Boðskapur jólaplötu Mariuh Carey eigi sjaldan betur við en nú Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. desember 2023 17:01 Kristján Hrannar Pálsson, organisti og kórstjóri Grindavíkurkirkju, stendur fyrir söfnunartónleikum fyrir Grindavík á miðvikudagskvöld klukkan 20:00. N.R. Kristján Hrannar Pálsson, organista og kórstjóra Grindavíkurkirkju, rak í rogastans þegar hann áttaði sig á dýpt jólaplötu tónlistarkonunnar Mariah Carey. Platan verður flutt á söfnunartónleikum fyrir fjölskyldur úr Grindavík sem haldnir verða næstkomandi miðvikudagskvöld í Bústaðakirkju. Samheldið og sterkt samfélag Gígja Eyjólfsdóttir, formaður sóknarnefndar Grindavíkurkirkju, flytur ávarp fyrir tónleikagestina. Hún segir rýmingu bæjarins ekki raska jólahaldi fjölskyldu sinnar mikið og segist meðvituð um að aðstæður gætu verið mun verri. Þó muni hún sakna jólanna í þeirri mynd sem hún hefur vanist. „Samfélagið í Grindavík er samheldið og sterkt,“ segir Gígja og bætir við: „Tónlistin hefur alltaf skipað stóran sess í samfélaginu okkar og hefur oft og tíðum átt tengingu við Grindavíkurkirkju. Organistinn okkar hefur undirbúið jólatónleikana í ár af miklum metnaði og því mikið ánægjuefni að við getum haldið þá þrátt fyrir aðstæðurnar sem við erum í. Þetta er líka enn eitt tækifæri fyrir okkur Grindvíkinga til að koma saman og drekka í okkur jólaandann þó hann sé með öðru sniði í ár.“ Hún segir þó staðreynd að margir Grindvíkingar búi við mikla óvissu núna í kringum jólahátíðina. „Þetta er tími sem við öll viljum njóta með okkar nánasta í öryggi á heimilum okkar. Margir hafa gert ráðstafanir fyrir jólahátíðina og ætla sér að breyta jafnvel eitthvað til, en að sama skapi eru margar fjölskyldur sem búa við þann veruleika að hafa ekki þak yfir höfuðið og búa við mikla óvissu framundan varðandi fjármál. Það er því frábært að við í Grindavíkurkirkju getum með þessum tónleikum lagt okkar að mörkum til að styðja við það þann hóp og létta þeim lífið yfir jólahátíðina og það sem framundan er.“ Gígja Eyjólfsdóttir ásamt fjölskyldu sinni.Aðsend „Að fullu meðvituð um að aðstæður gætu verið miklu verri“ Frá því að Gígja og eiginmaður hennar eignuðust börn hafa þau varið jólunum á heimili sínu í Grindavík. „Við höfum skipst á að fá foreldra mína, sem búa líka í Grindavík, og svo tengdafjölskylduna sem ekki er búsett í Grindavík, til okkar,“ segir Gígja en þau munu nú eyða jólunum hjá tengdafjölskyldu hennar í Njarðvík. „Það stóð alltaf til að fara í sumarhúsið okkar á Flúðum milli jóla- og nýárs og vera þar yfir áramótin og við höldum okkur bara við það plan. Svo það má segja að jólahaldið hjá mér og minni fjölskyldu verði kannski ekki svo frábrugðið því sem við erum vön. Við erum líka að fullu meðvituð um að aðstæður gætu verið svo miklu verri. Það er fólkið okkar sem skiptir mestu máli og fá að verja jólunum með þeim. En auðvitað saknar maður jólanna í þeirri mynd sem maður er vanur, ég væri ekki að segja satt ef ég segði það ekki.“ Laus kirkja var lítið jólakraftaverk „Ég var á báðum áttum með að slá tónleikana út af borðinu,“ segir Kristján Hrannar Pálsson, organisti og kórstjóri í Grindavíkurkirkju. Hann tók við stöðunni í Grindavík fyrir tveimur árum síðan en var fyrir það kórstjóri og organisti í Óháða söfnuðinum í Reykjavík. Kristján er búsettur ásamt fjölskyldu sinni í vesturbæ Reykjavíkur. „Konan mín lagði þá til að breyta jólatónleikunum í söfnunartónleika, sem manni finnst núna eftir á að hyggja, að hafi verið eina leiðin. Ég hafði þá samband við Bústaðakirkju og athugaði hvort að upphaflega dagsetningin, 13. desember, væri laus, en sú kirkja varð fyrir valinu vegna þess að þar er hammond-orgel sem er nauðsynlegt fyrir svona tónlist. Sem betur fer var kirkjan laus akkúrat þetta eina kvöld, sem var lítið jólakraftaverk.“ Kórar Grindavíkurkirkju hafa æft jólatónleikaprógrammið síðan í sumar og því var haldið áfram æfingum í Tollhúsinu eftir að til rýmingar bæjarins kom. Fljótlega kom í ljós að ekki áttu allir í kirkjukór Grindavíkur heiman gengt til að koma fram á jólatónleikum. Sumir voru staddir úti á landi og aðrir erlendis. „Sem betur fer gat ég kallað til aukasöngvara úr Óháða kórnum sáluga, sem ég stofnaði þegar ég var organisti í Óháða söfnuðinum. Svo kallaði ég líka til söngvara úr FÍH kórnum, en báðir kórar höfðu sungið þetta prógramm í fyrra,“ segir Kristján. Söngvarar frá Venesúela Í fréttatilkynningu segir að í kór Grindavíkurkirkju sé hópur hælisleitenda frá Venesúela og þar á meðal er hámenntað tónlistarfólk, meðal annars fiðluleikari úr Sinfóníuhljómsveit Venesúela. „Hópurinn var dreifður um Suðvesturlandið en sem betur fer tók fólk sig saman í að aðstoða þau við að komast á æfingar í Tollhúsinu í Reykjavík svo að þau gætu verið með. Þetta fólk á ekki neitt nema fötin sín, er að flýja heimili sín í annað sinn og leggur sitt af mörkum til að aðstoða barnafjölskyldurnar í Grindavík sem er mjög virðingarvert. Biskupsstofa setti einnig á fót söfnunarreikning sem er ætlaður grindvískum barnafjölskyldum, til að mynda einstæðum foreldrum sem bjuggu við þröngan kost áður en náttúruhamfarir settu strik í reikninginn, og eru nú í dag í enn erfiðari stöðu að halda jól fjarri heimilum sínum.“ Mariah eigi erindi við alla Kristján segist viðurkenna að hann hafði áður fordóma fyrir jólaplötu Mariuh Carey en á plötunni er meðal annars að finna eitt vinsælasta jólalag fyrr og síðar, All I want for Christmas is you. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið með Mariuh Carey: „Ég hélt að þetta væru allt popplög á borð við All I want for Christmas is you en platan er alls ekki öll þannig. Restin af plötunni inniheldur þessi klassísku jólalög sem við þekkjum vel, sem fjalla um unga ólétta konu ásamt manni sínum á vergangi, að reyna að fá samastað hér og þar, en er alls staðar vísað frá,“ segir Kristján, sem útsetti lögin á plötunni fyrir kór og einsöngvara í fyrra, ásamt Unu Stefánsdóttur jazzsöngkonu. Um er að ræða lög á borð við Silent Night og O Holy Night. „Þessi boðskapur á sjaldan betur við en einmitt núna. Hann fær í fyrsta lagi nýja merkingu fyrir Grindvíkingum en minnir okkur líka á þjóðarmorðið sem á sér núna stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Kristján og bætir við: „Ég bjóst hreinlega ekki við því að jólaplata Mariuh Carey kæmi þessu svona vel til skila.“ „Þessi stund mun sameina okkur“ Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir er ung söngkona úr Grindavík sem túlkar Mariuh Carey á tónleikunum. Hún hlakkar mikið til að túlka dívuna á sviðinu en ætlar sér einnig að lita flutninginn með sínum eigin litum. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður og þetta er vissulega mikil áskorun en æfingar með Kristjáni Hrannari, kirkjukórnum og barnakórnum hafa gengið mjög vel. Ég ætla að reyna mitt allra besta að halda í stílinn hennar Mariuh Carey, sem er rosalega krefjandi en á sama tíma mun ég að flytja lögin í mínum eigin stíl. Ég hlakka ótrúlega til,“ segir hún. Arney hlakkar mikið til að stíga á svið og flytja lög dívunnar Mariuh Carey. Aðsend Að sögn Arneyjar er samveran Grindvíkingum mikilvægust í dag. „Þess vegna held ég að þessir tónleikar verði mjög eftirminnilegir. Söfnunin er kannski táknræn fyrir þann samhug sem við Grindvíkingar finnum frá öllum og erum svo þakklát fyrir. Þessi stund mun sameina okkur öll og færa okkur hlýju og jólaandann beint í hjartastað.“ Sýnt verður frá tónleikunum í beinni útsendingu á RÚV og hafa forsetahjónin staðfest komu sína á tónleikana. Fram koma: Barnakór Grindavíkurkirkju, Kór Grindavíkurkirkju, Gestasöngvarar úr Óháða kórnum og Kór FÍH ásamt hljómsveit. Einsöngvari er Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. Bragi Árnason kemur fram í dúett. Organisti og kórstjóri er Kristján Hrannar Pálsson, organisti Grindavíkurkirkju. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana. Tónleikar á Íslandi Grindavík Menning Jól Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Samheldið og sterkt samfélag Gígja Eyjólfsdóttir, formaður sóknarnefndar Grindavíkurkirkju, flytur ávarp fyrir tónleikagestina. Hún segir rýmingu bæjarins ekki raska jólahaldi fjölskyldu sinnar mikið og segist meðvituð um að aðstæður gætu verið mun verri. Þó muni hún sakna jólanna í þeirri mynd sem hún hefur vanist. „Samfélagið í Grindavík er samheldið og sterkt,“ segir Gígja og bætir við: „Tónlistin hefur alltaf skipað stóran sess í samfélaginu okkar og hefur oft og tíðum átt tengingu við Grindavíkurkirkju. Organistinn okkar hefur undirbúið jólatónleikana í ár af miklum metnaði og því mikið ánægjuefni að við getum haldið þá þrátt fyrir aðstæðurnar sem við erum í. Þetta er líka enn eitt tækifæri fyrir okkur Grindvíkinga til að koma saman og drekka í okkur jólaandann þó hann sé með öðru sniði í ár.“ Hún segir þó staðreynd að margir Grindvíkingar búi við mikla óvissu núna í kringum jólahátíðina. „Þetta er tími sem við öll viljum njóta með okkar nánasta í öryggi á heimilum okkar. Margir hafa gert ráðstafanir fyrir jólahátíðina og ætla sér að breyta jafnvel eitthvað til, en að sama skapi eru margar fjölskyldur sem búa við þann veruleika að hafa ekki þak yfir höfuðið og búa við mikla óvissu framundan varðandi fjármál. Það er því frábært að við í Grindavíkurkirkju getum með þessum tónleikum lagt okkar að mörkum til að styðja við það þann hóp og létta þeim lífið yfir jólahátíðina og það sem framundan er.“ Gígja Eyjólfsdóttir ásamt fjölskyldu sinni.Aðsend „Að fullu meðvituð um að aðstæður gætu verið miklu verri“ Frá því að Gígja og eiginmaður hennar eignuðust börn hafa þau varið jólunum á heimili sínu í Grindavík. „Við höfum skipst á að fá foreldra mína, sem búa líka í Grindavík, og svo tengdafjölskylduna sem ekki er búsett í Grindavík, til okkar,“ segir Gígja en þau munu nú eyða jólunum hjá tengdafjölskyldu hennar í Njarðvík. „Það stóð alltaf til að fara í sumarhúsið okkar á Flúðum milli jóla- og nýárs og vera þar yfir áramótin og við höldum okkur bara við það plan. Svo það má segja að jólahaldið hjá mér og minni fjölskyldu verði kannski ekki svo frábrugðið því sem við erum vön. Við erum líka að fullu meðvituð um að aðstæður gætu verið svo miklu verri. Það er fólkið okkar sem skiptir mestu máli og fá að verja jólunum með þeim. En auðvitað saknar maður jólanna í þeirri mynd sem maður er vanur, ég væri ekki að segja satt ef ég segði það ekki.“ Laus kirkja var lítið jólakraftaverk „Ég var á báðum áttum með að slá tónleikana út af borðinu,“ segir Kristján Hrannar Pálsson, organisti og kórstjóri í Grindavíkurkirkju. Hann tók við stöðunni í Grindavík fyrir tveimur árum síðan en var fyrir það kórstjóri og organisti í Óháða söfnuðinum í Reykjavík. Kristján er búsettur ásamt fjölskyldu sinni í vesturbæ Reykjavíkur. „Konan mín lagði þá til að breyta jólatónleikunum í söfnunartónleika, sem manni finnst núna eftir á að hyggja, að hafi verið eina leiðin. Ég hafði þá samband við Bústaðakirkju og athugaði hvort að upphaflega dagsetningin, 13. desember, væri laus, en sú kirkja varð fyrir valinu vegna þess að þar er hammond-orgel sem er nauðsynlegt fyrir svona tónlist. Sem betur fer var kirkjan laus akkúrat þetta eina kvöld, sem var lítið jólakraftaverk.“ Kórar Grindavíkurkirkju hafa æft jólatónleikaprógrammið síðan í sumar og því var haldið áfram æfingum í Tollhúsinu eftir að til rýmingar bæjarins kom. Fljótlega kom í ljós að ekki áttu allir í kirkjukór Grindavíkur heiman gengt til að koma fram á jólatónleikum. Sumir voru staddir úti á landi og aðrir erlendis. „Sem betur fer gat ég kallað til aukasöngvara úr Óháða kórnum sáluga, sem ég stofnaði þegar ég var organisti í Óháða söfnuðinum. Svo kallaði ég líka til söngvara úr FÍH kórnum, en báðir kórar höfðu sungið þetta prógramm í fyrra,“ segir Kristján. Söngvarar frá Venesúela Í fréttatilkynningu segir að í kór Grindavíkurkirkju sé hópur hælisleitenda frá Venesúela og þar á meðal er hámenntað tónlistarfólk, meðal annars fiðluleikari úr Sinfóníuhljómsveit Venesúela. „Hópurinn var dreifður um Suðvesturlandið en sem betur fer tók fólk sig saman í að aðstoða þau við að komast á æfingar í Tollhúsinu í Reykjavík svo að þau gætu verið með. Þetta fólk á ekki neitt nema fötin sín, er að flýja heimili sín í annað sinn og leggur sitt af mörkum til að aðstoða barnafjölskyldurnar í Grindavík sem er mjög virðingarvert. Biskupsstofa setti einnig á fót söfnunarreikning sem er ætlaður grindvískum barnafjölskyldum, til að mynda einstæðum foreldrum sem bjuggu við þröngan kost áður en náttúruhamfarir settu strik í reikninginn, og eru nú í dag í enn erfiðari stöðu að halda jól fjarri heimilum sínum.“ Mariah eigi erindi við alla Kristján segist viðurkenna að hann hafði áður fordóma fyrir jólaplötu Mariuh Carey en á plötunni er meðal annars að finna eitt vinsælasta jólalag fyrr og síðar, All I want for Christmas is you. Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið með Mariuh Carey: „Ég hélt að þetta væru allt popplög á borð við All I want for Christmas is you en platan er alls ekki öll þannig. Restin af plötunni inniheldur þessi klassísku jólalög sem við þekkjum vel, sem fjalla um unga ólétta konu ásamt manni sínum á vergangi, að reyna að fá samastað hér og þar, en er alls staðar vísað frá,“ segir Kristján, sem útsetti lögin á plötunni fyrir kór og einsöngvara í fyrra, ásamt Unu Stefánsdóttur jazzsöngkonu. Um er að ræða lög á borð við Silent Night og O Holy Night. „Þessi boðskapur á sjaldan betur við en einmitt núna. Hann fær í fyrsta lagi nýja merkingu fyrir Grindvíkingum en minnir okkur líka á þjóðarmorðið sem á sér núna stað fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Kristján og bætir við: „Ég bjóst hreinlega ekki við því að jólaplata Mariuh Carey kæmi þessu svona vel til skila.“ „Þessi stund mun sameina okkur“ Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir er ung söngkona úr Grindavík sem túlkar Mariuh Carey á tónleikunum. Hún hlakkar mikið til að túlka dívuna á sviðinu en ætlar sér einnig að lita flutninginn með sínum eigin litum. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður og þetta er vissulega mikil áskorun en æfingar með Kristjáni Hrannari, kirkjukórnum og barnakórnum hafa gengið mjög vel. Ég ætla að reyna mitt allra besta að halda í stílinn hennar Mariuh Carey, sem er rosalega krefjandi en á sama tíma mun ég að flytja lögin í mínum eigin stíl. Ég hlakka ótrúlega til,“ segir hún. Arney hlakkar mikið til að stíga á svið og flytja lög dívunnar Mariuh Carey. Aðsend Að sögn Arneyjar er samveran Grindvíkingum mikilvægust í dag. „Þess vegna held ég að þessir tónleikar verði mjög eftirminnilegir. Söfnunin er kannski táknræn fyrir þann samhug sem við Grindvíkingar finnum frá öllum og erum svo þakklát fyrir. Þessi stund mun sameina okkur öll og færa okkur hlýju og jólaandann beint í hjartastað.“ Sýnt verður frá tónleikunum í beinni útsendingu á RÚV og hafa forsetahjónin staðfest komu sína á tónleikana. Fram koma: Barnakór Grindavíkurkirkju, Kór Grindavíkurkirkju, Gestasöngvarar úr Óháða kórnum og Kór FÍH ásamt hljómsveit. Einsöngvari er Arney Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. Bragi Árnason kemur fram í dúett. Organisti og kórstjóri er Kristján Hrannar Pálsson, organisti Grindavíkurkirkju. Hér má finna nánari upplýsingar um tónleikana.
Tónleikar á Íslandi Grindavík Menning Jól Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira