„Það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 22:08 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði. Vísir/Arnar Prófessor í eldfjallafræði segir það góða ákvörðun að leyfa Grindvíkingum að gista í bænum, nú þegar gosvirkni virðist hafa færst annað. Hann segir líkur á gosi fara vaxandi með auknu landrisi og telur tvær vikur í að það nái sömu hæð og það náði fyrir síðasta gos. Líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga fara vaxandi að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Stóra-Skógsfells og Hagafells. Stöðugt landris mælist við Svartsengi og hefur gert það síðan á mánudag. Búist er við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara, þegar tekur að draga úr hraða landrissins. Ef land heldur áfram að rísa við Svartsengi má búast við „einhverjum atburðum“ þegar landrisið nær sömu hæð og var fyrir eldgos síðastliðinn mánudag. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, „Miðað við þennan hraða þá myndi þetta ná þeirri hæð á svona tíu dögum til tveimur vikum,“ segir Þorvaldur. Treystir sér til að gista í Grindavík Frá og með morgundeginum mega Grindvíkingar vera í bænum að næturlagi, en það hefur þeim ekki verið heimilt frá því bærinn var rýmdur 10. nóvember. Nú hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilað það, á grundvelli uppfærðs hættumats Veðurstofunnar. „Ég held að það sé bara góð ákvörðum að mörgu leyti, vegna þess að það er lægð í virkninni og þegar við erum með litla virkni þá á hættustigið að minnka. Við erum með litakóða til þess að gefa til kynna hver hættan er. Ef atburður hagar sér þannig að hættan sé að aukast, þá er bara að hækka hættustigið aftur,“ segir Þorvaldur. Mikilvægast sé að skýra stöðuna vel út fyrir Grindvíkingum og öðrum landsmönnum. Aðspurður segist Þorvaldur sjálfur treysta sér til að gista í Grindavík í nótt. „Virknin virðist hafa færst að mestu leyti norðurfyrir á milli Hagafells og Sýlingafells, eða Stóra-Skógfells. Ef maður horfir aftur í tímann, eins og margir hafa verið að gera, aftur í Kröfluelda, þá er þetta nú kannski svipað. Vegalengdirnar eru kannski ekkert ólíkar, frá byggðu bóli og að þeim stað þar sem virknin er,“ segir Þorvaldur. „Og það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57 Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga fara vaxandi að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Stóra-Skógsfells og Hagafells. Stöðugt landris mælist við Svartsengi og hefur gert það síðan á mánudag. Búist er við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara, þegar tekur að draga úr hraða landrissins. Ef land heldur áfram að rísa við Svartsengi má búast við „einhverjum atburðum“ þegar landrisið nær sömu hæð og var fyrir eldgos síðastliðinn mánudag. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, „Miðað við þennan hraða þá myndi þetta ná þeirri hæð á svona tíu dögum til tveimur vikum,“ segir Þorvaldur. Treystir sér til að gista í Grindavík Frá og með morgundeginum mega Grindvíkingar vera í bænum að næturlagi, en það hefur þeim ekki verið heimilt frá því bærinn var rýmdur 10. nóvember. Nú hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum heimilað það, á grundvelli uppfærðs hættumats Veðurstofunnar. „Ég held að það sé bara góð ákvörðum að mörgu leyti, vegna þess að það er lægð í virkninni og þegar við erum með litla virkni þá á hættustigið að minnka. Við erum með litakóða til þess að gefa til kynna hver hættan er. Ef atburður hagar sér þannig að hættan sé að aukast, þá er bara að hækka hættustigið aftur,“ segir Þorvaldur. Mikilvægast sé að skýra stöðuna vel út fyrir Grindvíkingum og öðrum landsmönnum. Aðspurður segist Þorvaldur sjálfur treysta sér til að gista í Grindavík í nótt. „Virknin virðist hafa færst að mestu leyti norðurfyrir á milli Hagafells og Sýlingafells, eða Stóra-Skógfells. Ef maður horfir aftur í tímann, eins og margir hafa verið að gera, aftur í Kröfluelda, þá er þetta nú kannski svipað. Vegalengdirnar eru kannski ekkert ólíkar, frá byggðu bóli og að þeim stað þar sem virknin er,“ segir Þorvaldur. „Og það rýmdi enginn Reykjahlíð á sínum tíma.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57 Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59 Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Hætta við að stefna ríkinu í Grindavíkurmáli Grindvíkingar sem hugðust stefna íslenska ríkinu vegna lokana í Grindavík eru hættir við. Lögmaðurinn sem þeir höfðu leitað til vegna málsins kveðst ekki vita ástæðuna að baki ákvörðun þeirra. 22. desember 2023 20:57
Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. 22. desember 2023 19:59
Jól í Grindavík eftir allt saman Frá og með Þorláksmessu mega Grindvíkingar fara inn í bæinn allan sólarhringinn og jafnvel sofa þar. Því verða jól í Grindavík eftir allt saman, allavega hjá þeim Grindvíkingum sem það vilja. 22. desember 2023 16:12