Lærir húsasmíði í hjólastól: „Reyni að gera allt sem ég gerði fyrir slys“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2023 10:33 Sigurjón mun úskrifast næsta vor. Sigurjón Heiðar Sigurbjörnsson lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að notast við hjólastól eftir að hafa lent í alvarlegu slysi í september fyrir tveimur árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti þennan hressa og skemmtilega nemanda í húsasmíði á Sauðárkróki á dögunum. Sigurjón Heiðar er nítján ára frá bænum Litla Garði í Hegranesi í Skagafirði. Þrátt fyrir að hann sé í hjólastól þá lætur hann ekkert stoppa sig. Hann mun útskrifast sem húsasmiður næsta vor ef allt gengur upp. Sigurjón er í hjólastól eftir slys sem hann lenti í í september 2021. „Við vorum þrír unglingar sem vorum á rúntinum í Skagafirði og urðum við fyrir því óhappi að keyra út af og endum ofan í skurði. Ég er sá eini sem slasast, sem betur fer, og svo tók við erfiður tími eftir það,“ segir Sigurjón sem var í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var tíu mánuði fyrir sunnan í endurhæfingu og mikið til að á Grensás sem er alveg frábær staður. Þetta gerist út af hálku og við vorum öll allsgáð, enda á miðvikudagskvöldi. Það var rosalega skrýtið að þegar maður ætlaði að fara hoppa út úr bílnum að maður gat ekki gert neitt.“ Sjonni segist vera með hlutaskaða eftir slysið. „Ég er svona fimmtíu prósent í löppunum og með smá hreyfigetu en ekkert eins og venjulega manneskja en get svona staulast aðeins. Ég er allan sólarhringinn í hjólastól sem er áskorun en þetta fer allt eftir því hvernig maður vill horfa á þetta. Ég reyni að gera allt sem ég gerði fyrir slys. Ég er duglegur að fara út á lífið og svona, maður verður bara að redda sér.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni inni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Lærir húsasmíði í hjólastól Ísland í dag Skagafjörður Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Sigurjón Heiðar er nítján ára frá bænum Litla Garði í Hegranesi í Skagafirði. Þrátt fyrir að hann sé í hjólastól þá lætur hann ekkert stoppa sig. Hann mun útskrifast sem húsasmiður næsta vor ef allt gengur upp. Sigurjón er í hjólastól eftir slys sem hann lenti í í september 2021. „Við vorum þrír unglingar sem vorum á rúntinum í Skagafirði og urðum við fyrir því óhappi að keyra út af og endum ofan í skurði. Ég er sá eini sem slasast, sem betur fer, og svo tók við erfiður tími eftir það,“ segir Sigurjón sem var í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var tíu mánuði fyrir sunnan í endurhæfingu og mikið til að á Grensás sem er alveg frábær staður. Þetta gerist út af hálku og við vorum öll allsgáð, enda á miðvikudagskvöldi. Það var rosalega skrýtið að þegar maður ætlaði að fara hoppa út úr bílnum að maður gat ekki gert neitt.“ Sjonni segist vera með hlutaskaða eftir slysið. „Ég er svona fimmtíu prósent í löppunum og með smá hreyfigetu en ekkert eins og venjulega manneskja en get svona staulast aðeins. Ég er allan sólarhringinn í hjólastól sem er áskorun en þetta fer allt eftir því hvernig maður vill horfa á þetta. Ég reyni að gera allt sem ég gerði fyrir slys. Ég er duglegur að fara út á lífið og svona, maður verður bara að redda sér.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni inni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Lærir húsasmíði í hjólastól
Ísland í dag Skagafjörður Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira