Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 14:53 Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, er sáttur við að vera mættur aftur til vinnu. Vísir/Einar Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Bjarki rifjar upp að föstudagskvöldið þann 10. nóvember síðastliðinn þegar almannavarnir tóku ákvörðun um að rýma bæinn. Hann segir skjálftana hafa verið létta þar til komið var að kvöldmatarleyti. „Ég var leystur af og fór heim klukkan fjögur og sat heima við eldhúsborðið og þá byrjuðu lætin. Þetta ágerðist alltaf og ágerðist. Svo þegar það voru liðnir tveir tímar og þetta stoppaði eiginlega ekki neitt, þá var manni hætt að lítast á það.“ Hann segir að þau hjónin hafi ákveðið að gista þessa nótt í hjólhýsi á Flúðum, bara til þess að sofa í friði. Síðan hafi þau ekki snúið aftur. Misjafnt hljóð í fólki Hvernig tilfinning var að mæta aftur til vinnu? „Æi það var ósköp gott sko. En það er náttúrulega, maður hefur svona varann á sér og er alltaf að bíða eftir því að finna skjálftann, en við höfum ekki fundið neitt. Allavega ekki ennþá.“ Hafa margir komið til ykkar í dag? „Já það hefur nú verið svona rennirí. Það hefur kannski ekki verið alveg fullt út úr dyrum en einn og einn svona að ná sér í eitthvað smáræði og bjarga sér.“ Hvernig er hljóðið í fólki? „Það er misjafnt. Flestir eru mjög harðir í afstöðu sinni að koma aftur. En það er beygur í sumu fólki, maður verður var við það. Það er eðlilegt, maður hefur skilning á því.“ Bjarki segir það þægilegt að vera mættur aftur til vinnu. Hann vilji komast aftur í rútínuna sína. „Maður sér bara hvað það er mikill lúxus að sofa í rúminu sínu og sitja í sófanum sínum á kvöldin. Það er ákveðinn lúxus sem maður getur varla leyft sér núna.“ Bjarki gistir nú í íbúð dóttur sinnar í Njarðvík. Hann tekur fram að það væsi ekki um sig. Ekkert stressaður En þig langar heim? „Já, mig langar heim. Ekki spurning.“ Ertu vongóður um hvenær það getur orðið? „Auðvitað vona ég að það verði sem fyrst en ég held að það verði allavega einhverjar vikur í það. Ætli það verði nokkuð fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi, ég geri ekki ráð fyrir því.“ Áttirðu von á því að þið gætuð opnað búðina svona fljótt aftur? „Nei, þetta er náttúrulega búinn að vera mikill tilfinningarússíbani og maður er búinn að fara upp og niður og út um allt í að velta vöngum yfir þessu. Ég átti svo sem ekki von á því en það er gaman að vera kominn hingað aftur.“ Ertu eitthvað stressaður að vera hérna núna? „Nei, alls ekki. Alls ekki. Eins og ég sagði, við höfum ekki fundið einn einasta skjálfta síðan við komum. Við erum búnir að vera að flækjast hérna af og til undanfarna daga og við höfum ekki fundið neitt. Það er bara góð tilfinning að vera kominn hingað aftur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira