Býður Íslendingum að fá fyrstu kyndilboruðu jarðgöng Evrópu Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2023 20:10 Troy Helming er stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Sigurjón Ólason Íslensk stjórnvöld eiga í viðræðum við bandarískt frumkvöðlafyrirtæki á sviði kyndilborunar um að bora jarðgöng mun ódýrar og hraðar en áður hefur þekkst. Fyrirtækið býðst til að byrja á því að bora lagnagöng til Vestmannaeyja á næsta ári á eigin ábyrgð. Við sögðum í sumar að þetta hljómaði eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki boraði göng í gegnum íslensk fjöll. Frumkvöðullinn Troy Helming notar myndlíkingu úr framtíðarbíómynd í viðtali við Stöð 2: „Ef við ímyndum okkur litla dráttarvél með geislasverð eins og í Star Wars að framan og Mandalorian Jetpack sem blæs út möl og sandi að aftan.” Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Aðferðin að nota ofurheitan plasma-ljósboga er þekkt úr málmiðnaði en er sögð geta valdið byltingu í jarðgangagerð. „Við getum verið allt að hundrað sinnum fljótari en við hefðbundna gangagerð og allt frá 20 til 90 prósent ódýrari en við hefðbundna gangagerð því það er aðallega bara rafmagnið,” segir Troy Helming, stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Svo spenntir eru íslenskir ráðamenn fyrir tækninni að þeir undirrituðu viljayfirlýsingu við íslenskan umboðsmann Earthgrid, Björgmund Guðmundsson, í Vestmannaeyjum í júnílok. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Forstjóri Earthgrid segir þrjár fyrstu borvélarnar verða tilbúnar á næsta ári og vonast til þess að Íslendingar ríði á vaðið í Evrópu með lagnagöngum til Eyja. „Við vonum það. Ef við fáum samning á Íslandi getum við breytt einni vélinni svo hún gangi við 50 hertsa rafkerfið í Evrópu og á Íslandi.” -Hvenær getið þið byrjað á Íslandi? „Sennilega um þetta leyti á næsta ári. Með 2,5 metra breiðum göngum fyrir raflagnir, ljósleiðara, vatn.” Jafnvel fyrir póst- og pakkasendingar. Troy Helming býðst til að kyndilbora 2,5 metra breið lagnagöng til Vestmannaeyja, sem gætu í framtíðinni þjónað sem flóttagöng fyrir 8-10 metra breið veggöng.Sigurjón Ólason Og slík göng gætu haft annað hlutverk. „Þau væru líka flóttagöng fyrir stærri 8 til 10 metra breið veggöng í framtíðinni.” Og forstjórinn býður að Earthgrid geri þetta á eigin ábyrgð. „Við erum sjö ára sprotafyrirtæki, við erum mjög vel fjármögnuð svo við höfum boðist til að taka á okkur alla áhættuna sem þýðir að við þurfum enga peninga frá neinum fyrr en við ljúkum áföngum í verkefnunum.” -En hvenær verður Earthgrid tilbúið að grafa veggöng? „Ekki á næsta ári en hugsanlega um vorið eða sumarið árið þar á eftir.” Fyrstu þrjár kyndiborvélar Earthgrid, með 2,5 metra þvermál, verða tilbúnar á næsta ári. Forstjórinn býður að ein þeirra byrji á Íslandi.EarthGrid Aðferðin er sögð umhverfisvæn en þarf mikla raforku. „Hún útheimtir mikla orku. Við brennum engu jarðefnaeldsneyti. Við notum raforku og loft. Fyrir göng sem eru 2,5 metrar í þvermál þurfum við fjögur til átta megavött. Það er svipað og hleðslustöð með 30 til 40 Teslum. Það er álíka mikil orka.” Til að bora veggöng segir hann að þyrfti áttfalt meiri raforku. Troy hefur undanfarna daga fundað með íslenskum ráðamönnum, þeirra á meðal innviðaráðherra og umhverfisráðherra, og segir þá áhugasama um framhaldið. „Við höfum þegar undirritað viljayfirlýsingu og nú erum við að tala um að taka næstu skref til að gera skilyrtan samning þar sem við tökum alla áhættuna,” segir Troy Helming, stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Orkumál Tækni Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. 30. júní 2023 21:10 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Við sögðum í sumar að þetta hljómaði eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki boraði göng í gegnum íslensk fjöll. Frumkvöðullinn Troy Helming notar myndlíkingu úr framtíðarbíómynd í viðtali við Stöð 2: „Ef við ímyndum okkur litla dráttarvél með geislasverð eins og í Star Wars að framan og Mandalorian Jetpack sem blæs út möl og sandi að aftan.” Borvélmenni Earthgrid nýtir ofurheitan plasma-ljósboga við að mölva bergið án þess að snerta það.Earthgrid Aðferðin að nota ofurheitan plasma-ljósboga er þekkt úr málmiðnaði en er sögð geta valdið byltingu í jarðgangagerð. „Við getum verið allt að hundrað sinnum fljótari en við hefðbundna gangagerð og allt frá 20 til 90 prósent ódýrari en við hefðbundna gangagerð því það er aðallega bara rafmagnið,” segir Troy Helming, stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Svo spenntir eru íslenskir ráðamenn fyrir tækninni að þeir undirrituðu viljayfirlýsingu við íslenskan umboðsmann Earthgrid, Björgmund Guðmundsson, í Vestmannaeyjum í júnílok. Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í Vestmannaeyjum síðastliðið sumar. Frá vinstri: Björgmundur Örn Guðmundsson fulltrúi EarthGrid, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Stjórnarráðið Forstjóri Earthgrid segir þrjár fyrstu borvélarnar verða tilbúnar á næsta ári og vonast til þess að Íslendingar ríði á vaðið í Evrópu með lagnagöngum til Eyja. „Við vonum það. Ef við fáum samning á Íslandi getum við breytt einni vélinni svo hún gangi við 50 hertsa rafkerfið í Evrópu og á Íslandi.” -Hvenær getið þið byrjað á Íslandi? „Sennilega um þetta leyti á næsta ári. Með 2,5 metra breiðum göngum fyrir raflagnir, ljósleiðara, vatn.” Jafnvel fyrir póst- og pakkasendingar. Troy Helming býðst til að kyndilbora 2,5 metra breið lagnagöng til Vestmannaeyja, sem gætu í framtíðinni þjónað sem flóttagöng fyrir 8-10 metra breið veggöng.Sigurjón Ólason Og slík göng gætu haft annað hlutverk. „Þau væru líka flóttagöng fyrir stærri 8 til 10 metra breið veggöng í framtíðinni.” Og forstjórinn býður að Earthgrid geri þetta á eigin ábyrgð. „Við erum sjö ára sprotafyrirtæki, við erum mjög vel fjármögnuð svo við höfum boðist til að taka á okkur alla áhættuna sem þýðir að við þurfum enga peninga frá neinum fyrr en við ljúkum áföngum í verkefnunum.” -En hvenær verður Earthgrid tilbúið að grafa veggöng? „Ekki á næsta ári en hugsanlega um vorið eða sumarið árið þar á eftir.” Fyrstu þrjár kyndiborvélar Earthgrid, með 2,5 metra þvermál, verða tilbúnar á næsta ári. Forstjórinn býður að ein þeirra byrji á Íslandi.EarthGrid Aðferðin er sögð umhverfisvæn en þarf mikla raforku. „Hún útheimtir mikla orku. Við brennum engu jarðefnaeldsneyti. Við notum raforku og loft. Fyrir göng sem eru 2,5 metrar í þvermál þurfum við fjögur til átta megavött. Það er svipað og hleðslustöð með 30 til 40 Teslum. Það er álíka mikil orka.” Til að bora veggöng segir hann að þyrfti áttfalt meiri raforku. Troy hefur undanfarna daga fundað með íslenskum ráðamönnum, þeirra á meðal innviðaráðherra og umhverfisráðherra, og segir þá áhugasama um framhaldið. „Við höfum þegar undirritað viljayfirlýsingu og nú erum við að tala um að taka næstu skref til að gera skilyrtan samning þar sem við tökum alla áhættuna,” segir Troy Helming, stofnandi og forstjóri Earthgrid í Kaliforníu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Orkumál Tækni Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02 Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. 30. júní 2023 21:10 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10
Kanna hvort eldspúandi dreki geti brætt göt á íslensk fjöll Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa undirritað viljayfirlýsingu við fulltrúa bandaríska fyrirtækisins EarthGrid um möguleika á notkun svokallaðrar kyndilborunar, eða plasma-borunar, við gerð jarðganga á Íslandi. Jarðgöng fyrir umferð og lagnagöng fyrir vatnsveitur og rafveitur eru meðal þeirra verkefna sem talin eru upp í viljayfirlýsingunni. 27. júní 2023 12:02
Kanna hvort kyndilborun geti flýtt gerð jarðganga á Íslandi Þetta gæti hljómað eins og í gömlu ævintýri að eldspúandi dreki bori göng í gegnum íslensk fjöll. Hugmyndin er samt ekki galnari en svo ríkisstjórnin eru búin að undirrita viljayfirlýsingu til að kanna hvort slík aðferð gæti stórlækkað kostnað og aukið afköst við gerð jarðganga hérlendis. 30. júní 2023 21:10
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. 2. ágúst 2022 15:36