Dýrmætum munum Guðbergs og Kjarvalsverkum bjargað frá Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 18:00 „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum,“ segir Lilja um þá muni sem hefur verið bjargað úr Grindavík. Vísir/Vilhelm/Einar Menningarlegum verðmætum, sem voru stödd í Grindavík, var bjargað úr bænum á dögunum. Á meðal þess sem var bjargað voru munir sem voru í eigu Guðbergs Bergssonar og málverk eftir Jóhannes Kjarval. Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum. Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum.
Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira