Hræðist að segja frá háttsettum vændiskaupendum í þjóðfélaginu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. desember 2023 13:09 Íslensk kona segir frá reynslu sinni í vændi á Íslandi. Hún segir heiminn stærri fólk gerir sér grein fyrir. Getty Íslensk 32 ára kona sem leiddist út í vændi í kjölfar vímuefnaneyslu segir sögu sína í nýjasta hlaðvarpsþætti Sterk saman. Konan sem kýs að halda nafnleynd er edrú í dag og hefur sagt skilið við þennan heim. „Ég var í neyslu og það kom sá dagur að ég átti ekki fyrir skammtinum mínum svo ég googlaði smá og fann heimasíður sem ég setti inn upplýsingar um mig og myndir,“ segir konan sem gerði sér ekki grein fyrir því hvað vændisheimurinn á Íslandi væri stór. Hún fylgdist með öðrum konum selja líkama sinn í einhvern tíma áður en hún tók skrefið sjálf. Fyrsti viðskiptavinurinn var giftur maður sem var með sér aðstöðu í atvinnuhúsnæði með rúmi. „Hann afsakaði sig með því að konan hans vildi ekki stunda kynlíf eftir að barnið fæddist og þess vegna mætti hann þetta,“ segir hún. Konan segir það ákveðinn misskilning að vændiskaupendur séu einungis skítugir eða subbulegir. „Það eru ákveðnir menn sem eru langverstir í þessu. Menn sem allir í þjóðfélaginu vita hverjir eru og líta upp til. Síðan eru þessir menn að kaupa vændi af litlum veikum stelpum, dæla í þær peningum og dópi. Það er mjög erfitt að horfa upp á þetta,“ segir hún. „Það er ein birtingarmyndin, þessir menn eru í sjónvarpinu og ég veit þetta um þá. Mig langar auðvitað að standa uppi á húsþökum og öskra þetta og að allir viti þetta um þá en ég má það ekki, ég verð þá kærð.“ Misnotuð af þremur mönnum Greinilegt er að ofbeldið sem konan hefur orðið fyrir hefur mikil áhrif á hana, enn þann dag í dag. Hún hefur nýtt sér þjónustu Stígamóta og ber þeim vel söguna en segir þessar erfiðu og flóknu tilfinningar hafa fellt sig oftar en einu sinni. „Ég hef barist við þær hugsanir að hafa boðið upp á þetta en er alfarið á þeirri skoðun að maður sé þolandi vændis eins og Stígamót orða það.“ Fyrir utan að selja aðgang að líkama sínum segir hún frá atviki sem hún lenti í: „Ég hitti mann, hann bauð mér heim til sín svo ég hélt að þetta væri allt í góðu. Þangað mættu svo tveir aðrir menn til viðbótar. Á meðan verið var að misnota mig tók einn upp símann til að taka upp vídeó. Þetta var ekki það sem ég vildi en það vissi enginn hvar ég var. Hvað átti ég að gera, þrír menn og ég ein.“ Selja og lána stelpur Að sögn konunnar eru stelpur seldar án þess að vita það eða lánaðar í heimi vændis. „Þú mátt fá hana ef ég fæ efni. Menn selja aðgang að konum og stelpum fyrir efni,“ segir hún. Að sögn konunnar eru karlmenn sem hafa skapað sér ákveðna virðingu í undirheiminum eftirsóknarverðir hjá ungum stelpum þar sem þeir gefa þeim fíkniefni, veita þeim húsaskjól og vernd. „Þessir menn sem hafa kannski handrukkað í fimmtán ár eiga tvær til þrjár ungar stelpur í einu. Oj, eiga er ógeðslegt en jú, þeir dæla í þær dópi og vernda þær og þær fá húsaskjól. Þær þrífa hjá þeim í staðinn og borga þeim með líkama sínum. Á einhverjum tímapunkti gera þær svo eitthvað rangt og hann verður ljónið, sem verndaði þær, við þær.“ Hún nefnir dæmi og segir að barnaníðingur, sem sat inni fyrir að misnota systur sína, sé með misþroska konu heima hjá sér og enginn getur gert neitt til að bjarga henni. Treystir engum Konan segir vændisheiminn á Íslandi stærri og ljótari en fólk gerir sér grein fyrir. „Ég er enn þá að díla við afleiðingar af þessu og verð örugglega alltaf, ég treysti engum. Ef ég lendi ein í lyftu með karlmanni þá fer ég út á næstu hæð því ég er hrædd við alla karlmenn, þar til annað kemur í ljós,“ segir hún. Í dag vinnur hún hörðum höndum að því að vinna bug á hræðslunni. „Ég vil ekki labba ein í bænum eða vera ein þar sem er karlmaður en ef ég neyðist til þess þá tek ég upp símann og hringi í einhvern.“ Mjög algengt er að þær sem stunda vændi lendi í því að farið sé yfir þeirra mörk en einnig er algengt að kynferðisofbeldi, nauðganir, séu notaðar sem refsingar í svokölluðum neysluheimi. „Ég veit ekki hversu oft það hefur gerst. Þetta er svo algengt, nauðgun er notuð eins og hvert annað ofbeldi í þessum heimi. Ef þú rændir einhvern eða sveikst þá áttir þú það bara skilið, eins og hver annar þriðjudagur,“ segir hún. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan: Vændi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Ég var í neyslu og það kom sá dagur að ég átti ekki fyrir skammtinum mínum svo ég googlaði smá og fann heimasíður sem ég setti inn upplýsingar um mig og myndir,“ segir konan sem gerði sér ekki grein fyrir því hvað vændisheimurinn á Íslandi væri stór. Hún fylgdist með öðrum konum selja líkama sinn í einhvern tíma áður en hún tók skrefið sjálf. Fyrsti viðskiptavinurinn var giftur maður sem var með sér aðstöðu í atvinnuhúsnæði með rúmi. „Hann afsakaði sig með því að konan hans vildi ekki stunda kynlíf eftir að barnið fæddist og þess vegna mætti hann þetta,“ segir hún. Konan segir það ákveðinn misskilning að vændiskaupendur séu einungis skítugir eða subbulegir. „Það eru ákveðnir menn sem eru langverstir í þessu. Menn sem allir í þjóðfélaginu vita hverjir eru og líta upp til. Síðan eru þessir menn að kaupa vændi af litlum veikum stelpum, dæla í þær peningum og dópi. Það er mjög erfitt að horfa upp á þetta,“ segir hún. „Það er ein birtingarmyndin, þessir menn eru í sjónvarpinu og ég veit þetta um þá. Mig langar auðvitað að standa uppi á húsþökum og öskra þetta og að allir viti þetta um þá en ég má það ekki, ég verð þá kærð.“ Misnotuð af þremur mönnum Greinilegt er að ofbeldið sem konan hefur orðið fyrir hefur mikil áhrif á hana, enn þann dag í dag. Hún hefur nýtt sér þjónustu Stígamóta og ber þeim vel söguna en segir þessar erfiðu og flóknu tilfinningar hafa fellt sig oftar en einu sinni. „Ég hef barist við þær hugsanir að hafa boðið upp á þetta en er alfarið á þeirri skoðun að maður sé þolandi vændis eins og Stígamót orða það.“ Fyrir utan að selja aðgang að líkama sínum segir hún frá atviki sem hún lenti í: „Ég hitti mann, hann bauð mér heim til sín svo ég hélt að þetta væri allt í góðu. Þangað mættu svo tveir aðrir menn til viðbótar. Á meðan verið var að misnota mig tók einn upp símann til að taka upp vídeó. Þetta var ekki það sem ég vildi en það vissi enginn hvar ég var. Hvað átti ég að gera, þrír menn og ég ein.“ Selja og lána stelpur Að sögn konunnar eru stelpur seldar án þess að vita það eða lánaðar í heimi vændis. „Þú mátt fá hana ef ég fæ efni. Menn selja aðgang að konum og stelpum fyrir efni,“ segir hún. Að sögn konunnar eru karlmenn sem hafa skapað sér ákveðna virðingu í undirheiminum eftirsóknarverðir hjá ungum stelpum þar sem þeir gefa þeim fíkniefni, veita þeim húsaskjól og vernd. „Þessir menn sem hafa kannski handrukkað í fimmtán ár eiga tvær til þrjár ungar stelpur í einu. Oj, eiga er ógeðslegt en jú, þeir dæla í þær dópi og vernda þær og þær fá húsaskjól. Þær þrífa hjá þeim í staðinn og borga þeim með líkama sínum. Á einhverjum tímapunkti gera þær svo eitthvað rangt og hann verður ljónið, sem verndaði þær, við þær.“ Hún nefnir dæmi og segir að barnaníðingur, sem sat inni fyrir að misnota systur sína, sé með misþroska konu heima hjá sér og enginn getur gert neitt til að bjarga henni. Treystir engum Konan segir vændisheiminn á Íslandi stærri og ljótari en fólk gerir sér grein fyrir. „Ég er enn þá að díla við afleiðingar af þessu og verð örugglega alltaf, ég treysti engum. Ef ég lendi ein í lyftu með karlmanni þá fer ég út á næstu hæð því ég er hrædd við alla karlmenn, þar til annað kemur í ljós,“ segir hún. Í dag vinnur hún hörðum höndum að því að vinna bug á hræðslunni. „Ég vil ekki labba ein í bænum eða vera ein þar sem er karlmaður en ef ég neyðist til þess þá tek ég upp símann og hringi í einhvern.“ Mjög algengt er að þær sem stunda vændi lendi í því að farið sé yfir þeirra mörk en einnig er algengt að kynferðisofbeldi, nauðganir, séu notaðar sem refsingar í svokölluðum neysluheimi. „Ég veit ekki hversu oft það hefur gerst. Þetta er svo algengt, nauðgun er notuð eins og hvert annað ofbeldi í þessum heimi. Ef þú rændir einhvern eða sveikst þá áttir þú það bara skilið, eins og hver annar þriðjudagur,“ segir hún. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan:
Vændi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira