Bæjarstjórn tekur fyrir altjónslista í næstu viku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:00 Eigendur húsa sem eru ónýt í Grindavík bíða eftir svörum frá bænum og NTÍ. Vísir/Vilhelm Altjónslisti frá Náttúrutryggingum Íslands (NTÍ) yfir hús í Grindavík verður tekinn fyrir af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar á milli jóla og ný árs. Íbúi segist hafa fengið þau svör að ekki verði hægt að bæta tjón fyrr en afstaða liggi fyrir í málinu. Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira