Svona gætu eldgosin orðið ef þau líkjast Kröflueldum Kristján Már Unnarsson skrifar 21. desember 2023 21:31 Frá einu af Kröflugosunum níu. Þar sáust háir kvikustrókar og miklar hraunár, sem gátu runnið ógnarhratt. Skjáskot/RÚV Kvikusöfnun virðist hafin að nýju undir Svartsengi. Vísindamenn segja þessa atburðarás og þetta stutta eldgos, sem lauk í dag, helst minna á Kröfluelda. Í fréttum Stöðvar 2 voru Kröflugosin rifjuð upp. Þau stóðu yfir á árunum 1975 til 1984 og urðu níu talsins á níu árum. Á sama tímabili er talið að allt fimmtán kvikuinnskot hafi orðið sem ekki enduðu með eldgosi. Gossprungan í fyrsta eldgosinu opnaðist þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Eiríkur Jónsson, Akureyri Fyrstu fjögur eldgosin reyndust mjög skammvinn og smá. Það fyrsta varð rétt fyrir jólin árið 1975 og stóð yfir í aðeins fáar klukkustundir. Gossprungan opnaðist um þrjá kílómetra frá Kröfluvirkjun, sem þá var í smíðum. Fyrsta stóra Kröflugosið varð sumarið 1980 og stóð í átta daga. Síðasta gosið haustið 1984 reyndist jafnframt það lengsta og entist í tvær vikur. Kröflugosin urðu níu talsins á níu árum. Flest þeirra reyndust skammvinn og entust varla nema í einn sólarhring.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgosin urðu öll á sama svæði milli Leirhnjúks og Gjástykkis í fjöllunum norðan við Mývatnssveit. Þær gossprungur sem opnuðust næst Reykjahlíð voru í um níu kílómetra fjarlægð frá byggðinni. Aldrei kom þó til þess að Mývetningum væri skipað að rýma heimili sín. Kröflugosin áttu það sammerkt að þau voru öflug í byrjun en mjög fljótlega dró úr krafti þeirra. Á myndum Ríkissjónvarpsins, sem Stöð 2 sýndi, sést þó vel að kvikustrókar voru háir og hraunrennsli mikið, þótt gosin væru talin tiltölulega lítil. Nánar í frétt Stöðvar 2: Stöð 2 gerði þátt um Kröfluelda árið 2015 í tilefni 40 ára afmælis atburðanna. Þáttinn má sjá hér: Þingeyjarsveit Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Kröflugosin rifjuð upp. Þau stóðu yfir á árunum 1975 til 1984 og urðu níu talsins á níu árum. Á sama tímabili er talið að allt fimmtán kvikuinnskot hafi orðið sem ekki enduðu með eldgosi. Gossprungan í fyrsta eldgosinu opnaðist þrjá kílómetra frá stöðvarhúsi Kröfluvirkjunar, sem sést neðarlega til hægri á myndinni.Eiríkur Jónsson, Akureyri Fyrstu fjögur eldgosin reyndust mjög skammvinn og smá. Það fyrsta varð rétt fyrir jólin árið 1975 og stóð yfir í aðeins fáar klukkustundir. Gossprungan opnaðist um þrjá kílómetra frá Kröfluvirkjun, sem þá var í smíðum. Fyrsta stóra Kröflugosið varð sumarið 1980 og stóð í átta daga. Síðasta gosið haustið 1984 reyndist jafnframt það lengsta og entist í tvær vikur. Kröflugosin urðu níu talsins á níu árum. Flest þeirra reyndust skammvinn og entust varla nema í einn sólarhring.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Eldgosin urðu öll á sama svæði milli Leirhnjúks og Gjástykkis í fjöllunum norðan við Mývatnssveit. Þær gossprungur sem opnuðust næst Reykjahlíð voru í um níu kílómetra fjarlægð frá byggðinni. Aldrei kom þó til þess að Mývetningum væri skipað að rýma heimili sín. Kröflugosin áttu það sammerkt að þau voru öflug í byrjun en mjög fljótlega dró úr krafti þeirra. Á myndum Ríkissjónvarpsins, sem Stöð 2 sýndi, sést þó vel að kvikustrókar voru háir og hraunrennsli mikið, þótt gosin væru talin tiltölulega lítil. Nánar í frétt Stöðvar 2: Stöð 2 gerði þátt um Kröfluelda árið 2015 í tilefni 40 ára afmælis atburðanna. Þáttinn má sjá hér:
Þingeyjarsveit Norðurþing Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Jarðhiti Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00
Fjörutíu ár í dag frá Kópaskersskjálfta "Þetta var mjög erfitt og margir urðu mjög skelfdir, sérstaklega börn." 13. janúar 2016 17:30