Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2023 12:18 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að dregið hafi úr líkum á gosi. Vísir/Vilhelm Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. „Það bendir allt til þess að kvika sé hætt að flæða in í ganginn og hafi ekki gert það síðustu daga. Sem eru góðar fréttir í bili en það er landris undir Svartsengi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Streymið í kvikuhólf undir Svartsengi svipi til þess sem var fyrir atburðina sem leiddu til þess að Grindavík var rýmd. „Þetta er ekkert mjög hratt streymi en samt eru þetta einhverjir nokkrir rúmmetrar á sekúndu sem eru að safnast þarna undir, ein Elliðaár eða rúmlega það, og það telst bara töluvert í öllum svona fræðum.“ Kvikan liggur þar á um fimm til sex kílómetra dýpi. Magnús Tumi segir að dregið hafi úr líkum á eldgosi þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á gosi í Grindavík er of snemmt að segja hvenær íbúar geta snúið aftur heim, segir prófessor í jarðeðlisfræði.vísir/Vilhelm Komi til goss á næstunni sé enn líklegast að kvikan fari aftur inn í ganginn og komi upp í sprungunni þar. „Þar er veikleikinn, þar er jarðskorpan veik fyrir og nánast opið. Ef það kæmi til goss er lang líklegasti staðurinn við Sundhnúka og þar. Þar er gangurinn breiðastur og þar var uppstreymið.“ Magnús Tumi segir of snemmt að segja hvenær Grindvíkingar geti mögulega snúið aftur heim, meðal annars þurfi að huga að hættulegum sprungum. „Það erað mörgu að gæta í því og líka bara að gera bæinn sæmilega öruggan áður en til þess kæmi,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
„Það bendir allt til þess að kvika sé hætt að flæða in í ganginn og hafi ekki gert það síðustu daga. Sem eru góðar fréttir í bili en það er landris undir Svartsengi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Streymið í kvikuhólf undir Svartsengi svipi til þess sem var fyrir atburðina sem leiddu til þess að Grindavík var rýmd. „Þetta er ekkert mjög hratt streymi en samt eru þetta einhverjir nokkrir rúmmetrar á sekúndu sem eru að safnast þarna undir, ein Elliðaár eða rúmlega það, og það telst bara töluvert í öllum svona fræðum.“ Kvikan liggur þar á um fimm til sex kílómetra dýpi. Magnús Tumi segir að dregið hafi úr líkum á eldgosi þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það. Þrátt fyrir að litlar líkur séu á gosi í Grindavík er of snemmt að segja hvenær íbúar geta snúið aftur heim, segir prófessor í jarðeðlisfræði.vísir/Vilhelm Komi til goss á næstunni sé enn líklegast að kvikan fari aftur inn í ganginn og komi upp í sprungunni þar. „Þar er veikleikinn, þar er jarðskorpan veik fyrir og nánast opið. Ef það kæmi til goss er lang líklegasti staðurinn við Sundhnúka og þar. Þar er gangurinn breiðastur og þar var uppstreymið.“ Magnús Tumi segir of snemmt að segja hvenær Grindvíkingar geti mögulega snúið aftur heim, meðal annars þurfi að huga að hættulegum sprungum. „Það erað mörgu að gæta í því og líka bara að gera bæinn sæmilega öruggan áður en til þess kæmi,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira