Sem statt og stöðugt vinnur að því að skapa vörur með því að nýta hráefni sem annars hefði væri fargað.
Sem dæmi má nefna Jólakettirnir sem hannaðir voru árið 2020 og eru búnir til úr barnafötum sem annars væru sent til útlanda til urðunar.
Eða Airbag púðarnir sem gerðir eru úr notuðum loftpúðum úr ónýtum bílum en eru núna hannaðir af Fléttu fyrir Fólk Reykjavík.
Hrefna var ein fyrirlesara málstofunnar Erum við að kaupa til að henda? sem haldin var í Grósku í síðustu viku. Að málstofunni stóðu 66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa og í dag og á morgun mun Atvinnulífið fjalla um ýmislegt sem þar kom fram.

Það er ekkert rusl til
Meðal þess sem fram kom á málstofunni er að heimurinn þyrfti 14 jarðir ef aðrar þjóðir væru jafn neysluglaðar þjóðir og Íslendingar: Svo mikil eru vistporin okkar.
Þá kom fram að á hverju ári er um 92 tonnum af textíl hent en markmið málstofunnar var að ræða um þau neikvæðu umhverfisáhrif sem offramleiðsla og ofneysla hefur.
Á málstofunni héldu erindi auk Hrefnu, hönnuðurinn Valdís Steinars, Kristín Vala Ragnarsdóttir umhverfisfræðingur og prófessor hjá Háskóla Íslands, Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir og Þorgerður Þorbarnardóttir frá Landvernd og Regn. Fundarstjóri var Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá Sorpu.
Það er í raun og veru ekki til rusl heldur bara hráefni í röngu samhengi,“
sagði Hrefna meðal annars í panel umræðum málstofunnar.
Enda ótrúlegustu hlutir sem Hrefna og samstarfskonan hennar og meðeigandi Birta Rós Brynjólfsdóttir hafa hannað. Til dæmis lampa, hillur og borð úr gömlum verðlaunagripum svo eitthvað sé nefnt.
„Við höfum svo unnið fyrir fyrirtæki að því að nýta hráefni betur og skapa farveg fyrir það sem óhjákvæmilega fellur til við daglegan rekstur þeirra,“ segir Hrefna um starfsemina.

Að sporna við ofneyslunni
Eitt af því sem Hrefna ræddi um á málstofunni er aukin samvinna.
„Ég trúi því bara að eina leiðin til að takast á við loftslagsvandann sé að vinna saman þvert á fagsvið og leggjast á eitt, ég held að þannig náist betri árangur og hraðar.“
Samvinnan sem Hrefna vill sjá er samvinna á milli vísindafólks, hönnuða, fyrirtækja og samfélagsins sem heild.
„Við munum sífellt þurfa að verða meira skapandi í lausnum á vandamálum tengdum umhverfismálum þar sem þau verða sífellt alvarlegri og þá verðum við bara að hafa marga ólíka huga í því að vinna saman til að finna leiðina i gegn,“ segir Hrefna.
Þá hvetur hún almenning til að horfa meira aftur til fortíðar.
„Við mættum öll horfa meira til formæðra okkar og forfeðra og nýta það sem er okkur næst betur,“ segir Hrefna en bendir þó á að fólk þurfi ekki að fara langt aftur í tímann því að amma og afi flestra eru meðal þeirra kynslóða sem nýttu allt sem hægt var að nýta.
Hrefna, sem nýverið vann verðlaun á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir nýskapandi og hringrásarvæn verkefni, segir stóra málið svo sem ekkert felast í því að skapa nýjar vörur úr hráefni sem annars væri fargað.
Heldur að draga úr ofneyslunni.
Fyrst og fremst er mikilvægt að fara vel með það sem maður á, kaupa notað, kaupa föt sem endast og sem hægt er að gera við.“
Það sem síðan þurfi að endurnýja, sé hægt að nýta aftur og þar sé um að gera að nýta hugmyndarflugið.
„Mamma saumaði til dæmis ullarteppi um daginn úr gömlum götóttum ullarsokkum og vettlingum, mér fannst það algjör snilld!“