Íbúar mega vera til klukkan 17 og starfsmenn fyrirtækja til 21 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 09:16 Unnið að varnargörðum við Svartsengi. Vísir/Vilhelm Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður áfram hleypt inn í Grindavík í dag, eins og verið hefur. Íbúar geta verið í bænum á milli klukkan 7 og 17 og atvinnurekstur má vera í gangi til klukkan 21. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir: „Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað þann 28. nóvember sl. að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ Átti það jafnframt við um þá sem reka þar atvinnustarfsemi. Lokanir eru áfram á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Leiðin inn og út úr Grindavík er sem fyrr um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur verður áfram lokaður fyrir almenna umferð. Opið verður fyrir íbúa frá kl. 7 á morgnana til kl. 17 síðdegis. Fyrirtæki geta hafið starfsemi kl. 7 en þurfa að hætta starfsemi kl. 21. Fyrirtæki geta hafið rekstur þar sem lagnakerfi eru í lagi en unnið er að því að koma þessum kerfum í lag. Eigendur fyrirtækja þurfa að huga að þessu sérstaklega áður en starfsemi getur hafist á ný. Þeir hafi eigin viðbragðsáætlanir klárar fyrir sitt fólk. Fjölmiðlar hafa aðgang að Grindavík til kl. 21 daglega. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Það sama gildir fyrir fjölmiðlafólk. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Bílar verða taldir inn og út af svæðinu. Fyrri rýming er eftir kl. 17 og sú seinni eftir kl. 21.“ Almannavarnastig var fært niður á hættustig 23. nóvember en hættumatskort sem Veðurstofa gaf út 22. nóvember er enn í gildi. Landris er enn stöðugt við Svartsengi og allt svæðið vaktað. „Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Ekið er úr bænum eftir Suðurstrandarvegi eða Nesvegi,“ er ítrekað í tilkynningu lögreglustjóra. Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn: Íbúar í Grindavík þurfa ekki að skrá sig til að komast inn í bæinn. Bílar eru taldir inn og út af svæðinu. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með en sprungur geta reynst viðsjárverðar. Frárennslislagnir liggja undir skemmtum og rennandi vatn er af skornum skammti þannig að víða er ekki hægt að nota salerni í húsum. Mælt er með að fólk komi með vatn og nesti fyrir daginn. Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila í Grindavík. Mikilvægt er að þeir sem fara til Grindavíkur fylgi ávallt tilmælum viðbragðsaðila. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir: „Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað þann 28. nóvember sl. að rýmka þann tíma sem Grindvíkingar hafa til þess að huga að eigum sínum i Grindavíkurbæ Átti það jafnframt við um þá sem reka þar atvinnustarfsemi. Lokanir eru áfram á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og á Nesvegi. Leiðin inn og út úr Grindavík er sem fyrr um Suðurstrandarveg og Nesveg. Grindavíkurvegur verður áfram lokaður fyrir almenna umferð. Opið verður fyrir íbúa frá kl. 7 á morgnana til kl. 17 síðdegis. Fyrirtæki geta hafið starfsemi kl. 7 en þurfa að hætta starfsemi kl. 21. Fyrirtæki geta hafið rekstur þar sem lagnakerfi eru í lagi en unnið er að því að koma þessum kerfum í lag. Eigendur fyrirtækja þurfa að huga að þessu sérstaklega áður en starfsemi getur hafist á ný. Þeir hafi eigin viðbragðsáætlanir klárar fyrir sitt fólk. Fjölmiðlar hafa aðgang að Grindavík til kl. 21 daglega. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Það sama gildir fyrir fjölmiðlafólk. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Bílar verða taldir inn og út af svæðinu. Fyrri rýming er eftir kl. 17 og sú seinni eftir kl. 21.“ Almannavarnastig var fært niður á hættustig 23. nóvember en hættumatskort sem Veðurstofa gaf út 22. nóvember er enn í gildi. Landris er enn stöðugt við Svartsengi og allt svæðið vaktað. „Komi til rýmingar vegna hættuástands munu viðbragðsaðilar gefa það til kynna með hljóðmerkjum og ljósmerkjum. Ekið er úr bænum eftir Suðurstrandarvegi eða Nesvegi,“ er ítrekað í tilkynningu lögreglustjóra. Til athugunar fyrir þá sem fara inn í bæinn: Íbúar í Grindavík þurfa ekki að skrá sig til að komast inn í bæinn. Bílar eru taldir inn og út af svæðinu. Grindavík er lokuð fyrir öllum öðrum en íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Mælst er til þess að fólk komi á eigin bílum. Ekki er æskilegt að börn séu tekin með en sprungur geta reynst viðsjárverðar. Frárennslislagnir liggja undir skemmtum og rennandi vatn er af skornum skammti þannig að víða er ekki hægt að nota salerni í húsum. Mælt er með að fólk komi með vatn og nesti fyrir daginn. Hafa ber í huga að hús gætu verið ótrygg. Hægt er að hafa samband við viðbragðsaðila í Grindavík. Mikilvægt er að þeir sem fara til Grindavíkur fylgi ávallt tilmælum viðbragðsaðila.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira