvöll í Hvassahrauni? Eða Voga á Vatnsleysuströnd og nýbyggingarhverfi í Grindavík? Þarf að endurskoða byggingaráform á svæðum sem þessum? „Já, það er nauðsynlegt að taka sterklega til greina alla áhættuna sem getur stafað af jarðskorpuhreyfingum á þessum svæðum. Og hugsanlegu hraunrennsli. En fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingum,“ svarar Haraldur Sigurðsson. Hér má sjá Harald ræða um hættuna gagnvart höfuðborgarsvæðinu: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Fjallað var um æviferil Haraldar í þættinum Um land allt fyrir átta árum: Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Kópavogur Vogar Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
„Ég held að þetta sé byrjunin á margra ára ferli af jarðskorpuhreyfingum. Allavega áratuga, myndi ég giska á,“ segir Haraldur í viðtali við fréttastofuna um umbrotin á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2 Hann spáir því að fleiri svæði á Reykjanesfjallgarðinum verði virk, allt til Hengils. Hann nefnir sérstaklega Krýsuvík, sem hann segir töluverða eldstöð. „Það má ekki gleyma því að sprungukerfið frá Krýsuvík, það liggur upp í Heiðmörk. Og svo heldurðu áfram til austurs, þá ertu kominn undir Morgunblaðshúsið. Þar eru sprungur alveg í hring, rétt þar hjá. Þetta getur verið virkt svæði, alveg upp í Heiðmörk. Það þarf virkilega að fylgjast vel með því. Svo að höfuðborgarsvæðið, það er viss hætta þar,“ segir eldfjallafræðingurinn og minnir á að þar hafa hraun runnið. Horft yfir í Urriðaholtshverfi í Garðabæ í átt til Heiðmerkur. Hrauntröðin Búrfellsgjá er í fjögurra kílómetra fjarlægð frá byggðinni.Vilhelm Gunnarsson -Þannig að það er alveg hugsanlegur möguleiki að það komi kvika í sprungu sem liggur undir Hádegismóa? „Já, já. Ég tel það. Það þarf virkilega að kanna það og gera áhættumat á því svæði, öllu svæðinu sem snertir Heiðmörkina.“ -En hvað með Hafnarfjörð og hugmyndir um að byggja flugvöll í Hvassahrauni? Eða Voga á Vatnsleysuströnd og nýbyggingarhverfi í Grindavík? Þarf að endurskoða byggingaráform á svæðum sem þessum? „Já, það er nauðsynlegt að taka sterklega til greina alla áhættuna sem getur stafað af jarðskorpuhreyfingum á þessum svæðum. Og hugsanlegu hraunrennsli. En fyrst og fremst jarðskorpuhreyfingum,“ svarar Haraldur Sigurðsson. Hér má sjá Harald ræða um hættuna gagnvart höfuðborgarsvæðinu: Viðtalið við Harald í heild má sjá hér: Fjallað var um æviferil Haraldar í þættinum Um land allt fyrir átta árum:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Kópavogur Vogar Grindavík Vísindi Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55 Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11 Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Sjá meira
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Eldgos líkt Surtsey gæti lokað Keflavíkurflugvelli Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli. 22. nóvember 2023 11:55
Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 21:11
Eldfjallafræðingurinn færi heim fyrir jól ef hann byggi í Grindavík Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól. 21. nóvember 2023 17:47
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32