Telur mjög litlar líkur á að gjósi í sjálfri Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2023 15:00 Magnús Tumi í miðstöð erlendra fjölmiðla sem komið hefur verið upp í Hafnarfirði. Vísir/ArnarHalldórs Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir mjög litlar líkur á því að það gjósi í eða við Grindavík. Líklegt verði að telja að annað gos verði á svæðinu þar sem eldgos hófst á mánudagskvöld og lauk í morgun. Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Magnús Tumi var meðal þeirra sem flutti erindi á fámennum upplýsingafundi fyrir erlenda fjölmiðla í Hafnarfirði í morgun. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Magnús Tuma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það lítur úr fyrir það að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun. Kristín Jónsdóttir (náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands) var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gýgunum. Það passar við það sem vefmyndavélarnar voru að sýna í morgun. Það er að sjá að þetta sé búið í bili,“ segir Magnús Tumi. Hann var spurður út í líkur á því að eldgos verði á ný. „Við verðum að telja líklegt að það verði annað gos á svæðinu. Ef við horfum til sögunnar hefur komið þokkalegt hraun upp úr þessum sprungum þegar gýs,“ segir Magnús Tumi. Hann ber gosið nú saman við eldgosin í Fagradalsfjalli og nágrenni. „Núna er komið svona tíu prósent af því sem kom upp í Fagradalsfjalli. Það er ekkert ólíklegt að það endurtaki sig sú atburðarás sem við höfum séð. Tímaskalinn á því er ekki ljós.“ Hraunið séð úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.Vísir/RAX Grindvíkingar og landsmenn velta margir fyrir sér hættunni á því að það gjósi hreinlega í bænum sjálfum. Suðurendi sprungunnar er í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Grindavík. „Það er ekki hægt að útiloka að það gjósi meira á suðurhluta sprungunnar. Það er einn möguleiki,“ segir Magnús Tumi og rýnir í söguna. Íslaust hafi verið á svæðinu í 15-20 þúsund ár. Útjaðar Grindavíkur og eldgosið í fyrrakvöld.Vísir/Vilhelm „Það sýnir sig að gossprungur á skaganum ná aldrei út í sjó, nema á tánni - alveg vestast. Það er engin gossprunga sem nær inn í Grindavík á þessum 15-20 þúsund árum svo vitað sé. Það er líklegt að ef gýs nær bænum þá verði það eitthvað aðeins nær. Ég held við eigum að vinna út frá því að það sé líklegast og horfa á hvernig eigi að bregðast við með varnargörðum og annað. Horfa á það út frá því að það séu mjög litlar líkur á því.“ Hann var spurður hvort stuttur líftími gossins hefði komið honum á óvart. „Já og nei. Þetta er bara svona. Heklugosið 1947 fór af stað með gríðarlegum krafti og hékk uppi í þrettán mánuði. Heklugosið 1980 fór líka af stað með miklum krafti en lauk á þremur dögum. Það er engin ein regla. Sum Kröflugosin voru mjög stutt. Þetta er alls ekkert óeðlileg hegðun. Við vitum ekkert fyrir fram. Við getum spáð alls konar hlutum. Það er best að setja upp sviðsmyndir, meta líkur á þeim, en að spá hvenær þetta verður lokið er kannski skemmtilegur leikur en hefur ekki mikla praktíska þýðingu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur Sverrisdóttir hættir sem formaður þingflokksins Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira