Norðurland vill ísbirnina heim Jón Þór Stefánsson skrifar 22. desember 2023 07:01 Í bæði Skagafirði og Húnabyggð er unnið að því að koma ísbjörnum þannig fyrir að þeir geti verið til sýnis. Vísir/Sara Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis. Húnabyggð, sem ber nafn með rentu í þessu máli, óskaði eftir að fá uppstoppað bjarndýr, sem hefur verið í geymt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir sunnan, til sín og vill sveitarfélagið einnig hafa það til sýnis. Ísbjörninn sem er til umfjöllunar í Húnabyggð var felldur sumarið 2008 á Þverárfjalli og var löngum til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar. Sá sem Skagfirðingar hafa rætt um var felldur í Fljótunum í Skagafirði árið 1986. Ísbjörn í elsta hús bæjarins Til stendur að opna pólfarasafn í svokölluðu Hillebrandtshúsi á Blönduósi, sem er elsta hús bæjarins og var reist árið 1877. Það eru einkaaðilar sem standa að því, en bæjaryfirvöld í Húnabyggð vilja leggja hönd á plóg. „Í tengslum við þetta datt okkur í hug að biðla til yfirvalda að fá björninn aftur hingað heim,“ segir Pétur Arason, sveitastjóri Húnabyggðar, í samtali við fréttastofu. Pétur bendir á að þetta sé sérstaklega viðeigandi í Húnabyggð, þar sem vísanir í bjarnarhúna eru ansi áberandi. Hann minnist á sögu af landnámsmanninum Ingimundi gamla sem er sagður hafa fundið birnu með tvo húna, sem varð til þess að Húnavatn fékk nafn sitt. „Húnavellir, Húnaver, Húnavatn, það eru örnefni þessu tengd út um allt,“ segir Pétur, sem nefnir einnig að skjaldamerki á þessum slóðum innihaldi flestöll birni. Honum þætti því viðeigandi að hafa einn slíkan í bænum. Þarf sterka menn til að sækja björninn Starri Heiðmarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, óskaði fyrir hönd stofunnar að fá afnot að birni sem er í eigu bæjarins. Byggðarráð Skagafjarðar segir í fundargerð sinni að það fagni frumkvæði Náttúrustofu og samþykki lán fyrir sitt leyti, en sveitarstjóra er falið að gera samning við stofuna um lánið. Í samtali við Vísi útskýrir Starri að bjarndýrið sem um ræðir hafi verið hálfstólpaður húnn þegar hann var felldur, og uppstoppaða dýrið sé því minni en meðal ísbjörninn. „Hann er bara á leiðinni. Það er bara spurning um að ég finni einhverja sterka kalla, og við sækjum hann,“ segir Starri. Ísbjörninn sem Skagfirðingar vilja hafa til sýnis. Hann var felldur í Fljótunum árið 1986.Kári Heiðar Árnason Líkt og nágrannarnir á Blönduósi vill Starri koma birninum fyrir í gömlu húsi, nánar tiltekið á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þar sem náttúrustofan er til húsa. Þar vill hann hafa björninn til sýnis, þannig að gestkomandi geti borið hann augum. „Síðan er mín hugmynd hjá mér í framtíðinni að bjóða einhverjum grunnskólabekkjum í heimsókn árlega, þannig að það væri hluti af almennri uppfræðslu ungviðisins á Sauðarkóki að bera ísbjörninn augum. Og fá um leið smá fræðslu um aðlögun þeirra að köldu veðurfari, og umræðu um möguleika þeirra í hlýnandi loftslagi,“ segir Starri sem minnist á að samkvæmt margumtalaðri PISA-könnun sé náttúrufræði ekki sterkasta hlið íslenskra barna. Honum grunar að besta leiðin til að bæta úr því sé fræðsla um nærumhverfið. „Þó að ljón og tígrisdýr séu mjög spennandi þá er kannski líka gott að ná tengingu við heimabyggð.“ Dýr Skagafjörður Húnabyggð PISA-könnun Tengdar fréttir Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. 8. nóvember 2023 11:31 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. 13. nóvember 2022 07:02 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Húnabyggð, sem ber nafn með rentu í þessu máli, óskaði eftir að fá uppstoppað bjarndýr, sem hefur verið í geymt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir sunnan, til sín og vill sveitarfélagið einnig hafa það til sýnis. Ísbjörninn sem er til umfjöllunar í Húnabyggð var felldur sumarið 2008 á Þverárfjalli og var löngum til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar. Sá sem Skagfirðingar hafa rætt um var felldur í Fljótunum í Skagafirði árið 1986. Ísbjörn í elsta hús bæjarins Til stendur að opna pólfarasafn í svokölluðu Hillebrandtshúsi á Blönduósi, sem er elsta hús bæjarins og var reist árið 1877. Það eru einkaaðilar sem standa að því, en bæjaryfirvöld í Húnabyggð vilja leggja hönd á plóg. „Í tengslum við þetta datt okkur í hug að biðla til yfirvalda að fá björninn aftur hingað heim,“ segir Pétur Arason, sveitastjóri Húnabyggðar, í samtali við fréttastofu. Pétur bendir á að þetta sé sérstaklega viðeigandi í Húnabyggð, þar sem vísanir í bjarnarhúna eru ansi áberandi. Hann minnist á sögu af landnámsmanninum Ingimundi gamla sem er sagður hafa fundið birnu með tvo húna, sem varð til þess að Húnavatn fékk nafn sitt. „Húnavellir, Húnaver, Húnavatn, það eru örnefni þessu tengd út um allt,“ segir Pétur, sem nefnir einnig að skjaldamerki á þessum slóðum innihaldi flestöll birni. Honum þætti því viðeigandi að hafa einn slíkan í bænum. Þarf sterka menn til að sækja björninn Starri Heiðmarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, óskaði fyrir hönd stofunnar að fá afnot að birni sem er í eigu bæjarins. Byggðarráð Skagafjarðar segir í fundargerð sinni að það fagni frumkvæði Náttúrustofu og samþykki lán fyrir sitt leyti, en sveitarstjóra er falið að gera samning við stofuna um lánið. Í samtali við Vísi útskýrir Starri að bjarndýrið sem um ræðir hafi verið hálfstólpaður húnn þegar hann var felldur, og uppstoppaða dýrið sé því minni en meðal ísbjörninn. „Hann er bara á leiðinni. Það er bara spurning um að ég finni einhverja sterka kalla, og við sækjum hann,“ segir Starri. Ísbjörninn sem Skagfirðingar vilja hafa til sýnis. Hann var felldur í Fljótunum árið 1986.Kári Heiðar Árnason Líkt og nágrannarnir á Blönduósi vill Starri koma birninum fyrir í gömlu húsi, nánar tiltekið á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þar sem náttúrustofan er til húsa. Þar vill hann hafa björninn til sýnis, þannig að gestkomandi geti borið hann augum. „Síðan er mín hugmynd hjá mér í framtíðinni að bjóða einhverjum grunnskólabekkjum í heimsókn árlega, þannig að það væri hluti af almennri uppfræðslu ungviðisins á Sauðarkóki að bera ísbjörninn augum. Og fá um leið smá fræðslu um aðlögun þeirra að köldu veðurfari, og umræðu um möguleika þeirra í hlýnandi loftslagi,“ segir Starri sem minnist á að samkvæmt margumtalaðri PISA-könnun sé náttúrufræði ekki sterkasta hlið íslenskra barna. Honum grunar að besta leiðin til að bæta úr því sé fræðsla um nærumhverfið. „Þó að ljón og tígrisdýr séu mjög spennandi þá er kannski líka gott að ná tengingu við heimabyggð.“
Dýr Skagafjörður Húnabyggð PISA-könnun Tengdar fréttir Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. 8. nóvember 2023 11:31 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. 13. nóvember 2022 07:02 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. 8. nóvember 2023 11:31
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. 13. nóvember 2022 07:02