Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2023 06:42 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Frá því á mánudaginn hefur dregið úr fjölda og stærð mældra skjálfta, dagana áður mældust 1500-1800 skjálftar á dag, segir í athugasemdum jarðvísindamanns hjá Veðurstofunni. Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn síðustu daga og mikill öldugangur einnig í grennd við Grindavík en slíkar aðstæður hafa áhrif á næmni jarðskjálftamæla til þess að nema minnstu skjálftana. Veðurstofan bendir þó á að einnig hafi dregið úr fjölda skjálfta yfir tveimur stigum að stærð og því megi gera ráð fyrir að áfram dragi úr skjálftavirkni þrátt fyrir skerta næmni mælakerfisins. Eins og greint var frá í gær verður almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Þetta þýðir að frá þeim tíma er öllum Grindvíkingum heimilt að fara inn í bæinn og sækja verðmæti og huga að eignum. Opnunin verður frá klukkan ellefu og fram til klukkan fjögur og í framhaldinu verður stefnt að því að hafa opin frá níu til fjögur, að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum. Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar þeyta sírenum og ljósmerkjum á ökutækjum og þýðir það tafarlausa rýmingu á svæðinu samkvæmt rýmingaráætlun. Grindavík er þó lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins og þeim sem aðstoða íbúa.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent