Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 16:31 Skúli Helgason, fulltrúi Samfylkingarinnar í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, og Kjartan Magnússon, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Vísir/Vilhelm/Sjálfstæðisflokkurinn Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. Nýlega lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði fram tillögu um að breyta nafni ráðsins, sem og nafni Menningar- og íþróttasviðs. Vildu fulltrúarnir að láta stafrófsröð ráða röð málaflokka. „Með því að láta stafrófsröð ráða í heitinu er lögð áhersla á að þessir mikilvægu málaflokkar séu jafnréttháir í starfsemi Reykjavíkurborgar,“ segir í bókun frá fundi ráðsins. Fulltrúar meirihlutans auk Vinstri grænna höfnuðu þó þessari tillögu. Í þeirra bókun segir að jafnvægi sé á milli menningar og íþrótta í starfsemi bæði ráðsins og sviðsins. Þá sé það ekki venjan að heiti sviða og ráða séu í stafrófsröð, samanber skóla- og frístundasvið, fjármála- og áhættustýringarsvið og umhverfis- og skipulagssvið. „Ekki er þörf er á því að breyta nafni sviðsins af þeim sökum eða öðrum, þvert á móti gæti nafnabreyting nú sent röng skilaboð um aukið vægi íþrótta á kostnað menningar nú þegar sviðið hefur borið nafn menningar- og íþróttasviðs allt þetta ár,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja það hins vegar vera sem svo að í þeim tilvikum sem heiti sviða og ráða eru ekki í stafrófsröð sé það vegna pólitískra ákvarðana um mikilvægi viðkomandi málaflokka. „Þannig var ákveðið að hafa umhverfi á undan skipulagi í heiti þess ráðs og sviðs og hið sama gildir einnig um skóla- og frístundaráð og fjármála- og áhættustýringarsvið. Ekki verður því annað séð en að fulltrúar núverandi meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs kjósi að haga nafngift nýs ráðs og sviðs eftir því hvor málaflokkurinn er mikilvægari í huga þeirra,“ segir í þeirra bókun. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Nýlega lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði fram tillögu um að breyta nafni ráðsins, sem og nafni Menningar- og íþróttasviðs. Vildu fulltrúarnir að láta stafrófsröð ráða röð málaflokka. „Með því að láta stafrófsröð ráða í heitinu er lögð áhersla á að þessir mikilvægu málaflokkar séu jafnréttháir í starfsemi Reykjavíkurborgar,“ segir í bókun frá fundi ráðsins. Fulltrúar meirihlutans auk Vinstri grænna höfnuðu þó þessari tillögu. Í þeirra bókun segir að jafnvægi sé á milli menningar og íþrótta í starfsemi bæði ráðsins og sviðsins. Þá sé það ekki venjan að heiti sviða og ráða séu í stafrófsröð, samanber skóla- og frístundasvið, fjármála- og áhættustýringarsvið og umhverfis- og skipulagssvið. „Ekki er þörf er á því að breyta nafni sviðsins af þeim sökum eða öðrum, þvert á móti gæti nafnabreyting nú sent röng skilaboð um aukið vægi íþrótta á kostnað menningar nú þegar sviðið hefur borið nafn menningar- og íþróttasviðs allt þetta ár,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja það hins vegar vera sem svo að í þeim tilvikum sem heiti sviða og ráða eru ekki í stafrófsröð sé það vegna pólitískra ákvarðana um mikilvægi viðkomandi málaflokka. „Þannig var ákveðið að hafa umhverfi á undan skipulagi í heiti þess ráðs og sviðs og hið sama gildir einnig um skóla- og frístundaráð og fjármála- og áhættustýringarsvið. Ekki verður því annað séð en að fulltrúar núverandi meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs kjósi að haga nafngift nýs ráðs og sviðs eftir því hvor málaflokkurinn er mikilvægari í huga þeirra,“ segir í þeirra bókun.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira