„Ég ætla að verða atvinnulaus“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. desember 2023 16:53 Halldóra Geirharðs leikur Bubba Morthens á Egótímabilinu. Borgarleikhúsið Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin. Leikhús Ástin og lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin.
Leikhús Ástin og lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira