Jógastaða vikunnar: Öndun tilvalin til að draga úr streitu Boði Logason skrifar 12. desember 2023 09:40 Þóra Rós er einn vinsælasti jógakennari landsins og ætlar að kenna lesendum Vísis að slaka á og draga úr streitu næstu sex þriðjudaga. Vilhelm Jógastaða vikunnar er nýr liður á Vísi en þar fer jógakennarinn Þóra Rós Guðbjartsdóttir yfir eina jógastöðu með lesendum í stuttu innslagi næstu sex vikurnar. Þóra Rós heldur úti vefnum 101yoga.is þar sem hún miðlar reynslu sinni í faginu. Í samtali við Vísi segist hún spennt að fá að sýna lesendum Vísi mismunandi æfingar sem geta hjálpað til að losa um streitu og stress. Fyrsta staðan er Öndun en Þóra segir að hún sé mikilvæg til að kúpla sig frá amstri dagsins og anda meðvitað. Leyfa huganum að róast, safna orku og róa taugakerfið. Þannig drögum við úr streitu. „Það er mikilvægt að hlúa að okkur á hverjum degi og rannsóknir hafa sýnt að stunda jóga og hugleiðslu, skilar sér í betri líðan, meiri afköstum og aukinni ánægju í starfi. Ég ætla að kenna lesendum Vísis einfaldar æfingar sem hægt er að nýta hvar og hvenær sem er,“ segir hún. „Jóga er svo miklu meira en bara hreyfing. Jóga gefur manni ýmis tól og tæki sem geta hjálpað okkur takast á við áskoranir og mótlæti sem koma upp í daglegu lífi. Fyrir mér snýst jóga um að vera meðvituð um öndunina, hugsanirnar og líkamann. Að geta valið hvernig ég ætla að eyða orkunni minni yfir daginn og næra hug líkama og sál,“ segir Þóra Rós. Þóra er með síðuna 101yoga.is og þá er hún einnig virk á Instagram @101yogareykjavik. Jógastaða vikunnar Jóga Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Þóra Rós heldur úti vefnum 101yoga.is þar sem hún miðlar reynslu sinni í faginu. Í samtali við Vísi segist hún spennt að fá að sýna lesendum Vísi mismunandi æfingar sem geta hjálpað til að losa um streitu og stress. Fyrsta staðan er Öndun en Þóra segir að hún sé mikilvæg til að kúpla sig frá amstri dagsins og anda meðvitað. Leyfa huganum að róast, safna orku og róa taugakerfið. Þannig drögum við úr streitu. „Það er mikilvægt að hlúa að okkur á hverjum degi og rannsóknir hafa sýnt að stunda jóga og hugleiðslu, skilar sér í betri líðan, meiri afköstum og aukinni ánægju í starfi. Ég ætla að kenna lesendum Vísis einfaldar æfingar sem hægt er að nýta hvar og hvenær sem er,“ segir hún. „Jóga er svo miklu meira en bara hreyfing. Jóga gefur manni ýmis tól og tæki sem geta hjálpað okkur takast á við áskoranir og mótlæti sem koma upp í daglegu lífi. Fyrir mér snýst jóga um að vera meðvituð um öndunina, hugsanirnar og líkamann. Að geta valið hvernig ég ætla að eyða orkunni minni yfir daginn og næra hug líkama og sál,“ segir Þóra Rós. Þóra er með síðuna 101yoga.is og þá er hún einnig virk á Instagram @101yogareykjavik.
Jógastaða vikunnar Jóga Heilsa Geðheilbrigði Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira