Avatar: Frontiers of Pandora - Einstaklega fallegur leikur en á köflum of einsleitur Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 08:45 Avatar: Frontiers of Pandora er mögulega fallegasti leikur sem ég hef spilað. Grafíkin og hljóðið er framúrskarandi en því miður má ekki segja það sama um söguna og þar að auki getur leikurinn verið frekar einsleitur. Í AFP setja spilarar sig í spor ungs Na'vi sem var handsamaður eða handsömuð af vondum mönnum og til stóð að ala upp sem hermann fyrir menn á Pandóru. Það fer þó ekki eftir áætlun og spilarar þurfa að læra hvað það er að vera Na'vi og sameina fólkið gegn þessum drullusokkum í RDA, eða Resources Development Administration. Ef þú hefur spilað einn leik frá Ubisoft, hefur þú spilað þá alla. Þetta hefur verið satt í þó nokkur ár og á nokkuð vel við Avatar: Frontiers of Pandora. AFP ber þess keim að vera gerður af sömu aðilunum og hafa gert Far Cry leikina í gegnum árin. Hann er fyrstu persónu hasarleikur, þar sem maður beitir boga og byssum af mikilli færni, klifrar og svífur um stóran opinn heim og leysir verkefni fyrir hinar ýmsu fylkingar. Það er margt til í því að AFP sé í raun Far Cry: Pandóra en ég sá honum einnig líkt við Crysis-leikina og er hjartanlega sammála því. Maður spilar sem þriggja metra hár ofurhermaður gegn hefðbundnum mönnum, jafnvel þó sumir þeirra séu í vélknúnum stríðstækjum. Eins og í Crysis þarf maður að fela sig, skipuleggja árásir sínar og forðast langdrægna bardaga, þar sem aðalpersónan þolir ekki mörg skot, eðlilega. Spilarar geta bæði beitt bogum og byssum gegn drullusokkunum frá RDA á Pandóru. Einn fallegasti leikurinn Annars vil ég byrja á stærsta kosti Avatar: Frontiers of Pandora. Þessi leikur lítur fáránlega vel út. Þegar nýir leikir koma út, gerist af og til að maður fyllist undrunar við að taka fyrstu skrefin í tilteknum söguheimum. Í stað þess að gera eins og maður á að gera, ver maður tíma sínum í að skoða tré og steina, dýralíf og ég veit ekki hvað og hvað. Ég man eftir því að þessi undrun hafi skollið á mér við fyrstu spilun Skyrim. Hún gerði það þegar ég spilaði Witcher 3 í fyrsta sinn og hún gerði það heldur betur þegar ég spilaði Red Dead Redemption 2. Ég gekk um og rýndi í allt sem á vegi mínum varð. Maður getur fundið mikið magn upplýsinga um plöntur og dýr á Pandóru, með því að skoða þau. Þá er vert að tala um fyrsta sólsetrið á tunglinu, þegar umhverfið gjörbreytist. Dýr, plöntur og Na'vi lýsast þá upp með lífefnaljómun og heimurinn tekur stakkaskiptum. Pandóra er stórglæsileg á næturna. Það skín í gegnum leikinn að framleiðendur hans hafa lagt gífurlega mikið í gera hann rétt og gera hann fallegan. Til þess störfuðu þeir með sömu aðilum og komu að hönnun Pandora fyrir Avatar-kvikmyndir James Cameron. Ég hef á köflum lent í basli mað hikt og það að hljóðið fari í rugl á tilteknum svæðum í leiknum og hef ekki getað lagað það, né fundið aðra sem glíma við sama vandamál. Það hefur þó ekki truflað mig of mikið og ég á von að það verði lagað með plástrum, hvað sem vandamálið er. Ef þið hafið áhuga að kafa betur í grafík AFP, þá legg ég til að horfa á yfirferð Digital Foundry hér að neðan. Mjög mikið Far Cry Þá komum við að spiluninni. Eins og áður segir, minnir hún mikið á Far Cry, þar sem AFP er framleiddur af Ubisoft og Massive Entertainment, dótturfyrirtæki Ubisoft, sem kom meðal annars að Far Cry 3, besta leiknum í seríunni. Eins og Far Cry leikirnir gerist AFP í stórum opnum heimi sem skiptist niður í nokkur héruð. Þessi héröð skiptast svo niður í minni svæði og þau opnar maður með því að ráðast á vinnslustöðvar RDA. Á sama tíma dregur maður úr mengun og opnar þar af leiðandi á betri auðlindir á Pandóru. Þessar auðlindir, hvort sem þær koma frá veiddum dýrum, af trjám eða af jörðinni, notar maður svo til að gera betri klæðnað og vopn til að nota gegn RDA. Þetta er allt eins og gengur og gerist í Far Cry leikjunum fyrir utan það hvernig gæði auðlinda eru háð utanaðkomandi aðstæðum. Til að gera betri boga úr tilteknu tréi, þarf maður að finna besta tréið og brjóta grein af því við rétt skilyrði, eins og til dæmis í rigningu eða að nóttu til. Hér að neðan má sjá hvernig leikurinn lítur út í bestu grafíkinni sem er í boði. Þetta bætir flækjustigi eða tveimur við gamla kerfið úr Far Cry leikjunum en gefur manni tilefni til að lesa sig til um mismunandi auðlindir og kanna Pandóru betur, sem er í flestum tilfellum jákvætt. Það er samt óþolandi að verja tíma í að finna frábært tré í rigningu og svo styttir upp um leið og maður finnur það. Svo þarf maður að leita uppi tré, sem gefa manni meira líf, og plöntur sem gefa reynslupunkta. Þá er svo hægt að nota til að betrumbæta aðalpersónuna. Þetta er allt eftir hlutarins eðli en getur allt saman orðið frekar einsleitt. Þá hjálpar fegðurð Pandóru til. Nimun er æði Eins gaman og það er að hlaupa og hoppa um yfirborð Pandóru, þá er eiginlega skemmtilegra að fljúga um á Ikran, sem er flugeðlan sem flestir ættu að kannast við úr fystu Avatar-myndinni. Það verður aldrei leiðinlegt að hoppa framan af bjargi og vera gripinn af Nimun (eðlan mín heitir það) fljúga á brott og skjóta niður nokkrar þyrlur, eða hvað sem þetta er, í leiðinni. Það er ekki bara hægt að fljúga um Pandóru, heldur einnig ríða nokkurskonar hestum um sléttur tunglsins. Sagan ekki upp á marga fiska Í gegnum spilun leiksins lærir maður mikið um menningu Na'vi fólksins og vistkerfi Pandóru. Samhliða aðalpersónunni þarf maður að læra hvað það er að vera Na'vi, sem er skemmtilegt. Andrúmsloft leiksins er þó oftar en ekki skringilegt. Maður er í raun að spila sem blátt og þriggja metra hátt barn og rödd aðalpersónunnar er í takt við það. Flestir koma fram við mann sem barn en í sama mund er maður að murrka lífið úr haugum af mönnum. Þetta hefur stuðað mig alveg óheyrilega mikið, þó það sé kannski smávægilegt. Mér finnst þetta grafa svo mikið undan söguheiminum og það á kannski sérstaklega við talsetningu stráksins sem ég spila og hve óöruggur hann er, þrátt fyrir að vera mikill stríðsmaður og jafnvel leiðtogi í öðrum hlutum leiksins. Annað sem mig langar til að setja út á, er hvað það er rosalega mikið af svokölluðum mini-games innan AFP. Snemma í leiknum fær maður tól til að hakka hina ýmsu hluti en það felur í sér að stýra punkti gegnum völundarhús og í gegnum ýmsar þrautir innan tiltekins tíma. Þetta er aldrei erfitt og allt of oft í leiknum. Það er týna grjót upp af jörðinni getur líka verið mini-leikur, þar sem maður þarf að halda takka á músinni inni og í senn draga hana í einvherja átt. Ef maður dregur í ranga átt af of mikilli hörku, skemmir maður steininn. Svo eru staðir í leiknum þar sem aðalpersónan lærir meira um ættbálkinn sinn með hugleiðslu. Það felur í sér langdregna mini-leiki þar sem maður þarf að nota mús og lyklaborð til að fylgja einhverjum hring eftir í gegnum ákveðið ferli og getur þetta tekið nokkrar mínútur. Þetta hljómar ef til vill hræðilega en það er út af því að þetta er hræðilegt. Mér er eiginlega merkilega illa við þetta en ég fann í stillingum leiksins að ég get komist hjá þessum minningarhlutum og gert það auðveldara að týna áðurnefnda steina. Ég stökk á það, enda er svona drasl óþolandi. Ég er eignlega orðinn hálf reiður við að skrifa þetta en það er eitthvað sem ég þarf líklega að eiga við sjálfan mig. Samantekt-ish Avatar: Frontiers of Pandora er ekkert besti leikur í heimi. Hann er fínn. Hinn ágætasti leikur. Hann er þó alveg fáránlega flottur og það gerir gífurlega mikið fyrir hann. Ég er ekki búinn með leikinn enn, þó ég hafi spilað hann í tæpar tuttugu klukkustundir. Þrátt fyrir takmörkuð vandræði og mis-áhugaverða sögu, er ég alls ekki tilbúinn til að yfirgefa Pandóru. Heimurinn sem Ubisoft hefur skapað þarna er of fallegur og ég á enn eftir að skoða ýmislegt sem þar er að finna. Leikjadómar Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Í AFP setja spilarar sig í spor ungs Na'vi sem var handsamaður eða handsömuð af vondum mönnum og til stóð að ala upp sem hermann fyrir menn á Pandóru. Það fer þó ekki eftir áætlun og spilarar þurfa að læra hvað það er að vera Na'vi og sameina fólkið gegn þessum drullusokkum í RDA, eða Resources Development Administration. Ef þú hefur spilað einn leik frá Ubisoft, hefur þú spilað þá alla. Þetta hefur verið satt í þó nokkur ár og á nokkuð vel við Avatar: Frontiers of Pandora. AFP ber þess keim að vera gerður af sömu aðilunum og hafa gert Far Cry leikina í gegnum árin. Hann er fyrstu persónu hasarleikur, þar sem maður beitir boga og byssum af mikilli færni, klifrar og svífur um stóran opinn heim og leysir verkefni fyrir hinar ýmsu fylkingar. Það er margt til í því að AFP sé í raun Far Cry: Pandóra en ég sá honum einnig líkt við Crysis-leikina og er hjartanlega sammála því. Maður spilar sem þriggja metra hár ofurhermaður gegn hefðbundnum mönnum, jafnvel þó sumir þeirra séu í vélknúnum stríðstækjum. Eins og í Crysis þarf maður að fela sig, skipuleggja árásir sínar og forðast langdrægna bardaga, þar sem aðalpersónan þolir ekki mörg skot, eðlilega. Spilarar geta bæði beitt bogum og byssum gegn drullusokkunum frá RDA á Pandóru. Einn fallegasti leikurinn Annars vil ég byrja á stærsta kosti Avatar: Frontiers of Pandora. Þessi leikur lítur fáránlega vel út. Þegar nýir leikir koma út, gerist af og til að maður fyllist undrunar við að taka fyrstu skrefin í tilteknum söguheimum. Í stað þess að gera eins og maður á að gera, ver maður tíma sínum í að skoða tré og steina, dýralíf og ég veit ekki hvað og hvað. Ég man eftir því að þessi undrun hafi skollið á mér við fyrstu spilun Skyrim. Hún gerði það þegar ég spilaði Witcher 3 í fyrsta sinn og hún gerði það heldur betur þegar ég spilaði Red Dead Redemption 2. Ég gekk um og rýndi í allt sem á vegi mínum varð. Maður getur fundið mikið magn upplýsinga um plöntur og dýr á Pandóru, með því að skoða þau. Þá er vert að tala um fyrsta sólsetrið á tunglinu, þegar umhverfið gjörbreytist. Dýr, plöntur og Na'vi lýsast þá upp með lífefnaljómun og heimurinn tekur stakkaskiptum. Pandóra er stórglæsileg á næturna. Það skín í gegnum leikinn að framleiðendur hans hafa lagt gífurlega mikið í gera hann rétt og gera hann fallegan. Til þess störfuðu þeir með sömu aðilum og komu að hönnun Pandora fyrir Avatar-kvikmyndir James Cameron. Ég hef á köflum lent í basli mað hikt og það að hljóðið fari í rugl á tilteknum svæðum í leiknum og hef ekki getað lagað það, né fundið aðra sem glíma við sama vandamál. Það hefur þó ekki truflað mig of mikið og ég á von að það verði lagað með plástrum, hvað sem vandamálið er. Ef þið hafið áhuga að kafa betur í grafík AFP, þá legg ég til að horfa á yfirferð Digital Foundry hér að neðan. Mjög mikið Far Cry Þá komum við að spiluninni. Eins og áður segir, minnir hún mikið á Far Cry, þar sem AFP er framleiddur af Ubisoft og Massive Entertainment, dótturfyrirtæki Ubisoft, sem kom meðal annars að Far Cry 3, besta leiknum í seríunni. Eins og Far Cry leikirnir gerist AFP í stórum opnum heimi sem skiptist niður í nokkur héruð. Þessi héröð skiptast svo niður í minni svæði og þau opnar maður með því að ráðast á vinnslustöðvar RDA. Á sama tíma dregur maður úr mengun og opnar þar af leiðandi á betri auðlindir á Pandóru. Þessar auðlindir, hvort sem þær koma frá veiddum dýrum, af trjám eða af jörðinni, notar maður svo til að gera betri klæðnað og vopn til að nota gegn RDA. Þetta er allt eins og gengur og gerist í Far Cry leikjunum fyrir utan það hvernig gæði auðlinda eru háð utanaðkomandi aðstæðum. Til að gera betri boga úr tilteknu tréi, þarf maður að finna besta tréið og brjóta grein af því við rétt skilyrði, eins og til dæmis í rigningu eða að nóttu til. Hér að neðan má sjá hvernig leikurinn lítur út í bestu grafíkinni sem er í boði. Þetta bætir flækjustigi eða tveimur við gamla kerfið úr Far Cry leikjunum en gefur manni tilefni til að lesa sig til um mismunandi auðlindir og kanna Pandóru betur, sem er í flestum tilfellum jákvætt. Það er samt óþolandi að verja tíma í að finna frábært tré í rigningu og svo styttir upp um leið og maður finnur það. Svo þarf maður að leita uppi tré, sem gefa manni meira líf, og plöntur sem gefa reynslupunkta. Þá er svo hægt að nota til að betrumbæta aðalpersónuna. Þetta er allt eftir hlutarins eðli en getur allt saman orðið frekar einsleitt. Þá hjálpar fegðurð Pandóru til. Nimun er æði Eins gaman og það er að hlaupa og hoppa um yfirborð Pandóru, þá er eiginlega skemmtilegra að fljúga um á Ikran, sem er flugeðlan sem flestir ættu að kannast við úr fystu Avatar-myndinni. Það verður aldrei leiðinlegt að hoppa framan af bjargi og vera gripinn af Nimun (eðlan mín heitir það) fljúga á brott og skjóta niður nokkrar þyrlur, eða hvað sem þetta er, í leiðinni. Það er ekki bara hægt að fljúga um Pandóru, heldur einnig ríða nokkurskonar hestum um sléttur tunglsins. Sagan ekki upp á marga fiska Í gegnum spilun leiksins lærir maður mikið um menningu Na'vi fólksins og vistkerfi Pandóru. Samhliða aðalpersónunni þarf maður að læra hvað það er að vera Na'vi, sem er skemmtilegt. Andrúmsloft leiksins er þó oftar en ekki skringilegt. Maður er í raun að spila sem blátt og þriggja metra hátt barn og rödd aðalpersónunnar er í takt við það. Flestir koma fram við mann sem barn en í sama mund er maður að murrka lífið úr haugum af mönnum. Þetta hefur stuðað mig alveg óheyrilega mikið, þó það sé kannski smávægilegt. Mér finnst þetta grafa svo mikið undan söguheiminum og það á kannski sérstaklega við talsetningu stráksins sem ég spila og hve óöruggur hann er, þrátt fyrir að vera mikill stríðsmaður og jafnvel leiðtogi í öðrum hlutum leiksins. Annað sem mig langar til að setja út á, er hvað það er rosalega mikið af svokölluðum mini-games innan AFP. Snemma í leiknum fær maður tól til að hakka hina ýmsu hluti en það felur í sér að stýra punkti gegnum völundarhús og í gegnum ýmsar þrautir innan tiltekins tíma. Þetta er aldrei erfitt og allt of oft í leiknum. Það er týna grjót upp af jörðinni getur líka verið mini-leikur, þar sem maður þarf að halda takka á músinni inni og í senn draga hana í einvherja átt. Ef maður dregur í ranga átt af of mikilli hörku, skemmir maður steininn. Svo eru staðir í leiknum þar sem aðalpersónan lærir meira um ættbálkinn sinn með hugleiðslu. Það felur í sér langdregna mini-leiki þar sem maður þarf að nota mús og lyklaborð til að fylgja einhverjum hring eftir í gegnum ákveðið ferli og getur þetta tekið nokkrar mínútur. Þetta hljómar ef til vill hræðilega en það er út af því að þetta er hræðilegt. Mér er eiginlega merkilega illa við þetta en ég fann í stillingum leiksins að ég get komist hjá þessum minningarhlutum og gert það auðveldara að týna áðurnefnda steina. Ég stökk á það, enda er svona drasl óþolandi. Ég er eignlega orðinn hálf reiður við að skrifa þetta en það er eitthvað sem ég þarf líklega að eiga við sjálfan mig. Samantekt-ish Avatar: Frontiers of Pandora er ekkert besti leikur í heimi. Hann er fínn. Hinn ágætasti leikur. Hann er þó alveg fáránlega flottur og það gerir gífurlega mikið fyrir hann. Ég er ekki búinn með leikinn enn, þó ég hafi spilað hann í tæpar tuttugu klukkustundir. Þrátt fyrir takmörkuð vandræði og mis-áhugaverða sögu, er ég alls ekki tilbúinn til að yfirgefa Pandóru. Heimurinn sem Ubisoft hefur skapað þarna er of fallegur og ég á enn eftir að skoða ýmislegt sem þar er að finna.
Leikjadómar Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira