„Við erum ekkert alveg búin með þennan atburð“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:57 Erlendir blaðamenn virða fyrir sér sprunguna stóru í Grindavík. vísir/Vilhelm Jarðskjálftahviða var á kvikuganginum á Reykjanesi um miðnætti og segir jarðskjálftafræðingur það til marks um að enn sé kvika á hreyfingu í kvikuganginum. Ljóst sé að atburðinum sé ekki lokið. Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira