Fólk geti verið sátt að hraun renni ekki í átt til Grindavíkur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 18:49 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Vilhelm Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftasérfræðingur, segir helst hættu á að hraun flæði yfir Grindavíkurveg nái það til mannvirkja. Fólk megi vera sátt við það hvar gosupptök voru fyrst úr varð. „Staðan er sú að þetta eru tvö gosop sem eru virkust og þunginn í virkninni er norðarlega, sem eru auðvitað góðar fréttir. Hraun rennur til austurs úr syðri hluta sprungunnar og svo norður og vestur fyrir Stóra-Skógsfell,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ef virknin heldur áfram í marga daga eru fyrstu innviðirnir, sem þetta hraun mætir, Grindavíkurvegur. Þannig að hættan er sú fyrst og fremst að Grindavíkurvegur verði undir.“ Sérfræðingar og vísindamenn hafa ýmist sagt staðinn sem gosið hófst á þann versta eða þann besta sem hugsast getur. Kristín segist þeirrar skoðunar, úr því að gos varð og með hversu miklum látum það hófst, að viðbragðsaðilar geti verið sáttir. „Það hefur dregið mjög mikið úr virkninni og þetta eru í raun tvær sprungur sem eru virkar núna, sem eru bara 300 til 500 metra langar. Það hefur mikið dregið úr, gos er enn í gangi og hraunið er ekki að renna í átt til Grindavíkur.“ Ertu hrædd að þetta komi upp á fleiri stöðum? „Það er auðvitað eitthvað sem getur gerst og við sáum það gerast í fyrsta gosinu 2021 en það gerðist samt ekki ýkja langt frá þeirri virkni sem var til staðar þegar. Nú er búið, með þessu hættumatskorti, að sýna hvaða svæði það er sem við erum hræddust um að gosopnun gæti átt sér stað á. Enn fremur tekur hættumatskortið til hraunflæðis sem búist er við á næstu dögum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37 Svipuð kvika en mögulega þróaðri Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur, er komin með sýni úr glænýju hrauninu á Reykjanesi. Hún er ein fræðinga frá Háskóla Íslands sem freistuðu þess að finna sýni úr kvikunni í dag, hvort sem það var fljótandi eða ekki. 19. desember 2023 16:52 Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. 19. desember 2023 15:42 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Sjá meira
„Staðan er sú að þetta eru tvö gosop sem eru virkust og þunginn í virkninni er norðarlega, sem eru auðvitað góðar fréttir. Hraun rennur til austurs úr syðri hluta sprungunnar og svo norður og vestur fyrir Stóra-Skógsfell,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ef virknin heldur áfram í marga daga eru fyrstu innviðirnir, sem þetta hraun mætir, Grindavíkurvegur. Þannig að hættan er sú fyrst og fremst að Grindavíkurvegur verði undir.“ Sérfræðingar og vísindamenn hafa ýmist sagt staðinn sem gosið hófst á þann versta eða þann besta sem hugsast getur. Kristín segist þeirrar skoðunar, úr því að gos varð og með hversu miklum látum það hófst, að viðbragðsaðilar geti verið sáttir. „Það hefur dregið mjög mikið úr virkninni og þetta eru í raun tvær sprungur sem eru virkar núna, sem eru bara 300 til 500 metra langar. Það hefur mikið dregið úr, gos er enn í gangi og hraunið er ekki að renna í átt til Grindavíkur.“ Ertu hrædd að þetta komi upp á fleiri stöðum? „Það er auðvitað eitthvað sem getur gerst og við sáum það gerast í fyrsta gosinu 2021 en það gerðist samt ekki ýkja langt frá þeirri virkni sem var til staðar þegar. Nú er búið, með þessu hættumatskorti, að sýna hvaða svæði það er sem við erum hræddust um að gosopnun gæti átt sér stað á. Enn fremur tekur hættumatskortið til hraunflæðis sem búist er við á næstu dögum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37 Svipuð kvika en mögulega þróaðri Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur, er komin með sýni úr glænýju hrauninu á Reykjanesi. Hún er ein fræðinga frá Háskóla Íslands sem freistuðu þess að finna sýni úr kvikunni í dag, hvort sem það var fljótandi eða ekki. 19. desember 2023 16:52 Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. 19. desember 2023 15:42 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Sjá meira
Fyrirvari á nýjum sprungum geti verið mjög stuttur Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á túlkun nýjustu gagna og út frá stöðu virkninnar í eldgosinu við Sundhnúksgíga. Hætta hefur aukist umtalsvert á öllum svæðum sem skilgreind voru á eldra hættumatskorti. Áfram eru taldar líkur á frekari gosopnunum. 19. desember 2023 18:37
Svipuð kvika en mögulega þróaðri Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur, er komin með sýni úr glænýju hrauninu á Reykjanesi. Hún er ein fræðinga frá Háskóla Íslands sem freistuðu þess að finna sýni úr kvikunni í dag, hvort sem það var fljótandi eða ekki. 19. desember 2023 16:52
Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. 19. desember 2023 15:42