„Ég ætla að verða atvinnulaus“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. desember 2023 16:53 Halldóra Geirharðs leikur Bubba Morthens á Egótímabilinu. Borgarleikhúsið Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin. Leikhús Ástin og lífið Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Halldóra er nýjasti gestur hlaðvarpsins Stjörnuspeki undir stjórn Ásgeirs Kolbeinssonar, Heru Gísladóttur og Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings. Í þættinum ræða þau um leiklistarferilinn, mikilvægi stjörnukorta og orkuna sem býr innra með henni. Segir skilið við leikhúsið Halldóra fer með hlutverk Bubba í söngleiknum Níu líf í Borgarleikhúsinu. Hún segir frá því hversu erfitt henni þótti að kveikja eldinn innra með sér að stíga á svið eftir að hafa leikið í 217 sýningum. „Það er rosalegt átak að kveikja í mér aftur og aftur. Fyrstu 50 til 80 sýningarnar var það frekar auðvelt, þar sem sýningin var ennþá svo lifandi í manni,“ segir Halldóra sem kveðst ekki getað leikið af skyldu. „Núna finn ég að ég er farin að slasa mig meira á sýningum. Til þess að kveikja eldinn verður hann næstum því of mikill þar sem ég fer inn í svo mikla reiði og það kemur svo mikil orka. Ég braut framtönn á sýningu um daginn,“ segir Halldóra. Hera, Gunnlaugur, Halldóra og Ásgeir Kolbeins ræddu allt á milli himins og jarðar í þættinum.Stjörnuspeki Að sögn Halldóru hefur hún sagt upp samningi sínum í Borgarleikhúsinu eftir 27 ár, og einnig sem kennari og prófessor í Listaháskóla Íslands. Hún segir vinnufyrirkomulagið sem hún hefur verið í síðastliðna áratugi ekki henta henni í dag. „Líkaminn minn og aðstæðurnar eru að ýta mér út í það,“ segir Halldóra. „Ég ætla að verða atvinnulaus,“ bætir hún við kímin. Lætur eiginmanninn lesa gagnrýnina Halldóra er ein þekktasta leikkona landsins og hefur til að mynda verið tilnefnd sem besta leikkona Evrópu. Þrátt fyrir mikla reynslu í faginu og velgengni fæst hún ekki til að lesa gagnrýni um sjálfa sig, nema hún sé jákvæð. „Ég er viðkvæm fyrir gagnrýni og les ekki gagnrýni í blöðum þar sem hún hefur meitt mig of mikið og fer djúpt inn í mig. Ég læt manninn minn lesa það og spyr hann hvort ég megi lesa það. Ef það er gott um mig þá les ég það, af því ég er ljón. En vil alls ekki lesa það ef það hallar á mig,“ segir hún og hlær. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir Halldóra um lífið, leiklistina og stjörnumerkin.
Leikhús Ástin og lífið Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira