Þetta herma heimildir mbl.is. Um þessar mundir fara fram réttarhöld yfir Eddu Björk í Noregi, Ákæruvaldið ytra krefst þess að hún verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi.
Í frétt mbl segir að óeinkennisklæddir lögreglumenn hafi stöðvað bifreið systur Eddu Bjarkar eftir að hún og synirnir tveir yfirgáfu kaffihús í Garðabæ um klukkan 10 í morgun.
Ekki hefur náðst í Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmann Eddu Bjarkar í forsjármálinu hérlendis, við vinnslu fréttarinnar en hún er í haldi lögreglu.
Leifur Runólfsson, lögmaður föðurins á Íslandi, vildi ekki tjá sig um málið.
Samkvæmt heimildum fréttastofu fór fram fyrirtaka í aðfararmálinu í héraðsdómi í morgun.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.