Svipuð kvika en mögulega þróaðri Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 16:52 Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur, með nýjasta hluta Íslands. Vísir/Berghildur Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur, er komin með sýni úr glænýju hrauninu á Reykjanesi. Hún er ein fræðinga frá Háskóla Íslands sem freistuðu þess að finna sýni úr kvikunni í dag, hvort sem það var fljótandi eða ekki. Í samtali við fréttamann segir Helga að hraunið sé aðeins kaldara en úr hinum eldgosunum á Reykjanesi undanfarin ár. Basaltið sé svipað en frumstæðustu steindirnar sem sáust í hinum gosunum virðast ekki vera í þessari kviku. Það gefi til kynna að eldstöðin sé þróaðri en hinar. Það verði þó að koma betur í ljós eftir efnagreiningu. Það þýðir að kvikan hafi mögulega staldrað aðeins við í skorpunni, eða kvikuganginum, og sé ekki að koma beint til yfirborðsins úr iðrum jarðar. Sjá einnig: Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Helga segir stóra hrauntjörn hafa myndast austan við gígaröðina. Það stefni til austurs og norðaustur. „Það er búið að slökkva í mörgum strókum en það eru margir að gefa í núna, þannig að þetta er sitt á hvað. Það er spurning hvernig þetta þróast,“ segir Helga. Hún segir þessa gígaröð við hlið Sundgígahnjúka, austan við þá. Helst séu þrjú svæði á sprungunni sem opnaðist í gærkvöldi enn virk. Ekki hafi orðið mikil breyting frá því hádeginu, að öðru leyti en að svo virðist sem meira flæði sé úr strókunum. Gasmælarnir fóru ekki í gang á meðan vísindamennirnir voru við störf en vindáttin er mjög hagstæð í dag. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosvaktin: Ferðamenn gapandi og aldrei séð neitt þessu líkt Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. 19. desember 2023 15:42 Fylgjast með hraunlíkönum og hvort nýjar sprungur myndist Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir jarðvísindamenn nú fylgjast með hraunlíkönum og hvort það séu nýjar sprungur að myndast við kvikuganginn á Reykjanesskaga. 19. desember 2023 15:39 Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Í samtali við fréttamann segir Helga að hraunið sé aðeins kaldara en úr hinum eldgosunum á Reykjanesi undanfarin ár. Basaltið sé svipað en frumstæðustu steindirnar sem sáust í hinum gosunum virðast ekki vera í þessari kviku. Það gefi til kynna að eldstöðin sé þróaðri en hinar. Það verði þó að koma betur í ljós eftir efnagreiningu. Það þýðir að kvikan hafi mögulega staldrað aðeins við í skorpunni, eða kvikuganginum, og sé ekki að koma beint til yfirborðsins úr iðrum jarðar. Sjá einnig: Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Helga segir stóra hrauntjörn hafa myndast austan við gígaröðina. Það stefni til austurs og norðaustur. „Það er búið að slökkva í mörgum strókum en það eru margir að gefa í núna, þannig að þetta er sitt á hvað. Það er spurning hvernig þetta þróast,“ segir Helga. Hún segir þessa gígaröð við hlið Sundgígahnjúka, austan við þá. Helst séu þrjú svæði á sprungunni sem opnaðist í gærkvöldi enn virk. Ekki hafi orðið mikil breyting frá því hádeginu, að öðru leyti en að svo virðist sem meira flæði sé úr strókunum. Gasmælarnir fóru ekki í gang á meðan vísindamennirnir voru við störf en vindáttin er mjög hagstæð í dag.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosvaktin: Ferðamenn gapandi og aldrei séð neitt þessu líkt Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30 Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11 Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. 19. desember 2023 15:42 Fylgjast með hraunlíkönum og hvort nýjar sprungur myndist Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir jarðvísindamenn nú fylgjast með hraunlíkönum og hvort það séu nýjar sprungur að myndast við kvikuganginn á Reykjanesskaga. 19. desember 2023 15:39 Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Gosvaktin: Ferðamenn gapandi og aldrei séð neitt þessu líkt Eldgos hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni, klukkan 22:17 í gærkvöldi. Fréttastofa Vísis heldur áfram að vakta ástandið. 19. desember 2023 05:30
Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. 19. desember 2023 16:11
Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. 19. desember 2023 15:42
Fylgjast með hraunlíkönum og hvort nýjar sprungur myndist Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir jarðvísindamenn nú fylgjast með hraunlíkönum og hvort það séu nýjar sprungur að myndast við kvikuganginn á Reykjanesskaga. 19. desember 2023 15:39
Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09