„Það eina sem við getum gert er bara að fylgjast með“ Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. desember 2023 18:45 Sigríður Kristjánsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Sigurjón Uppfært hættumat Veðurstofunnar gerir ráð fyrir töluverðri hættu á gosopnun í Grindavík. Áður var hættan talin mikil. Náttúruvársérfræðingur segir stöðuna geta breyst hratt, eins og hún hafi þegar gert. Því sé ómögulegt að segja til um framhaldið. Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort fyrir svæðið í kringum eldgosið. Grindavík hefur verið færð úr „mikilli hættu“ niður í „töluverða hættu.“ Uppfært hættumat Veðurstofunnar tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið, fimmtudaginn 21. desember. Í tilkynningu sem birtist á vef Veðurstofunnar klukkan 17:50 segir að líkur á gosopnun innan svæðis númer 4, þar sem Grindavík er, hafi minnkað. Hættan sé engu að síður talin töluverð. Grindavík er hér merkt appelsínugul, til marks um að hætta sér töluverð á svæðinu. Þetta hættumat tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið, en áður var hætta á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík talin mikil.Veðurstofa Íslands Síðasta sólarhringinn hafi mesta virknin í eldgosinu haldist um miðbik sprungunnar sem opnaðist í fyrradag. Skjálftavirkni hafi haldist nokkuð stöðug og litlar breytingar orðið á aflögun frá upphafi gossins. Því meti Veðurstofan það svo að líkur á gosopnun í og við Grindavík hafi minnkað. „Þó svo að dregið hafi úr virkninni frá því að gos hófst, er kraftur gossins núna engu að síður mikill og er sambærilegur við gosin sem urðu við Fagradalsfjall. Það hefur einnig sýnt sig að kvikan getur komist hratt upp á yfirborðið sem gefur ekki mikið ráðrúm til þess að senda út viðvaranir. Taka þarf tillit til þessa þegar kemur að endurskoðun á hættumati. Eins þurfa nokkrir dagar að líða frá því að hraunflæði hættir við gosstöðvarnar og þangað til hægt væri að lýsa yfir goslokum.“ Opið inn í bæinn til fjögur Í kjölfar uppfærðst hættumats gaf lögreglustjórinn á Suðurnesjum út yfirlýsingu þess efnis að frá og með morgundeginum yrði íbúum Grindavíkur og þeim sem þar starfa heimilt að dvelja í bænum frá klukkan sjö að morgni til klukkan fjögur síðdegis. „Ekki er talið öruggt að dvelja í Grindavík að næturlagi. Gert er ráð fyrir því að íbúar og starfsmenn yfirgefi bæinn eftir kl. 16. Fjölmiðlar hafa aðgang að bænum á sama tíma. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn í bæinn en viðbragðsaðilar verða til staðar. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Eftirlit verður haft með þeim bílum sem fara inn og út úr bænum,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ef til rýmingar bæjarins komi muni viðbragðsaðilar gefa hana til kynna með hljóðmerkjum og ljósum. Akstursleiðir út úr bænum séu eftir Nesvegi, Suðurstrandarvegi og eftir atvikum Grindavíkurvegi. Virknin minni en hættan enn til staðar Sigríður Kristjándsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir hættuna á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík enn til staðar. Hún sé þó minni en áður var talið. „Við sjáum það bara að virknin í gosinu sjálfu hefur verið minni í dag, jarðskjálftavirknin hefur minnkað og aflögunarmerki eru minni. Þá höldum við að það séu minni líkur á að það opnist en það er enn hætta til staðar,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað gefur tilefni til að endurskoða hættumatskortið svona snemma? „Við sjáum það bara að virknin hún minnkaði mjög hratt, bæði í gígnum og líka skjálftavirknin. Að sama skapi gerðist þetta allt mjög hratt á mánudagskvöldið. Þannig að hættan er enn mikil og það getur allt gerst svolítið hratt.“ Bara hægt að fylgjast með Hún segir það hafa verið áskorun að fylgjast með virkni gossins í dag, vegna veðurskilyrða. Sérfræðingar Veðurstofunnar styðjist mikið við vefmyndavélar og skyggni hafi verið lélegt. „En það virtist sem virknin væri nokkuð stöðug, aðallega í einum gígn, beint austur af Sýlingarfellinu.“ Hún segir erfitt að segja til um framhaldið. „Ég vildi óska að við gætum það en það er mjög erfitt. Það eina sem við getum gert er bara að fylgjast með og vera á tánum.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 20. desember 2023 10:57 Vaktin: Uppfæra hættumat og telja töluverða hættu í Grindavík Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á Reykjanesskaga í allan dag. 20. desember 2023 06:30 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort fyrir svæðið í kringum eldgosið. Grindavík hefur verið færð úr „mikilli hættu“ niður í „töluverða hættu.“ Uppfært hættumat Veðurstofunnar tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið, fimmtudaginn 21. desember. Í tilkynningu sem birtist á vef Veðurstofunnar klukkan 17:50 segir að líkur á gosopnun innan svæðis númer 4, þar sem Grindavík er, hafi minnkað. Hættan sé engu að síður talin töluverð. Grindavík er hér merkt appelsínugul, til marks um að hætta sér töluverð á svæðinu. Þetta hættumat tekur gildi klukkan sjö í fyrramálið, en áður var hætta á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík talin mikil.Veðurstofa Íslands Síðasta sólarhringinn hafi mesta virknin í eldgosinu haldist um miðbik sprungunnar sem opnaðist í fyrradag. Skjálftavirkni hafi haldist nokkuð stöðug og litlar breytingar orðið á aflögun frá upphafi gossins. Því meti Veðurstofan það svo að líkur á gosopnun í og við Grindavík hafi minnkað. „Þó svo að dregið hafi úr virkninni frá því að gos hófst, er kraftur gossins núna engu að síður mikill og er sambærilegur við gosin sem urðu við Fagradalsfjall. Það hefur einnig sýnt sig að kvikan getur komist hratt upp á yfirborðið sem gefur ekki mikið ráðrúm til þess að senda út viðvaranir. Taka þarf tillit til þessa þegar kemur að endurskoðun á hættumati. Eins þurfa nokkrir dagar að líða frá því að hraunflæði hættir við gosstöðvarnar og þangað til hægt væri að lýsa yfir goslokum.“ Opið inn í bæinn til fjögur Í kjölfar uppfærðst hættumats gaf lögreglustjórinn á Suðurnesjum út yfirlýsingu þess efnis að frá og með morgundeginum yrði íbúum Grindavíkur og þeim sem þar starfa heimilt að dvelja í bænum frá klukkan sjö að morgni til klukkan fjögur síðdegis. „Ekki er talið öruggt að dvelja í Grindavík að næturlagi. Gert er ráð fyrir því að íbúar og starfsmenn yfirgefi bæinn eftir kl. 16. Fjölmiðlar hafa aðgang að bænum á sama tíma. Íbúum og starfsmönnum fyrirtækja verður ekki fylgt inn í bæinn en viðbragðsaðilar verða til staðar. Óviðkomandi er bannaður aðgangur. Eftirlit verður haft með þeim bílum sem fara inn og út úr bænum,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að ef til rýmingar bæjarins komi muni viðbragðsaðilar gefa hana til kynna með hljóðmerkjum og ljósum. Akstursleiðir út úr bænum séu eftir Nesvegi, Suðurstrandarvegi og eftir atvikum Grindavíkurvegi. Virknin minni en hættan enn til staðar Sigríður Kristjándsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir hættuna á fyrirvaralausri gosopnun í Grindavík enn til staðar. Hún sé þó minni en áður var talið. „Við sjáum það bara að virknin í gosinu sjálfu hefur verið minni í dag, jarðskjálftavirknin hefur minnkað og aflögunarmerki eru minni. Þá höldum við að það séu minni líkur á að það opnist en það er enn hætta til staðar,“ sagði Sigríður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað gefur tilefni til að endurskoða hættumatskortið svona snemma? „Við sjáum það bara að virknin hún minnkaði mjög hratt, bæði í gígnum og líka skjálftavirknin. Að sama skapi gerðist þetta allt mjög hratt á mánudagskvöldið. Þannig að hættan er enn mikil og það getur allt gerst svolítið hratt.“ Bara hægt að fylgjast með Hún segir það hafa verið áskorun að fylgjast með virkni gossins í dag, vegna veðurskilyrða. Sérfræðingar Veðurstofunnar styðjist mikið við vefmyndavélar og skyggni hafi verið lélegt. „En það virtist sem virknin væri nokkuð stöðug, aðallega í einum gígn, beint austur af Sýlingarfellinu.“ Hún segir erfitt að segja til um framhaldið. „Ég vildi óska að við gætum það en það er mjög erfitt. Það eina sem við getum gert er bara að fylgjast með og vera á tánum.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 20. desember 2023 10:57 Vaktin: Uppfæra hættumat og telja töluverða hættu í Grindavík Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á Reykjanesskaga í allan dag. 20. desember 2023 06:30 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sýnist gosið vera komið á lokastig Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist telja eldgosið í Sundhnúksgígum vera komið á lokastig. Breytist ekkert gæti það verið búið um helgina. 20. desember 2023 10:57
Vaktin: Uppfæra hættumat og telja töluverða hættu í Grindavík Enn virðist draga úr eldvirkni við Sundhnúkagíga. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála á Reykjanesskaga í allan dag. 20. desember 2023 06:30