Sendir annarri konu kröfubréf vegna ummæla um nauðgun Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. desember 2023 19:10 Ingólfur Þórarinsson hafði betur gegn Sindra Þór í meiðyrðamáli eftir að hafa áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Nú hefur Ingólfur stefnt konu vegna sambærilegra ummæla. Vísir/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent konu kröfubréf vegna ummæla sem hún lét falla um hann á netinu árið 2022. Heimildin greinir frá og hefur eftir lögmanni Ingólfs að ekki sé útilokað að kröfubréfunum fjölgi á hendur fólki sem hafi tjáð sig með meiðandi hætti um tónlistarmanninn. Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, sagði í samtali við Heimildina að Ingólfur ætlaði ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að í kröfubréfinu sé farið fram á að ummælin séu leiðrétt eða afturkölluð og beðist afsökunar á þeim. Þá krefji Ingólfur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og 150 þúsund króna í lögmannskostnað til viðbótar. Ellegar áskilji hann sér rétt til að fara fram á „fullar miskabætur honum til handa sem og málskostnað“. Ummæli um nauðgun og ofbeldi gegn ungum konum Ummæli konunnar voru samkvæmt Heimildinni svar við öðrum ummælum á samfélagsmiðlum. Þar hafði Ingólfur verið hvattur til dáða með orðunum „Áfram gakk Ingó“ undir frétt af viðbrögðum hans við ásökunum á hendur honum. Konan svaraði þeim ummælum og spurði hvort viðkomandi ætti við „þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Í frétt Heimildarinnar kemur fram að konan sé í erfiðri langtíma krabbameinsmeðferð og treysti sér því ekki til að ræða málið opinberlega að svo stöddu. Afstaða hennar sé þó eindregið að standa með þolendum. Þá hafi hún skrifað ummælin af því hún vildi að þolendur upplifðu stuðning. Það væri hennar eini hvati. Tapaði í héraði en hafði betur í Landsrétti Ingólfur hafði í nóvember síðastliðnum betur í Landsrétti í meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Ingólfur tapaði málinu í héraði, áfrýjaði til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn Ingólfi í vil. Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sindri var sýknaður af öllum kröfum Ingólfs í héraði í maí árið 2022. Í dómi héraðsdóms sagði að Sindri hefði í góðri trú viðhaft ummælin vegna Twitter-þráðs, sem vakti mikla umræðu, þar sem fjöldi fólks lýsti sögum sem það hafði heyrt af Ingólfi í gegn um tíðina. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu. Ummæli Sindra Þórs í garð Ingólfs hafi á forkastanlegan hátt gefið til kynna að sá síðarnefndi hafi haft samræði við börn. Með ummælunum hafi verið gefið til kynna að Ingó hafi framið alvarleg kynferðisbrot sem varða refsingu, en ekki átt kynferðislegt samneyti við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján. Sindri vildi meina að hann hafi látið ummæli sín falla í góðri trú, þar sem hann hafði undir höndum frásagnir af meintri hegðun Ingólfs. Landsréttur gat ekki fallist á það. Ummæli Sindra Þórs voru dæmd dauð og ómerk. Sindri Þór var dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta og til að greiða Ingólfi málskostnað, sem naut þó gjafsóknar í málinu. Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Auður Björg Jónsdóttir, lögmaður Ingólfs, sagði í samtali við Heimildina að Ingólfur ætlaði ekki að sitja undir því að vera sakaður um að nauðga konum og beita ofbeldi. Í frétt Heimildarinnar kemur fram að í kröfubréfinu sé farið fram á að ummælin séu leiðrétt eða afturkölluð og beðist afsökunar á þeim. Þá krefji Ingólfur konuna um greiðslu 250 þúsund króna í miskabætur og 150 þúsund króna í lögmannskostnað til viðbótar. Ellegar áskilji hann sér rétt til að fara fram á „fullar miskabætur honum til handa sem og málskostnað“. Ummæli um nauðgun og ofbeldi gegn ungum konum Ummæli konunnar voru samkvæmt Heimildinni svar við öðrum ummælum á samfélagsmiðlum. Þar hafði Ingólfur verið hvattur til dáða með orðunum „Áfram gakk Ingó“ undir frétt af viðbrögðum hans við ásökunum á hendur honum. Konan svaraði þeim ummælum og spurði hvort viðkomandi ætti við „þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Í frétt Heimildarinnar kemur fram að konan sé í erfiðri langtíma krabbameinsmeðferð og treysti sér því ekki til að ræða málið opinberlega að svo stöddu. Afstaða hennar sé þó eindregið að standa með þolendum. Þá hafi hún skrifað ummælin af því hún vildi að þolendur upplifðu stuðning. Það væri hennar eini hvati. Tapaði í héraði en hafði betur í Landsrétti Ingólfur hafði í nóvember síðastliðnum betur í Landsrétti í meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni. Ingólfur tapaði málinu í héraði, áfrýjaði til Landsréttar sem kvað upp dóm sinn Ingólfi í vil. Ingólfur krafðist þess að fimm ummæli Sindra um sig yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þriggja milljóna króna í miskabætur. Ummælin beindust öll að meintum kynferðisbrotum Ingólfs en Sindri lét ummælin falla í kjölfar þess að aðgerðahópurinn Öfgar birti nafnlausar sögur meintra þolenda tónlistarmannsins. Sindri var sýknaður af öllum kröfum Ingólfs í héraði í maí árið 2022. Í dómi héraðsdóms sagði að Sindri hefði í góðri trú viðhaft ummælin vegna Twitter-þráðs, sem vakti mikla umræðu, þar sem fjöldi fólks lýsti sögum sem það hafði heyrt af Ingólfi í gegn um tíðina. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu. Ummæli Sindra Þórs í garð Ingólfs hafi á forkastanlegan hátt gefið til kynna að sá síðarnefndi hafi haft samræði við börn. Með ummælunum hafi verið gefið til kynna að Ingó hafi framið alvarleg kynferðisbrot sem varða refsingu, en ekki átt kynferðislegt samneyti við einstaklinga á aldrinum fimmtán til átján. Sindri vildi meina að hann hafi látið ummæli sín falla í góðri trú, þar sem hann hafði undir höndum frásagnir af meintri hegðun Ingólfs. Landsréttur gat ekki fallist á það. Ummæli Sindra Þórs voru dæmd dauð og ómerk. Sindri Þór var dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur auk vaxta og til að greiða Ingólfi málskostnað, sem naut þó gjafsóknar í málinu.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29 Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21 Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira
Ingó og Sindri takast á um umdeild ummæli í dómsal Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni er hafin í Héraðsdómi Reykjavíkur. Báðir voru mættir í dómsal þar sem þinghald hófst klukkan 10. 2. maí 2022 10:29
Öfgar segja Ingó hafa sakbent sjálfan sig Aðgerðahópurinn Öfgar segir tónlistamanninn Ingólf Þórarinsson sjálfan hafa bendlað sig við sögur af kynferðisofbeldi þar sem hann var ekki nafngreindur. 6. febrúar 2022 14:21
Vill að Sindra verði gert að birta dóminn á Twitter Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vill að forsendur dóms í máli gegn Sindra Þór Sigríðarssyni Hilmarssyni verði birtar á Twitter. Málið varðar meint ærumeiðandi ummæli Sindra um tónlistarmanninn en aðalmeðferð fer fram þann 18. janúar næstkomandi. 6. janúar 2022 19:03