Nýjar myndir frá rjúkandi gosstöðvum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2023 21:01 Enn rýkur úr gosstöðvunum. Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur segir goslok góðar fréttir - en vill ekki fagna of fljótt. Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira