Meistararnir burstuðu ÍBV og komnir á toppinn að nýju Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 22:48 Dusty stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda. Dusty hafði auðveldan sigur gegn ÍBV í Ljósleiðaradeildinni fyrr í kvöld. Liðin mættust á Ancient og hófu Dusty leik í vörn. ÍBV sáu aldrei til sólar í leiknum en Dusty spöruðu ekkert í upphafi leiks og sigruðu hverja einustu lotu í fyrri hálfleik í afar einhliða leik. Staðan í hálfleik: 12-0 ÍBV fundu þrjá lotusigra í röð í upphafi seinni hálfleiks og komu stöðunni í 12-3 áður en náðarhöggið barst loks frá Dusty og einfaldur sigur í höfn fyrir meistarana. ÍBV þurfa þó enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Lokatölur: 13-3 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir sigurinn og geta því farið sáttir í jólafríið. Áfram þurfa ÍBV þó að sjá fyrir sér hvernig þeirra fyrsti sigurleikur á tímabilinu gæti ratað í greipar þeirra. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti
ÍBV sáu aldrei til sólar í leiknum en Dusty spöruðu ekkert í upphafi leiks og sigruðu hverja einustu lotu í fyrri hálfleik í afar einhliða leik. Staðan í hálfleik: 12-0 ÍBV fundu þrjá lotusigra í röð í upphafi seinni hálfleiks og komu stöðunni í 12-3 áður en náðarhöggið barst loks frá Dusty og einfaldur sigur í höfn fyrir meistarana. ÍBV þurfa þó enn að leita að sínum fyrsta sigri á tímabilinu. Lokatölur: 13-3 Dusty koma sér á topp deildarinnar að nýju eftir sigurinn og geta því farið sáttir í jólafríið. Áfram þurfa ÍBV þó að sjá fyrir sér hvernig þeirra fyrsti sigurleikur á tímabilinu gæti ratað í greipar þeirra.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti