„Bestu hugmyndirnar koma þegar það eru engar reglur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. desember 2023 11:30 Markaðsfræðingurinn Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Hér klæðist hún gallajakka sem kærastinn hennar handmálaði. Aðsend Markaðsfræðingurinn, áhrifavaldurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir elskar að prófa nýja hluti í tískunni og er dugleg að versla notuð föt. Hún heldur mikið upp á gömul upphá stígvél frá móður sinni og fær innblásturinn alls staðar að. Sigríður Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Sigríður Margrét hefur mikinn áhuga á tísku og starfar meðal annars við samfélagsmiðla markaðsstörf í tískuheiminum. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Að geta tjáð persónuleikann minn í gegnum tísku og geta fengið útrás fyrir sköpunarþörfinni í gegnum fatnað. Sigríður elskar að geta tjáð persónuleikann sinn í gegnum tískuna.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? FURA jakkinn minn frá Feldur Verkstæði, mjög falleg og eftirtektarverð flík sem passar einhvern veginn við allt og ég held mjög mikið upp á þessa flík. Auk þess eru gömul upphá 90's stígvél sem mamma átti þegar hún var ung í miklu uppáhaldi hjá mér. Pelsinn sem er í miklu uppáhaldi hjá Sigríði.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er mismunandi og fer eftir því hvert tilefnið er. Hvert ég er að fara og hvað ég er að fara gera. Í fataskápnum mínum má finna einfaldar vandaðar flíkur sem ganga við allt sem auðvitað einfaldar leikinn svolítið. Sigríður segir gott að eiga einfaldar og vandaðar flíkur sem hægt er að leika sér með.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að ég sé með fjölbreyttan stíl og elska að prófa nýja hluti. Ég versla mikið second-hand og tengi það síðan saman við minn eigin feminine blæ. Sigríður elskar að prófa nýja hluti í tískunni.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, mér finnst mjög mikilvægt að prófa nýja hluti og halda áfram að þróa stílinn minn í gegnum árin. Í dag einbeiti ég mér á að versla meira second-hand og vandaðar vörur sem endast. Fyrir nokkrum árum þá var maður meira að pæla í trendum og fleira en nú vel ég gæði umfram allt. Sigríður verslar gjarnan notuð föt og segist velja gæði framyfir magn. Hér klæðist hún kjól sem Karen vinkona hennar saumaði úr gamalli gardínu sem Sigríður var hætt að nota.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Frá fólkinu í kringum mig. Ég er umkringd fullt af fólki með mismunandi stíla. Ég fæ líka oft innblástur í gegnum samfélagsmiðla, margar hugmyndir sem spretta upp þaðan. Sigríður fær innblástur frá því fjölbreytta fólki sem hún umkringir sig. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Í raun og veru ekki, bestu hugmyndirnar koma einmitt þegar maður er ekki með neinar reglur, er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt og leyfa sér að hugsa út fyrir kassann. Pilsið sem Sigríður klæðist er saumað af Karen vinkonu hennar úr gamalli gardínu.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Gamall gallajakki sem Guðmundur kærastinn minn handmálaði og gaf þar af leiðandi flíkinni nýtt líf. Auk þess kjóll og pils sem Karen vinkona mín saumaði fyrir mig úr gamalli gardínu sem ég var hætt að nota. Gallajakkinn sem Guðmundur kærasti Sigríðar handmálaði en hann er fatahönnuður. Á myndinni klæðist hún einnig stígvélunum frá móður sinni.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Fylgdu þínu innsæi og ekki vera hrædd við að prófa eitthvað nýtt. Hér má fylgjast með Sigríði á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. 25. nóvember 2023 11:30 Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31 „Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. nóvember 2023 11:30 „Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. 4. nóvember 2023 11:31 Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31 „Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31 Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Sigríður Margrét hefur mikinn áhuga á tísku og starfar meðal annars við samfélagsmiðla markaðsstörf í tískuheiminum. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Að geta tjáð persónuleikann minn í gegnum tísku og geta fengið útrás fyrir sköpunarþörfinni í gegnum fatnað. Sigríður elskar að geta tjáð persónuleikann sinn í gegnum tískuna.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? FURA jakkinn minn frá Feldur Verkstæði, mjög falleg og eftirtektarverð flík sem passar einhvern veginn við allt og ég held mjög mikið upp á þessa flík. Auk þess eru gömul upphá 90's stígvél sem mamma átti þegar hún var ung í miklu uppáhaldi hjá mér. Pelsinn sem er í miklu uppáhaldi hjá Sigríði.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það er mismunandi og fer eftir því hvert tilefnið er. Hvert ég er að fara og hvað ég er að fara gera. Í fataskápnum mínum má finna einfaldar vandaðar flíkur sem ganga við allt sem auðvitað einfaldar leikinn svolítið. Sigríður segir gott að eiga einfaldar og vandaðar flíkur sem hægt er að leika sér með.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að ég sé með fjölbreyttan stíl og elska að prófa nýja hluti. Ég versla mikið second-hand og tengi það síðan saman við minn eigin feminine blæ. Sigríður elskar að prófa nýja hluti í tískunni.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, mér finnst mjög mikilvægt að prófa nýja hluti og halda áfram að þróa stílinn minn í gegnum árin. Í dag einbeiti ég mér á að versla meira second-hand og vandaðar vörur sem endast. Fyrir nokkrum árum þá var maður meira að pæla í trendum og fleira en nú vel ég gæði umfram allt. Sigríður verslar gjarnan notuð föt og segist velja gæði framyfir magn. Hér klæðist hún kjól sem Karen vinkona hennar saumaði úr gamalli gardínu sem Sigríður var hætt að nota.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Frá fólkinu í kringum mig. Ég er umkringd fullt af fólki með mismunandi stíla. Ég fæ líka oft innblástur í gegnum samfélagsmiðla, margar hugmyndir sem spretta upp þaðan. Sigríður fær innblástur frá því fjölbreytta fólki sem hún umkringir sig. Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Í raun og veru ekki, bestu hugmyndirnar koma einmitt þegar maður er ekki með neinar reglur, er óhræddur við að prófa eitthvað nýtt og leyfa sér að hugsa út fyrir kassann. Pilsið sem Sigríður klæðist er saumað af Karen vinkonu hennar úr gamalli gardínu.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Gamall gallajakki sem Guðmundur kærastinn minn handmálaði og gaf þar af leiðandi flíkinni nýtt líf. Auk þess kjóll og pils sem Karen vinkona mín saumaði fyrir mig úr gamalli gardínu sem ég var hætt að nota. Gallajakkinn sem Guðmundur kærasti Sigríðar handmálaði en hann er fatahönnuður. Á myndinni klæðist hún einnig stígvélunum frá móður sinni.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Fylgdu þínu innsæi og ekki vera hrædd við að prófa eitthvað nýtt. Hér má fylgjast með Sigríði á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. 25. nóvember 2023 11:30 Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31 „Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. nóvember 2023 11:30 „Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. 4. nóvember 2023 11:31 Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31 „Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31 Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Klæðir sig fyrir sjálfa sig og er sama um álit annarra Tónlistarkonan og tískudrottningin Svala Björgvinsdóttir hefur alla tíð elskað að klæða sig upp og er stíll hennar stór hluti af því hver hún er. Hún er óhrædd við að taka áhættur í tískunni og segir Eurovision klæðnaðinn án efa hvað eftirminnilegastan. Svala Björgvins er viðmælandi í Tískutali. 25. nóvember 2023 11:30
Er stolt „basic bitch“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf hefur gaman að fjölbreytileika tískunnar en er alltaf samkvæm sjálfri sér í klæðaburði. Hún hefur sérstaklega gaman af því að klæðast síðum og þröngum kjólum með óléttukúluna sína og setti sér markmið að klæðast ekki bara jogginggöllum á meðgöngunni. Birgitta Líf er viðmælandi í Tískutali. 18. nóvember 2023 11:31
„Góður stíll hefur ekkert að gera með pening“ Athafnakonan, töffarinn og ofurskvísan Anna Margrét Jónsdóttir hefur alltaf kunnað að meta góð efni enda er hún alin upp af saumakonu. Hún segir stílinn sinn lítið hafa breyst í gegnum tíðina þó að fataskápurinn búi ekki yfir jafn mörgum löðrandi kynþokkafullum flíkum og áður en hefur engin boð og bönn í tískunni. Anna Margrét er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. nóvember 2023 11:30
„Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. 4. nóvember 2023 11:31
Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31
„Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31
Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31