Sókn ÍBV reyndist bitlaus framan af leik en ÍA sigruðu sex lotur í röð áður en ÍBV náðu sini fyrstu, staðan þá 6-1. Endurteknar atlögur Eyjamanna að sprengjusvæðum ÍA-inga voru án árangurs og ÍA fundu sigur í öllum lotum sem eftir lifðu hálfleiks.
Staðan í hálfleik: 11-1
ÍBV fundu loks sína aðra sigurlotu í upphafi seinni hálfleiks, sem og tvær í viðbót. Staðan var orðin 11-4 þegar ÍA komust loks á sigurlotu sína og sigruðu hana í fyrstu atrennu. Sigur ÍA-manna því staðreynd eftir nokkuð einsleitan leik.
Lokatölur: 13-4
ÍA eru nú jafnir Sögu á stigum með 8 stig hvort en áfram sitja ÍBV á botni deildarinnar án sigurs.