„Finnst þau vera að reyna að æsa okkur upp“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. desember 2023 14:17 Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, gagnrýnir að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla þar sem slíkt ýti undir æsing. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir galið að stjórn Gildis hafi kallað til lögreglu og öryggisvarða þegar mótmælt hefur verið við skrifstofur lífeyrissjóðsins. Slíkt ýti undir æsing og auki líkur á að mótmælin fari úr böndunum. Mótmæli fara fram klukkan 15 í dag. Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“ Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira