Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa bráðavanda Grindvíkinga Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 11:46 Dæmi um skemmdir við húsnæði í Grindavík. Myndin var tekin í bænum fyrir hádegi í dag. Vísir/EinarÁRna Forsætisráðherra segir húsnæðismál Grindvíkinga verða tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi á morgun en það væri risaverkefni að leysa úr húsnæðisþörf þeirra næstu mánuðina. Útspil bankanna í gær um að fella tímabundið niður vexti og verðbætur dragi vonandi úr áhyggjum og kvíða Grindvíkinga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa átt í miklum viðræðum við bankana undanfarna daga til að samræma aðgerðir fyrir íbúa Grindavíkur. „Við áttum fund með þeim í gær í ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég held að það skipti miklu að þau hafa nú lýst því yfir að þau felli niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði. Það dregur vonandi úr áhyggjum Grindvíkinga sem eiga við mikla óvissu að stríða. Þannig að ég held að þetta sé mjög jákvætt skref,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir vonar að hægt verði að greina frá aðgerðum vegna húsnæðismála Grindvíkinga til næstu mánaða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.Stöð 2/Ívar Fannar Hún og ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að bankarnir væru hluti af heildarlausn í þessu verkefni. Ríkisstjórnin hafi notað þessa viku til að skoða húsnæðismálin og hvernig hægt væri að styðja Grindvíkinga í þeim efnum. „Það er auðvitað áfram mikil óvissa um veturinn fyrir Grindvíkinga. Þótt þeim sé nú hleypt inn á svæðið í dag og það teljist hafa lítillega dregið úr hættu á svæðinu á eldgosi,“ segir forsætisráðherra. Unnið væri að því að finna Grindvíkingum húsnæði til næstu mánaða. Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa úr húsnæðismálum Grindvíkinga til næstu mánaða. Þau mál verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun.Vísir/RAX „Sem er auðvitað risaverkefni á þessum tímum. Þannig að ég vænti þess að við verðum að ræða þau mál á ríkisstjórnarfundi á morgun.“ Heldur þú að það verði einhver niðurstaða á þeim fundi? „Ég auðvitað vonast til þess. Við erum að reyna að vinna þetta mjög hratt, eins hratt og hægt er. Þannig að það sé einhver vissa fram undan næstu mánuði fyrir Grindvíkinga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22. nóvember 2023 22:11 Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22. nóvember 2023 20:46 Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 22. nóvember 2023 20:01 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa átt í miklum viðræðum við bankana undanfarna daga til að samræma aðgerðir fyrir íbúa Grindavíkur. „Við áttum fund með þeim í gær í ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég held að það skipti miklu að þau hafa nú lýst því yfir að þau felli niður vexti og verðbætur í þrjá mánuði. Það dregur vonandi úr áhyggjum Grindvíkinga sem eiga við mikla óvissu að stríða. Þannig að ég held að þetta sé mjög jákvætt skref,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir vonar að hægt verði að greina frá aðgerðum vegna húsnæðismála Grindvíkinga til næstu mánaða að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.Stöð 2/Ívar Fannar Hún og ríkisstjórnin hafi lagt áherslu á að bankarnir væru hluti af heildarlausn í þessu verkefni. Ríkisstjórnin hafi notað þessa viku til að skoða húsnæðismálin og hvernig hægt væri að styðja Grindvíkinga í þeim efnum. „Það er auðvitað áfram mikil óvissa um veturinn fyrir Grindvíkinga. Þótt þeim sé nú hleypt inn á svæðið í dag og það teljist hafa lítillega dregið úr hættu á svæðinu á eldgosi,“ segir forsætisráðherra. Unnið væri að því að finna Grindvíkingum húsnæði til næstu mánaða. Forsætisráðherra segir risaverkefni að leysa úr húsnæðismálum Grindvíkinga til næstu mánaða. Þau mál verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun.Vísir/RAX „Sem er auðvitað risaverkefni á þessum tímum. Þannig að ég vænti þess að við verðum að ræða þau mál á ríkisstjórnarfundi á morgun.“ Heldur þú að það verði einhver niðurstaða á þeim fundi? „Ég auðvitað vonast til þess. Við erum að reyna að vinna þetta mjög hratt, eins hratt og hægt er. Þannig að það sé einhver vissa fram undan næstu mánuði fyrir Grindvíkinga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42 Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22. nóvember 2023 22:11 Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22. nóvember 2023 20:46 Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 22. nóvember 2023 20:01 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Dregur enn úr skjálftum og Grindvíkingar fá rýmri aðgang að heimilum sínum Um 100 jarðskjálftar hafa mælst frá miðnætti við kvikuganginn á Reykjanesi og í gær mældust rúmlega 200 jarðskjálftar allan sólarhringinn. 23. nóvember 2023 06:42
Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22. nóvember 2023 22:11
Of snemmt að gera sér vonir um jól í Grindavík Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur að líkur á eldgosi syðst á kvikuganginum sem nú er undir Reykjanesskaga fari minnkandi. 22. nóvember 2023 20:46
Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. 22. nóvember 2023 20:01