Túristar grétu og hoppuðu af einskærri gleði Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 01:47 Páll var með níu manna hóp frá Bretlandi í Norðurljósaferð þegar jörðin rifnaði fyrir augum þeirra. Ferðamennirnir hoppu og grétu af einskærri gleði. Páll Viggósson leiðsögumaður var með hóp af túristum í norðurljósaferð og sá þegar gosið hófst. Níu manna fjölskylda frá Bretlandi fékk sannarlega sitthvað fyrir peninginn. Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“ Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Páll var staddur á Vatnsleysustrandarvegi við Kálfatjarnarkirkju með sjö manna hóp, á Sprinter-rútu á vegum Reykjavík Outventures þegar hann sá gosið hefjast. Páll hringdi í beina útsendingu á Bylgjunni og sagði frá þessu, en fréttamaður tók hann frekara tali. „Við vorum búin að fá þessi fínu Norðurljós, allir búnir að taka myndir og vorum að halda af stað heim þegar við tókum eftir óvenjulegum rauðum bjarma í átt að Grindavík. Maður hefur oft bölvað ljósmenguninni frá Bláa ljóninu og Svartsengi þegar maður er að taka norðurljósamyndir en þetta var óvenju mikið,“ segir Páll og lýsir því hvernig þetta atvikaðist. „Þannig að við kláruðum bara auðvitað túrinn með því að klára Vatnsleysustrandarveginn og stoppuðum augnablik við Vogaafleggjarann og tókum nokkrar myndir í viðbót,“ segir Páll. Bílar stopp á miðri Reykjanesbraut Hann segir túristana sína hafi verið afar sátta. Vægt sé til orða tekið. „Já, þeir voru mjög sáttir. Að fá tvennt út af „bökkettlistanum“ í einum og sama túrnum: Sjá norðurljós og eldgos.“ Frá lokunarpóstinum við Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur gefið það út að þetta sé ekki túristagos. En þeir túristar sem Páll var með í rútu sinni voru ekki að hugsa um það. „Nei. Mín fyrsta hugsun var hvaða leið er styðst í burtu. Því ekki vildi ég leggja rútuna og fólkið í hættu. Því blöskraði mér að sjá traffíkina í vesturátt,“ segir Páll. Hann segir að bílarnir hafi verið á leið vestur og þeir hafi lagt út í vegakanti og jafnvel úti á miðri götu og lokuðu veginum á tímabili. „Já, en maður leggur nú kannski ekki á miðri Reykjanesbrautinni og fer út til að taka myndir,“ segir Páll. Ferðamennirnir misstu það Þegar Páll er beðinn um að lýsa því nánar hvað bar fyrir augu segir hann: „Þetta byrjaði með ljósrauðum loga á himninum og svo sá maður allt spretta upp og jörðina rifna.“ En hver voru viðbrögð túristanna? „Ég var með níu manna fjölskyldu frá Bretlandi á aldrinum þrettán og upp í áttatíu ára. Og þau bæði hoppuðu og grétu á sama tíma. Af gleði og ánægju. Þau misstu það. Og þau knúsuðu mig í bak og fyrir þegar ég skilaði þeim af mér á hótel við Hlemm.“ Páll segist ekki hafa orðið var við neinar drunur áður en gosið hófst og sjálftahrinan fór alveg fram hjá honum. „Ég fór beint inn á Vísi og sá þá að skjálftahrinan hafði aukist. En við urðum ekkert vör við það. Þeir grétu og hoppuðu af gleði á sama tíma, þau bara misstu það og föðmuðu afann og ömmuna sem þau höfðu boðið með sér til Íslands.“
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira