Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 23:47 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fjallaði um tillögur stofnunar sem sendar voru til fjármálaráðuneytisins vegna jarðhræringana í Grindavík. Stöð 2 Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira