Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 15:36 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur var við mælingar í Grindavík í dag. Hann segir bæinn líta betur út en hann átti von á. Vísir/Einar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53