Eldgos nú líklegast milli Hagafells og Sýlingarfells Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 19:19 Vinna við varnargarða við Svartsengi vegna jarðhræringa hefur staðið yfir undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands segir að reikna megi með því að kvikan í kvikuganginum undir Grindavík sé að hluta til storknuð. Dregið hafi úr líkum á að kvika nái að brjóta sér leið út innan bæjarmarka og er líklegasta svæðið fyrir upptök eldgoss milli Hagafells og Sýlingarfells. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Eins og fram hefur komið hafa almannavarnir ákveðið að færa almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun. Ástæðan er ný gögn Veðurstofunnar. Í þeim gögnum kemur meðal annars fram að litlar hreyfingar mælist innan sigdalsins í og við Grindavík. Sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins. Þá segir Veðurstofa að aflögun og innflæði tengd kvikuganginum haldi áfram að minnka. Landris við Svartsengi haldi áfram á svipuðum hraða. Líkanreikningar bendi til þess að innflæði í kvikuganginum sé mest við Sundhnjúksgíga, um fjórum kílómetrum norðaustan við Grindavík. Það að kvikan undir Grindavík sé að hluta til storknuð dragi úr líkum á að sú kvika nái skyndilega að brjóta sér leið til yfirborðsins innan bæjarins. Þó er tekið fram að áfram séu taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum og er líklegasta svæðið fyrir eldgos á milli Hagafells og Sýlingarfells. Gæti flætt inn í kvikugang undir Grindavík Veðurstofa segir mikilvægt að taka fram að sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins 10. nóvember. Líkön bendi til þess að kvikan í innskotinu sem myndaði sylluna undir Svartsengi hafi hlaupið í austur að Sundhnúksgígum og í kjölfarið myndað kvikuganginn með þeim miklu umbrotum sem þá urðu. Á meðan að landris í Svartsengi heldur áfram megi búast við að kvikan sem safnist þar geti hlaupið aftur. Við það gæti hún flætt inn í kvikuganginn sem nú liggur undir Grindavík. Einnig megi reikna með að nýr kvikugangur geti myndast til dæmis vestur af landrisinu við Svartsengi. Fyrirboðar um slíka atburðarás væri hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Eins og fram hefur komið hafa almannavarnir ákveðið að færa almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun. Ástæðan er ný gögn Veðurstofunnar. Í þeim gögnum kemur meðal annars fram að litlar hreyfingar mælist innan sigdalsins í og við Grindavík. Sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins. Þá segir Veðurstofa að aflögun og innflæði tengd kvikuganginum haldi áfram að minnka. Landris við Svartsengi haldi áfram á svipuðum hraða. Líkanreikningar bendi til þess að innflæði í kvikuganginum sé mest við Sundhnjúksgíga, um fjórum kílómetrum norðaustan við Grindavík. Það að kvikan undir Grindavík sé að hluta til storknuð dragi úr líkum á að sú kvika nái skyndilega að brjóta sér leið til yfirborðsins innan bæjarins. Þó er tekið fram að áfram séu taldar líkur á eldgosi yfir kvikuganginum og er líklegasta svæðið fyrir eldgos á milli Hagafells og Sýlingarfells. Gæti flætt inn í kvikugang undir Grindavík Veðurstofa segir mikilvægt að taka fram að sterkar vísbendingar séu um tengsl milli kvikusöfnunar í Svartsengi og myndun kvikugangsins 10. nóvember. Líkön bendi til þess að kvikan í innskotinu sem myndaði sylluna undir Svartsengi hafi hlaupið í austur að Sundhnúksgígum og í kjölfarið myndað kvikuganginn með þeim miklu umbrotum sem þá urðu. Á meðan að landris í Svartsengi heldur áfram megi búast við að kvikan sem safnist þar geti hlaupið aftur. Við það gæti hún flætt inn í kvikuganginn sem nú liggur undir Grindavík. Einnig megi reikna með að nýr kvikugangur geti myndast til dæmis vestur af landrisinu við Svartsengi. Fyrirboðar um slíka atburðarás væri hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira