Rýming æfð í Bláa lóninu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. desember 2023 19:01 Starfsfólk Bláa lónsins hafði í nógu að snúast í dag við að undirbúa komu fyrstu gestanna. Vísir/Vilhelm Rýming var æfð í Bláa lóninu í dag en það verður opnað á ný á sunnudaginn eftir að hafa verið lokað í rúmar fimm vikur. Til að byrja með er búist við að gestir verði heldur færri en þeir eru jafnaði. Vinna við varnargarðana í Svartsengi er í fullum gangi og til að trufla ekki þá vinnu verða gestir ferjaðir fyrstu fjóra dagana með rútum í Bláa lónið. Vinna er í fullum gangi við að koma varnargörðunum upp og mun sú vinna hafa áhrif að aðgengi að Bláa lóninu fyrst um sinn. Vísir/Arnar Starfsmenn Bláa lónsins eru um átta hundruð. Hótelin verða ekki opnuð aftur að svo stöddu heldur aðeins baðlónið. „Við erum alveg gríðarlega spennt og glöð að fá loksins að opna aftur eftir fimm vikna lokun. Við erum búin að vera að reyna að nýta tímann eins og hægt er að fara yfir húsnæðið okkar og annað slíkt en auðvitað er þetta búinn að vera mikill óvissutími. Við vorum hér í morgun með einmitt rýmingaræfingu með okkar fólki öllu og það var gríðarlega gott að sjá bara fólkið og maður fann það að fólkinu fannst gott að koma aftur. Hitta hvort annað og það var gríðarlega góðstemning í hópnum,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins. Enn rís land í Svartsengi og nokkur jarðskjálftavirkni er á svæðinu þó dregið hafi úr henni. Helga segir að koma til rýmingar vegna jarðhræringanna þá taki hún stuttan tíma. Æfingin í dag hafi sýnt það. „Þá gætu við rýmt á mun styttri tíma en yfirvöld hafa boðað að við þyrftum að geta rýma innan.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins segir starfsfólk spennt fyrir sunnudeginum. Vísir/Arnar Helga telur að gestir verði til að byrja með töluvert færri en þeir eru að jafnaði eða um þrjú til fimm hundruð á hverjum tíma. „Það eru bara ágætis bókanir. Auðvitað ekki eins mikið og við eigum að venjast á þessum tíma en við höfum verið heppin með það að fólk hefur ekki verið að afbóka og svona beðið í voninni að við myndum verða búin að opna og okkur þykir vænt um það. Þannig að við hlökkum til.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57 Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36 Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Vinna við varnargarðana í Svartsengi er í fullum gangi og til að trufla ekki þá vinnu verða gestir ferjaðir fyrstu fjóra dagana með rútum í Bláa lónið. Vinna er í fullum gangi við að koma varnargörðunum upp og mun sú vinna hafa áhrif að aðgengi að Bláa lóninu fyrst um sinn. Vísir/Arnar Starfsmenn Bláa lónsins eru um átta hundruð. Hótelin verða ekki opnuð aftur að svo stöddu heldur aðeins baðlónið. „Við erum alveg gríðarlega spennt og glöð að fá loksins að opna aftur eftir fimm vikna lokun. Við erum búin að vera að reyna að nýta tímann eins og hægt er að fara yfir húsnæðið okkar og annað slíkt en auðvitað er þetta búinn að vera mikill óvissutími. Við vorum hér í morgun með einmitt rýmingaræfingu með okkar fólki öllu og það var gríðarlega gott að sjá bara fólkið og maður fann það að fólkinu fannst gott að koma aftur. Hitta hvort annað og það var gríðarlega góðstemning í hópnum,“ segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins. Enn rís land í Svartsengi og nokkur jarðskjálftavirkni er á svæðinu þó dregið hafi úr henni. Helga segir að koma til rýmingar vegna jarðhræringanna þá taki hún stuttan tíma. Æfingin í dag hafi sýnt það. „Þá gætu við rýmt á mun styttri tíma en yfirvöld hafa boðað að við þyrftum að geta rýma innan.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu, rekstar og þjónustu Bláa lónsins segir starfsfólk spennt fyrir sunnudeginum. Vísir/Arnar Helga telur að gestir verði til að byrja með töluvert færri en þeir eru að jafnaði eða um þrjú til fimm hundruð á hverjum tíma. „Það eru bara ágætis bókanir. Auðvitað ekki eins mikið og við eigum að venjast á þessum tíma en við höfum verið heppin með það að fólk hefur ekki verið að afbóka og svona beðið í voninni að við myndum verða búin að opna og okkur þykir vænt um það. Þannig að við hlökkum til.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bláa lónið Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57 Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36 Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Hægt hefur á landrisinu við Svartsengi Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesskaga en hægt hefur á því frá því á föstudag. Enn eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu. 12. desember 2023 13:57
Allt niður í tveggja tíma fyrirvari á eldgosi Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina. 8. desember 2023 18:36
Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23