Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 20:57 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. Í gær var greint frá því að Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, undirbyggi málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík, sem gerðu það að verkum að eigendur fasteigna í bænum hefðu ekki full yfirráð þeirra. Í Facebook-færslu greinir Jón Steinar frá því að umbjóðendur lögmannsstofu hans séu nú hættir við. „Ekki veit ég gjörla hver er ástæða þeirra fyrir þessu,“ skrifar Jón Steinar. Málið hafi vakið upp spurningar um ríkisvaldið Í færslunni rekur Jón Steinar þau sjónarmið sem bjuggu að baki hinni fyrirhuguðu málsókn. „Að ríkisvaldið hefði ekki heimild til að vísa þeim á brott úr bænum og þar með úr húsum sínum. Lá fyrir að ástæða yfirvaldanna fyrir þessari ákvörðun var sú að hætta væri á eldgosi í bænum, sem gæti orðið þeim að fjörtjóni, ef þeir byggju þar, þegar það gerðist. Þeir höfðu hins vegar byggt fyrirætlanir sínar um málsókn aðallega á því að ekki væri unnt að banna þeim afnot af eigum sínum af þessari ástæðu. Þeir nytu réttar til að nýta eignir sínar, enda væri þeim kunnugt um hugsanlega hættu sem vísað væri til og bæru því sjálfir ábyrgðina á því að flytja aftur inn í hús sín. Töldu þeir að þessi réttur þeirra væri varinn af stjórnarskránni og gengi því framar reglum í lögum um almannavarnir sem yfirvöldin byggðu á ákvarðanir sínar um bann við fastri búsetu í húsunum.“ Jón Steinar segir málið hafa vakið upp spurningar um þýðingarmikil atriði varðandi lagalegan grundvöll þjóðfélagsins. Vald ríkisins stafi frá mönnunum sem búa á vettvangi þess. Það feli í sér að valdhafar dragi vald sitt frá fólkinu og beri ábyrgð á meðferð þess gagnvart því. Borgarar eigi í grunninn að fara sjálfir með vald í eigin málefnum, að því gefnu að þeir raski ekki hagsmunum annarra. „Þrátt fyrir þetta fer ríkið með vald í málefnum sem snúa að borgurum í heild og samskiptum þeirra á milli. Rekstur dómstóla getur verið dæmi um þetta. Jafnframt getur ríkisvaldið ráðist til sameiginlegra verka sem snerta hagsmuni margra, jafnvel allra borgara. Dæmi um það er vegagerð í landinu og stofnun og rekstur annarra samgöngumannvirkja,“ skrifar Jón Steinar. Margir virðist líta á ríkið sem félag, hvers stjórnendur ráði hvaða málefnum borgaranna sem er. Það sé misskilningur, þar sem stjórnskipan ríkisins samkvæmt stjórnarskrá byggi á því að borgarar hafi frelsi til að ráða sér sjálfir í málefnum sem ekki snerti aðra. Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar gangi út á að vernda menn fyrir öðrum. „Ekki bara þeim sem beita aðra menn ofbeldi, heldur líka þeim sem vilja ráðskast með málefni sem öðrum koma ekki við og vilja ekki taka þátt í,“ skrifar Jón Steinar. „Þegar grannt er skoðað gekk Grindavíkurmálið út á þetta. Höfðu handhafar ríkisvaldsins heimildir til að banna mönnum nýtingu eigna sinna á þann hátt að ekki skaðaði aðra? Kannski hvorki sjá menn né skilja takmarkanirnar á valdi ríkisins á þann veg sem að framan greinir? Þeir halda þá að handhafar ríkisvaldsins megi fara með vald sitt eins og þeim þóknast. Almennir borgarar hafi ekkert um þetta að segja nema þá kannski á kjördegi. Ef þetta eru almenn viðhorf almennings í landi okkar er málum illa komið. Við skulum vona að svo sé ekki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. 21. desember 2023 19:24 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Í gær var greint frá því að Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, undirbyggi málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík, sem gerðu það að verkum að eigendur fasteigna í bænum hefðu ekki full yfirráð þeirra. Í Facebook-færslu greinir Jón Steinar frá því að umbjóðendur lögmannsstofu hans séu nú hættir við. „Ekki veit ég gjörla hver er ástæða þeirra fyrir þessu,“ skrifar Jón Steinar. Málið hafi vakið upp spurningar um ríkisvaldið Í færslunni rekur Jón Steinar þau sjónarmið sem bjuggu að baki hinni fyrirhuguðu málsókn. „Að ríkisvaldið hefði ekki heimild til að vísa þeim á brott úr bænum og þar með úr húsum sínum. Lá fyrir að ástæða yfirvaldanna fyrir þessari ákvörðun var sú að hætta væri á eldgosi í bænum, sem gæti orðið þeim að fjörtjóni, ef þeir byggju þar, þegar það gerðist. Þeir höfðu hins vegar byggt fyrirætlanir sínar um málsókn aðallega á því að ekki væri unnt að banna þeim afnot af eigum sínum af þessari ástæðu. Þeir nytu réttar til að nýta eignir sínar, enda væri þeim kunnugt um hugsanlega hættu sem vísað væri til og bæru því sjálfir ábyrgðina á því að flytja aftur inn í hús sín. Töldu þeir að þessi réttur þeirra væri varinn af stjórnarskránni og gengi því framar reglum í lögum um almannavarnir sem yfirvöldin byggðu á ákvarðanir sínar um bann við fastri búsetu í húsunum.“ Jón Steinar segir málið hafa vakið upp spurningar um þýðingarmikil atriði varðandi lagalegan grundvöll þjóðfélagsins. Vald ríkisins stafi frá mönnunum sem búa á vettvangi þess. Það feli í sér að valdhafar dragi vald sitt frá fólkinu og beri ábyrgð á meðferð þess gagnvart því. Borgarar eigi í grunninn að fara sjálfir með vald í eigin málefnum, að því gefnu að þeir raski ekki hagsmunum annarra. „Þrátt fyrir þetta fer ríkið með vald í málefnum sem snúa að borgurum í heild og samskiptum þeirra á milli. Rekstur dómstóla getur verið dæmi um þetta. Jafnframt getur ríkisvaldið ráðist til sameiginlegra verka sem snerta hagsmuni margra, jafnvel allra borgara. Dæmi um það er vegagerð í landinu og stofnun og rekstur annarra samgöngumannvirkja,“ skrifar Jón Steinar. Margir virðist líta á ríkið sem félag, hvers stjórnendur ráði hvaða málefnum borgaranna sem er. Það sé misskilningur, þar sem stjórnskipan ríkisins samkvæmt stjórnarskrá byggi á því að borgarar hafi frelsi til að ráða sér sjálfir í málefnum sem ekki snerti aðra. Mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar gangi út á að vernda menn fyrir öðrum. „Ekki bara þeim sem beita aðra menn ofbeldi, heldur líka þeim sem vilja ráðskast með málefni sem öðrum koma ekki við og vilja ekki taka þátt í,“ skrifar Jón Steinar. „Þegar grannt er skoðað gekk Grindavíkurmálið út á þetta. Höfðu handhafar ríkisvaldsins heimildir til að banna mönnum nýtingu eigna sinna á þann hátt að ekki skaðaði aðra? Kannski hvorki sjá menn né skilja takmarkanirnar á valdi ríkisins á þann veg sem að framan greinir? Þeir halda þá að handhafar ríkisvaldsins megi fara með vald sitt eins og þeim þóknast. Almennir borgarar hafi ekkert um þetta að segja nema þá kannski á kjördegi. Ef þetta eru almenn viðhorf almennings í landi okkar er málum illa komið. Við skulum vona að svo sé ekki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. 21. desember 2023 19:24 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Undirbúa málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík Fyrrverandi hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tekið að sér mál nokkurra Grindvíkinga sem hyggja á málshöfðun á hendur ríkinu vegna lokana í Grindavík. Jón telur stjórnvöldum ekki heimilt að banna Grindvíkingum að fara til sinna heima, en þeir hafa búið við strangar takmarkanir um hvort og hvenær þeir mega vera í bænum frá því snemma í nóvember. 21. desember 2023 19:24
Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12